Ísland aftur fyrsta flokks í baráttunni gegn mansali Árni Sæberg skrifar 21. júlí 2022 09:02 Erlendir verkamenn í byggingariðnaði eiga einna helst í hættu að verða fórnarlömb mansals. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Ísland er aftur komið í fyrsta flokk í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um varnir gegn mansali. Ísland hafði verið flokkað annars flokks frá árinu 2017. Meðal þess sem kom landinu upp í fyrsta flokk var mansalsdómur sem féll í ár, sá fyrsti í rúman áratug. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna tekur á hverju ári saman skýrslu um frammistöðu flestra landa heimsins þegar kemur að vörnum gegn mansali. Ísland hafði verið flokkað meðal þeirra landa sem standa sig best frá því að skýrslan kom fyrst út árið 2001 en féll í annan flokk árið 2017. Í skýrslu ársins segir að hérlend yfirvöld mæti öllum lágmarkskröfum þegar kemur að vörnum gegn mansali. Þau hafi stórbætt það hvernig tekið er á mansalsmálum og sérstaklega er tekið fram að hér hafi verið sakfellt í mansalsmáli í fyrsta skipti í heil tólf ár. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi konu í fjögurra ára fangelsi fyrir mansal með því að hafa neytt þrjú stjúpbörn sín til nauðungarvinnu, í apríl þessa árs. Þá hafi kennsl verið borin á fleiri fórnarlömb mansals og þeim komið til hjálpar en á árum áður, komið hafi verið upp nýju úrræði fyrir fórnarlömb kynbundins ofbeldis, þar á meðal mansals, og lögreglan hafi komið á fót nefnd sem vinnur með erlendum stofnunum sem berjast gegn mansali. Margt sem mætti betur fara Þrátt fyrir að Ísland sé komið í fyrsta flokk eru þó enn ýmis atriði sem betur mættu fara, að mati utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna. Ráðuneytið mælir helst með því að ákæruvaldið beiti mansalsákvæði hegningarlaga í meiri mæli í stað þess að ákæra fyrir smygl. Þá mætti stórauka tíðni þess að fólk grunað um mansal sé látið svara til saka. Loks segir að stjórnvöld ættu að gera gagnskör í því að bera kennsl á möguleg fórnarlömb forvirkt og koma þeim fyrr til aðstoðar. Vinnumansal algengast Í skýrslunni segir að yfirvölda hafi borið kennsl á 46 möguleg fórnarlömb mansals hér á landi. Þau voru flest fullorðin og frá útlöndum, fimm þeirra voru þó undir fimmtán ára aldri. Þá segir að vinnumansal sé algengasta form mansals hér á landi þar sem erlendir farandverkamenn í bygginga-, ferða-, og veitingageirunum séu í mestri hættu á að lenda í mansali. Þó sjáist einnig aukning í kynlífsmansali þar sem skipulögð glæpasamtök selja konur frá Afríku, Austur-Evrópu, Balkanskaga og Suður-Ameríku í kynlífsvinnu. Skýrslu utanríkisráðherra Bandaríkjanna má lesa hér. Hún ætti að duga sem lesefni helgarinnar en hún er heilar 634 blaðsíður. Umjöllun um Íslands hefst á blaðsíðu númer 276. Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Hvítur reykur og beðið eftir nýjum páfa Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna tekur á hverju ári saman skýrslu um frammistöðu flestra landa heimsins þegar kemur að vörnum gegn mansali. Ísland hafði verið flokkað meðal þeirra landa sem standa sig best frá því að skýrslan kom fyrst út árið 2001 en féll í annan flokk árið 2017. Í skýrslu ársins segir að hérlend yfirvöld mæti öllum lágmarkskröfum þegar kemur að vörnum gegn mansali. Þau hafi stórbætt það hvernig tekið er á mansalsmálum og sérstaklega er tekið fram að hér hafi verið sakfellt í mansalsmáli í fyrsta skipti í heil tólf ár. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi konu í fjögurra ára fangelsi fyrir mansal með því að hafa neytt þrjú stjúpbörn sín til nauðungarvinnu, í apríl þessa árs. Þá hafi kennsl verið borin á fleiri fórnarlömb mansals og þeim komið til hjálpar en á árum áður, komið hafi verið upp nýju úrræði fyrir fórnarlömb kynbundins ofbeldis, þar á meðal mansals, og lögreglan hafi komið á fót nefnd sem vinnur með erlendum stofnunum sem berjast gegn mansali. Margt sem mætti betur fara Þrátt fyrir að Ísland sé komið í fyrsta flokk eru þó enn ýmis atriði sem betur mættu fara, að mati utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna. Ráðuneytið mælir helst með því að ákæruvaldið beiti mansalsákvæði hegningarlaga í meiri mæli í stað þess að ákæra fyrir smygl. Þá mætti stórauka tíðni þess að fólk grunað um mansal sé látið svara til saka. Loks segir að stjórnvöld ættu að gera gagnskör í því að bera kennsl á möguleg fórnarlömb forvirkt og koma þeim fyrr til aðstoðar. Vinnumansal algengast Í skýrslunni segir að yfirvölda hafi borið kennsl á 46 möguleg fórnarlömb mansals hér á landi. Þau voru flest fullorðin og frá útlöndum, fimm þeirra voru þó undir fimmtán ára aldri. Þá segir að vinnumansal sé algengasta form mansals hér á landi þar sem erlendir farandverkamenn í bygginga-, ferða-, og veitingageirunum séu í mestri hættu á að lenda í mansali. Þó sjáist einnig aukning í kynlífsmansali þar sem skipulögð glæpasamtök selja konur frá Afríku, Austur-Evrópu, Balkanskaga og Suður-Ameríku í kynlífsvinnu. Skýrslu utanríkisráðherra Bandaríkjanna má lesa hér. Hún ætti að duga sem lesefni helgarinnar en hún er heilar 634 blaðsíður. Umjöllun um Íslands hefst á blaðsíðu númer 276.
Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Hvítur reykur og beðið eftir nýjum páfa Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira