Leigja út parhús á 352 þúsund á mánuði á Fáskrúðsfirði Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 20. júlí 2022 21:00 Mynd af parhúsinu, fengin af heimasíðu leigufélagsins. Myndin er samsett. Leigufélagið Bríet, Vísir/Vilhelm Leigufélagið Bríet býður til leigu tvö parhús á Fáskrúðsfirði sem kosta 352 þúsund krónur á mánuði án hita og rafmagns. Á heimasíðu félagsins kemur fram að félagið sé óhagnaðardrifið. Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir verðið mjög hátt. Parhúsin sem um ræðir eru 174,3 fermetrar en frekari myndir af annarri eigninni má sjá hér. Framkvæmdastýra leigufélagsins, Drífa Valdimarsdóttir segir verð eignarinnar vera það sem þurfi til þess að kostnaður félagsins sé á núlli. Hún segist skilja að erfitt sé fyrir fólk að trúa því að félagið sé óhagnaðardrifið miðað við leiguverðið. Aðspurð hvort hún telji að eignin verði tekin á leigu segir hún það verða að koma í ljós. Myndir af parhúsinu frá leigufélaginu.Leigufélagið Bríet „Ef að það fæst ekki fólk til að leigja þetta á þessu verði þá verðum við að endurskoða það,“ segir Drífa. Hún segir verðlækkun verða til þess að eignin yrði rekin með tapi. „Venjulega erum við að kaupa minni eignir sem að við getum leigt á svona viðráðanlegra verði fyrir, skulum við segja, venjulegt fólk það er okkar markmið,“ segir Drífa. Hún útilokar ekki að verðið verði lækkað. Eignin verði ekki látin standa tóm ef leigjendur fáist ekki. Meira leiguhúsnæði vanti Aðspurður hvað honum finnist um verðlagningu eignarinnar segir Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri Fjarðabyggðar í samtali við fréttastofu að hann eigi eftir að ræða við Drífu, framkvæmdastýru leigufélagsins. „Þetta er mjög há leiga,“ segir Jón Björn. Sveitarfélagið Fjarðabyggð er hluthafi í leigufélaginu. Myndir af parhúsinu frá leigufélaginu.Leigufélagið Bríet „Okkur vantar meiri fjölbreytni og meira leiguhúsnæði og það er meðal annars það sem við erum að gera með því að fara inn í Bríet,“ segir Jón Björn. Hann bætir því við að Bríet eigi íbúðir sem sveitarfélagið lagði inn í félagið sem séu af mismunandi stærðum og gerðum en nauðsynlegt sé að byggja upp meira úrval. Aðspurður hvort honum finnist leiguverðið vera í takt við leiguverð á svæðinu segir Jón Björn, „ég myndi nú segja að þetta væri í hærri kantinum.“ Fjarðabyggð Húsnæðismál Verðlag Leigumarkaður Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Parhúsin sem um ræðir eru 174,3 fermetrar en frekari myndir af annarri eigninni má sjá hér. Framkvæmdastýra leigufélagsins, Drífa Valdimarsdóttir segir verð eignarinnar vera það sem þurfi til þess að kostnaður félagsins sé á núlli. Hún segist skilja að erfitt sé fyrir fólk að trúa því að félagið sé óhagnaðardrifið miðað við leiguverðið. Aðspurð hvort hún telji að eignin verði tekin á leigu segir hún það verða að koma í ljós. Myndir af parhúsinu frá leigufélaginu.Leigufélagið Bríet „Ef að það fæst ekki fólk til að leigja þetta á þessu verði þá verðum við að endurskoða það,“ segir Drífa. Hún segir verðlækkun verða til þess að eignin yrði rekin með tapi. „Venjulega erum við að kaupa minni eignir sem að við getum leigt á svona viðráðanlegra verði fyrir, skulum við segja, venjulegt fólk það er okkar markmið,“ segir Drífa. Hún útilokar ekki að verðið verði lækkað. Eignin verði ekki látin standa tóm ef leigjendur fáist ekki. Meira leiguhúsnæði vanti Aðspurður hvað honum finnist um verðlagningu eignarinnar segir Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri Fjarðabyggðar í samtali við fréttastofu að hann eigi eftir að ræða við Drífu, framkvæmdastýru leigufélagsins. „Þetta er mjög há leiga,“ segir Jón Björn. Sveitarfélagið Fjarðabyggð er hluthafi í leigufélaginu. Myndir af parhúsinu frá leigufélaginu.Leigufélagið Bríet „Okkur vantar meiri fjölbreytni og meira leiguhúsnæði og það er meðal annars það sem við erum að gera með því að fara inn í Bríet,“ segir Jón Björn. Hann bætir því við að Bríet eigi íbúðir sem sveitarfélagið lagði inn í félagið sem séu af mismunandi stærðum og gerðum en nauðsynlegt sé að byggja upp meira úrval. Aðspurður hvort honum finnist leiguverðið vera í takt við leiguverð á svæðinu segir Jón Björn, „ég myndi nú segja að þetta væri í hærri kantinum.“
Fjarðabyggð Húsnæðismál Verðlag Leigumarkaður Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira