Pabbinn lýsti afar óvæntum HM-sigri sonarins Sindri Sverrisson skrifar 20. júlí 2022 13:01 Jake Wightman náði að hafa betur gegn Jacob Ingebrigtsen og vinna afar óvæntan heimsmeistaratitil. Getty/Andy Astfalck Einn óvæntasti sigurinn á HM í frjálsum íþróttum vannst í nótt þegar Bretinn Jake Wightman, sem 28 ára gamall þekkti það varla að hafa unnið verðlaun á stórmóti, vann 1.500 metra hlaup. Pabbi hans lýsti hlaupinu fyrir öllum áhorfendum á Hayward Field leikvanginum. Myndband af lýsingu Geoff Wightman, föður Jakes, og viðbrögðum móðurinnar Susan, hefur vakið mikla athygli en það má sjá hér að neðan. Á meðan að Susan réði sér ekki fyrir kæti gerði Geoff sitt allra besta til að halda aftur af tilfinningunum. „Ég verð að segja ykkur af hverju myndavélin beinist núna að mér,“ sagði Geoff sem var vallarþulur á leikvanginum og lýsti því hlaupinu fyrir áhorfendum. „Þetta er sonur minn. Ég þjálfa hann. Og hann er heimsmeistari,“ sagði Geoff. Susan var meðal áhorfenda en á myndbandinu hér að neðan má sjá þegar hún þusti til mannsins síns til að fagna, eftir að Jake náði að vinna harða baráttu við ólympíumeistarann Jakob Ingebrigtsen. Geoff, sem sonurinn sagði að ætti til að vera ansi „vélrænn“ í lýsingum sínum, náði hins vegar einhvern veginn að klára að lýsa hlaupinu og láta tilfinningarnar ekki bera sig ofurliði. Jake Wightman has become the World 1500m champion. Geoff calling his son becoming a World Champion is priceless. Helene, part of our team, filmed Dad. I sat with Mum Susan..then could not wait to give my mate a hug. Beyond proud. @JakeSWightman @WightmanGeoff @SusanWightman6 pic.twitter.com/8I8IT6ntwb— Katharine Merry (@KatharineMerry) July 20, 2022 Fyrir ári síðan varð Jake í 10. sæti á Ólympíuleikunum og það gerir sigurinn í nótt sjálfsagt enn sætari. The Guardian lýsir sigri Jakes sem þeim óvæntasta í sögu Breta á HM í frjálsum íþróttum. Draumur Jakes var ekki bara að rætast heldur einnig foreldranna: „Ég er búinn að sjá um skólaíþróttirnar hjá honum frá því að hann var 11 ára því konan mín var kennarinn hans,“ sagði Geoff. „Við höfum síðan þá bara sífellt fært okkur á aðeins stærri leikvanga, með aðeins fleiri áhorfendum, og aðeins stærri medalíum. En það var súrrealískt að sjá hann vinna gull. Ég hugsaði bara: Ég þekki þennan náunga. Hann er kunnuglegur,“ sagði Geoff í geðshræringu. Frjálsar íþróttir Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira
Myndband af lýsingu Geoff Wightman, föður Jakes, og viðbrögðum móðurinnar Susan, hefur vakið mikla athygli en það má sjá hér að neðan. Á meðan að Susan réði sér ekki fyrir kæti gerði Geoff sitt allra besta til að halda aftur af tilfinningunum. „Ég verð að segja ykkur af hverju myndavélin beinist núna að mér,“ sagði Geoff sem var vallarþulur á leikvanginum og lýsti því hlaupinu fyrir áhorfendum. „Þetta er sonur minn. Ég þjálfa hann. Og hann er heimsmeistari,“ sagði Geoff. Susan var meðal áhorfenda en á myndbandinu hér að neðan má sjá þegar hún þusti til mannsins síns til að fagna, eftir að Jake náði að vinna harða baráttu við ólympíumeistarann Jakob Ingebrigtsen. Geoff, sem sonurinn sagði að ætti til að vera ansi „vélrænn“ í lýsingum sínum, náði hins vegar einhvern veginn að klára að lýsa hlaupinu og láta tilfinningarnar ekki bera sig ofurliði. Jake Wightman has become the World 1500m champion. Geoff calling his son becoming a World Champion is priceless. Helene, part of our team, filmed Dad. I sat with Mum Susan..then could not wait to give my mate a hug. Beyond proud. @JakeSWightman @WightmanGeoff @SusanWightman6 pic.twitter.com/8I8IT6ntwb— Katharine Merry (@KatharineMerry) July 20, 2022 Fyrir ári síðan varð Jake í 10. sæti á Ólympíuleikunum og það gerir sigurinn í nótt sjálfsagt enn sætari. The Guardian lýsir sigri Jakes sem þeim óvæntasta í sögu Breta á HM í frjálsum íþróttum. Draumur Jakes var ekki bara að rætast heldur einnig foreldranna: „Ég er búinn að sjá um skólaíþróttirnar hjá honum frá því að hann var 11 ára því konan mín var kennarinn hans,“ sagði Geoff. „Við höfum síðan þá bara sífellt fært okkur á aðeins stærri leikvanga, með aðeins fleiri áhorfendum, og aðeins stærri medalíum. En það var súrrealískt að sjá hann vinna gull. Ég hugsaði bara: Ég þekki þennan náunga. Hann er kunnuglegur,“ sagði Geoff í geðshræringu.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira