Telur innviðaráðherra draga Austfirðinga á asnaeyrunum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 14. júlí 2022 12:16 óundirbúnað fyrirspurnir á Alþingi vegna sölunnar á Íslandsbanka Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þingmaður Miðflokksins segir innviðaráðherra á villigötum vegna gjaldtöku í jarðgöngum landsins til að fjármagna Fjarðarheiðargöng. Ríkisstjórnin þurfi að hugsa málið til enda í stað þess að draga Austfirðinga á asnaeyrunum, að mati þingmannsins. Innviðaráðherra hefur boðað það að gjaldtaka skuli meðal annars hefjast á ný í jarðgöngum landsins til að fjármagna væntanleg Fjarðarheiðagöng á Austfjörðum en ákvörðunin hefur vakið hörð viðbrögð. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, telur ráðherrann kominn út í móa í þessu tiltekna máli. „Það er nú mjög stutt síðan að hann var þeirrar skoðunar að það kæmi til að mynda ekki til greina að taka gjald þar sem ekki væri önnur fær leið. Það eitt og sér sýnist mér slá ýmsar af þessum hugmyndum ráðherrans út af borðinu,“ segir Bergþór. Þá tekur hann sem dæmi að búið sé að borga upp hverja krónu fyrir Hvalfjarðargöngin og að þegar sé verið að taka gjald í Vaðlaheiðargöngunum. Deila megi sömuleiðis um það hvort það sé eðlilegt að taka upp gjald fyrir umferð innan sveitarfélags. Tillagan líkist bútasaumi Bergþór segir það lengi hafa legið fyrir að Fjarðarheiðagöngin séu ófjármögnuð samkvæmt fjármála- og samgönguáætlunum, og því hafi tilkynning ráðherrans að þessu sinni ekki komið honum sérstaklega á óvart. „Þannig að á einhverjum tímapunkti hlaut ráðherrann að þurfa að stíga fram, en það að hann geri það í júlí bendir svona til þess að hann hafi vonað að sleppa heldur létt frá umræðunni. En við sjáum nú að viðbrögðin eru þeirra gerðar að það er ekki að takast,“ segir hann. Ríkisstjórnin hafi síðastliðinn fimm ár ýtt því verkefni undan sér að endurhugsa gjaldtöku fyrir notkun samgöngumannvirkja. Það verði þó að gera með heildstæðum hætti en núverandi tillaga ráðherrans líkist frekar bútasaumi að sögn Bergþórs. Hugsa þurfi málið til enda Vegagerðin áætlar að kostnaður við gerð ganganna verði á bilinu 44 til 47 milljarðar króna en aðeins er kveðið á um 17,7 milljarða króna framlög í samgönguáætlun og því ljóst að allt að 30 milljarða króna vanti upp á. „Ef að menn ætla að ná þeim 30 milljörðum í gjaldtöku af jarðgöngum landið um kring, jafn undarlega og það kann að hljóma, þá held ég að það sé nú betra að taka sér einhvern smá tíma í að hugsa málið til enda og komast þá í mark, í stað þess að draga Austfirðinga á asnaeyrunum áfram, eins og mér þykir ráðherra nú hafa gert í þessu máli,“ segir Bergþór. Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vegagerð Vegtollar Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Innviðaráðherra hefur boðað það að gjaldtaka skuli meðal annars hefjast á ný í jarðgöngum landsins til að fjármagna væntanleg Fjarðarheiðagöng á Austfjörðum en ákvörðunin hefur vakið hörð viðbrögð. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, telur ráðherrann kominn út í móa í þessu tiltekna máli. „Það er nú mjög stutt síðan að hann var þeirrar skoðunar að það kæmi til að mynda ekki til greina að taka gjald þar sem ekki væri önnur fær leið. Það eitt og sér sýnist mér slá ýmsar af þessum hugmyndum ráðherrans út af borðinu,“ segir Bergþór. Þá tekur hann sem dæmi að búið sé að borga upp hverja krónu fyrir Hvalfjarðargöngin og að þegar sé verið að taka gjald í Vaðlaheiðargöngunum. Deila megi sömuleiðis um það hvort það sé eðlilegt að taka upp gjald fyrir umferð innan sveitarfélags. Tillagan líkist bútasaumi Bergþór segir það lengi hafa legið fyrir að Fjarðarheiðagöngin séu ófjármögnuð samkvæmt fjármála- og samgönguáætlunum, og því hafi tilkynning ráðherrans að þessu sinni ekki komið honum sérstaklega á óvart. „Þannig að á einhverjum tímapunkti hlaut ráðherrann að þurfa að stíga fram, en það að hann geri það í júlí bendir svona til þess að hann hafi vonað að sleppa heldur létt frá umræðunni. En við sjáum nú að viðbrögðin eru þeirra gerðar að það er ekki að takast,“ segir hann. Ríkisstjórnin hafi síðastliðinn fimm ár ýtt því verkefni undan sér að endurhugsa gjaldtöku fyrir notkun samgöngumannvirkja. Það verði þó að gera með heildstæðum hætti en núverandi tillaga ráðherrans líkist frekar bútasaumi að sögn Bergþórs. Hugsa þurfi málið til enda Vegagerðin áætlar að kostnaður við gerð ganganna verði á bilinu 44 til 47 milljarðar króna en aðeins er kveðið á um 17,7 milljarða króna framlög í samgönguáætlun og því ljóst að allt að 30 milljarða króna vanti upp á. „Ef að menn ætla að ná þeim 30 milljörðum í gjaldtöku af jarðgöngum landið um kring, jafn undarlega og það kann að hljóma, þá held ég að það sé nú betra að taka sér einhvern smá tíma í að hugsa málið til enda og komast þá í mark, í stað þess að draga Austfirðinga á asnaeyrunum áfram, eins og mér þykir ráðherra nú hafa gert í þessu máli,“ segir Bergþór.
Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vegagerð Vegtollar Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira