Sex umferðarslys á Austurlandi í júní Bjarki Sigurðsson skrifar 12. júlí 2022 18:14 Heilsugæsla Austurlands á Vopnafirði. Vísir/Vilhelm Alls voru sex umferðarslys, auk eins banaslyss, tilkynnt til lögreglunnar á Austurlandi í júnímánuði. Hlúa þurfti að alls níu einstaklingum vegna áverka sem þeir hlutu í slysunum. Í tilkynningu á vef lögreglunnar segir að engin slys hafi orðið í umdæminu í maí en strax nokkrar mínútur yfir miðnætti 1. júní hafi fyrsta slys mánaðarins átt sér stað. Ökumaður var þá á leiðinni til Egilsstaða um Fagradal og missti stjórn á bifreið sinni. Hann rann yfir á öfugan vegarhelming og í veg fyrir bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Þrír slösuðust í árekstrinum en allir með minni háttar meiðsli. Það var síðan daginn eftir sem bifreið keyrði út af Norðfjarðarvegi við Skorrastaði og valt. Tveir voru í bifreiðinni og leitaði farþegi læknisaðstoðar eftir en var ekki talinn vera alvarlega slasaður. Ökumaðurinn er talinn hafa dottað við aksturinn. Sex dögum síðar, þann 8. júní, varð önnur bílvelta, nú á Axarvegi við Þrívörðuhálsa. Ökumaður var einn í bílnum en hann var fluttur á heilsugæslu á Djúpavogi. Áverkar hans voru taldir minni háttar. Hann missti útsýni úr bifreið sinni sökum ryks sem þyrlaðist upp frá bifreið á undan. Þriðjudaginn 14. júní átti þriðja bílveltan sér stað er kind hljóp í veg fyrir bifreið á leið um Hróarstunguveg við Kirkjubæ á Héraði. Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni og velti henni. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á sjúkrahúsið í Neskaupstað talsvert lerkaður. Daginn eftir féll eldri maður á reiðhjóli á Egilsstöðum og er talinn hafa fótbrotnað. Sunnudaginn 19. júní var ökumaður á ferð á fjórhjóli á grófum malarslóða ofan Egilsstaða er hann missti stjórn á hjóli sínu og velti því eftir að hafa lent á grjóti. Hann fékk hjólið yfir sig og slasaðist nokkuð. Tveimur dögum síðar varð fjórða bílvelta mánaðarins í umdæminu er flutningabifreið keyrði út af Upphéraðsvegi við Ormarstaðaá í Fljótsdalshreppi. Ökumaður slasaðist talsvert og var fluttur til aðhlynningar á Egilsstöðum. Sama dag varð banaslys á Djúpavogi er erlendur ferðamaður lenti undir lyftara í Gleðivík. Málið er enn í rannsókn hjá lögreglu. Lögreglumál Samgönguslys Heilbrigðisstofnun Austurlands Tengdar fréttir Eggjunum í Gleðivík verði fundinn nýr staður eftir banaslysið Ákveðið hefur verið að vinna að flutningi Eggjanna í Gleðivík, listaverki Sigurðar Guðmundssonar, frá hafnarsvæðinu á Djúpavogi og á annan stað við sjávarsíðuna í bænum. 28. júní 2022 07:27 Öryggismál ekki í lagi þegar ferðamaður lést Öryggismál í Gleðivík á Djúpavogi eru til skoðunar eftir að erlendur ferðamaður varð fyrir lyftara og lést í gær. Samkvæmt heimamönnum hafði kaðall sem átti að aðskilja gangandi og akandi umferð meðfram ströndinni verið tekinn niður vegna framkvæmda og var því ekki til staðar þegar banaslysið átti sér stað í gær. 22. júní 2022 13:41 Banaslys á Djúpavogi Erlendur ferðamaður á sjötugsaldri lést á Djúpavogi í dag. 21. júní 2022 17:21 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Í tilkynningu á vef lögreglunnar segir að engin slys hafi orðið í umdæminu í maí en strax nokkrar mínútur yfir miðnætti 1. júní hafi fyrsta slys mánaðarins átt sér stað. Ökumaður var þá á leiðinni til Egilsstaða um Fagradal og missti stjórn á bifreið sinni. Hann rann yfir á öfugan vegarhelming og í veg fyrir bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Þrír slösuðust í árekstrinum en allir með minni háttar meiðsli. Það var síðan daginn eftir sem bifreið keyrði út af Norðfjarðarvegi við Skorrastaði og valt. Tveir voru í bifreiðinni og leitaði farþegi læknisaðstoðar eftir en var ekki talinn vera alvarlega slasaður. Ökumaðurinn er talinn hafa dottað við aksturinn. Sex dögum síðar, þann 8. júní, varð önnur bílvelta, nú á Axarvegi við Þrívörðuhálsa. Ökumaður var einn í bílnum en hann var fluttur á heilsugæslu á Djúpavogi. Áverkar hans voru taldir minni háttar. Hann missti útsýni úr bifreið sinni sökum ryks sem þyrlaðist upp frá bifreið á undan. Þriðjudaginn 14. júní átti þriðja bílveltan sér stað er kind hljóp í veg fyrir bifreið á leið um Hróarstunguveg við Kirkjubæ á Héraði. Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni og velti henni. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á sjúkrahúsið í Neskaupstað talsvert lerkaður. Daginn eftir féll eldri maður á reiðhjóli á Egilsstöðum og er talinn hafa fótbrotnað. Sunnudaginn 19. júní var ökumaður á ferð á fjórhjóli á grófum malarslóða ofan Egilsstaða er hann missti stjórn á hjóli sínu og velti því eftir að hafa lent á grjóti. Hann fékk hjólið yfir sig og slasaðist nokkuð. Tveimur dögum síðar varð fjórða bílvelta mánaðarins í umdæminu er flutningabifreið keyrði út af Upphéraðsvegi við Ormarstaðaá í Fljótsdalshreppi. Ökumaður slasaðist talsvert og var fluttur til aðhlynningar á Egilsstöðum. Sama dag varð banaslys á Djúpavogi er erlendur ferðamaður lenti undir lyftara í Gleðivík. Málið er enn í rannsókn hjá lögreglu.
Lögreglumál Samgönguslys Heilbrigðisstofnun Austurlands Tengdar fréttir Eggjunum í Gleðivík verði fundinn nýr staður eftir banaslysið Ákveðið hefur verið að vinna að flutningi Eggjanna í Gleðivík, listaverki Sigurðar Guðmundssonar, frá hafnarsvæðinu á Djúpavogi og á annan stað við sjávarsíðuna í bænum. 28. júní 2022 07:27 Öryggismál ekki í lagi þegar ferðamaður lést Öryggismál í Gleðivík á Djúpavogi eru til skoðunar eftir að erlendur ferðamaður varð fyrir lyftara og lést í gær. Samkvæmt heimamönnum hafði kaðall sem átti að aðskilja gangandi og akandi umferð meðfram ströndinni verið tekinn niður vegna framkvæmda og var því ekki til staðar þegar banaslysið átti sér stað í gær. 22. júní 2022 13:41 Banaslys á Djúpavogi Erlendur ferðamaður á sjötugsaldri lést á Djúpavogi í dag. 21. júní 2022 17:21 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Eggjunum í Gleðivík verði fundinn nýr staður eftir banaslysið Ákveðið hefur verið að vinna að flutningi Eggjanna í Gleðivík, listaverki Sigurðar Guðmundssonar, frá hafnarsvæðinu á Djúpavogi og á annan stað við sjávarsíðuna í bænum. 28. júní 2022 07:27
Öryggismál ekki í lagi þegar ferðamaður lést Öryggismál í Gleðivík á Djúpavogi eru til skoðunar eftir að erlendur ferðamaður varð fyrir lyftara og lést í gær. Samkvæmt heimamönnum hafði kaðall sem átti að aðskilja gangandi og akandi umferð meðfram ströndinni verið tekinn niður vegna framkvæmda og var því ekki til staðar þegar banaslysið átti sér stað í gær. 22. júní 2022 13:41