Úkraínuforseti gagnrýnir að látið sé undan hryðjuverkaríki Heimir Már Pétursson skrifar 12. júlí 2022 19:21 Volodymyr Zelenskyy átti fund með Mark Rutte forsætisráðherra Hollands í Kænugarði í dag. Næst komandi sunnudag eru átta ár frá því aðskilnaðarsinnar í Donbas skutu niður farþegaþotu Malaysia Airlines með fjölda Hollendinga um borð hinn 17. júlí 2014 með rússneskri eldflaug. AP/Andrew Kravchenko Úkraínuforseti gagnrýnir Kanadamenn harðlega fyrir að ætla að skila túrbínu úr Nord Stream eitt gasleiðslu Rússa, sem þar var í viðgerð, og segir það brot á refsiaðgerðum. Herinn í Úkraínu segist hafa eytt hergagnabirgðastöð Rússa með nýlega fengnum eldflaugum frá Bandaríkjamönnum. Rússar ná enn að valda miklu eigna- og manntjóni með árásum á borgir og bæi í Úkraínu. Nú er talið að 31 hafi fallið í árás þeirra á íbúðahverfi í bænum Chasiv Yar skammt suður af stjórnsýsluborginni Kramatorsk í Donetsk héraði á laugardag, þar sem tugir að auki særðust. Bærinn er heimabær Úkraínuforseta. Úkraínumenn segjast líka hafa náð árangri með nýfengnum langdrægum fjölodda færanlegum skotpöllum sem þeir fengu frá Bandaríkjamönnum. Þeir hafi sprengt hergagnageymslu Rússa í bænum Nova Kakhovka í suðurhluta landsins í gær og fellt þar með tugi rússneskra hermanna. Rússneska ríkissjónvarpið sakar Úkraínumenn hins vegar um stríðsglæpi og segir eldflaugarnar hafa lent á íbúðarhúsnæði. Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst hafa Rússar skúrfað fyrir gasflutninga til margra ríkja Evrópusambandsins. Í gær skrúfuðu þeir fyrir gas um Nord Stream 1 lögnina til Þýskalands, að sögn vegna viðhalds á túrbínu í Kanada.AP/Jens Buettner Evrópusambandið hefur búist við að Rússar skrúfi fyrir gasflutninga til Evrópuríkja og í gær skrúfuðu þeir algerlega fyrir flutninga með Nord Stream 1 lögninni til Þýskalands. Túrbína úr Nord Stream 1 hefur verið í viðgerð í Kanada og ætla Kanadamenn að skila henni aftur til Þýsklanda nú þegar viðgerð er lokið. Fjöldi óbreyttra borgara hefur fallið í árásum Rússa á borgir og bæi frá því innrásin hófst. Hér syrgir Viktor Kolesnik Natalia Kolesnik eiginkonu sína sem lést í sprengjuárás á Kharkiv.AP/Evgeniy Maloletka Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir það brot á alþjóðlegum refsiaðgerðum gegn Rússum. Úkraínuforseti fer yfir stöðuna á vígstöðvunum. Hann segir Evrópuríki ekki mega láta undan kröfum hryðjuverkaríkisins Rússlands, þótt þau óttist að Rússar skrúfi fyrir gasflutninga til þeirra.AP/forsetaskrifstofa Úkraínu „Ef hryðjuverkaríki getur þvingað fram svona undanþágu frá refsiaðgerðum hvaða undanþágu vill það fá á morgun eða hinn daginn? Þetta er mjög hættuleg spurning. Hún er ekki bara hættuleg fyrir Úkraínu heldur öllum löndum hins lýðræðislega heims,“ sagði Zelenskyy í gærkvöldi. Þótt Rússum hafi ekki tekist að ná annarri stærstu borg Úkraínu, Kharkiv, á sitt vald í upphafi stríðsins, halda þeir enn uppi stórskotaliðs- og eldflaugaárásum á borgina. Þar féllu þrír og fjöldi særðist í gær. Nadezhda Slezhuk, 76 ára íbúi Kharkiv vandar Vladimir Putin forseta Rússlands ekki kveðjurnar. „Pútín, þú ert skepna. Hvað hefurðu gert? Það er gamalt fólk hérna og þú ferð svo illa með það. Þú munt brenna í helvíti ásamt þínu fólki. En það er ekki fólkinu að kenna. Það er þér að kenna. Hvernig geturðu gert svona lagað,“ sagði miður sín þar sem hún stóð framan við húsarústir. Innrás Rússa í Úkraínu Kanada Þýskaland Úkraína Rússland Tengdar fréttir Íranir útvega Rússum hundruð eftirlits- og árásardróna Bandaríkjastjórn segir stjórnvöld í Íran með í undirbúningi að útvega Rússum hundruð eftirlits- og árásar dróna og að þjálfa Rússa í notkun þeirra. Að minnsta kosti tólf óbreyttir borgarar særðust í árás Rússa á heilsugæslu og íbúðarhúsnæði í borginni Mykolaiv í suðurhluta Úkraínu í nótt. 12. júlí 2022 12:01 Segir milljón manna her munu hrekja Rússa frá suðurströndinni Úkraínumenn hyggjast láta milljón manna her, vopnaðan hergögnum frá Vesturlöndum, hrekja Rússa aftur frá hernumdum svæðum landsins. Þetta segir varnarmálaráðherrann Oleksii Reznikov. 11. júlí 2022 10:23 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Rússar ná enn að valda miklu eigna- og manntjóni með árásum á borgir og bæi í Úkraínu. Nú er talið að 31 hafi fallið í árás þeirra á íbúðahverfi í bænum Chasiv Yar skammt suður af stjórnsýsluborginni Kramatorsk í Donetsk héraði á laugardag, þar sem tugir að auki særðust. Bærinn er heimabær Úkraínuforseta. Úkraínumenn segjast líka hafa náð árangri með nýfengnum langdrægum fjölodda færanlegum skotpöllum sem þeir fengu frá Bandaríkjamönnum. Þeir hafi sprengt hergagnageymslu Rússa í bænum Nova Kakhovka í suðurhluta landsins í gær og fellt þar með tugi rússneskra hermanna. Rússneska ríkissjónvarpið sakar Úkraínumenn hins vegar um stríðsglæpi og segir eldflaugarnar hafa lent á íbúðarhúsnæði. Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst hafa Rússar skúrfað fyrir gasflutninga til margra ríkja Evrópusambandsins. Í gær skrúfuðu þeir fyrir gas um Nord Stream 1 lögnina til Þýskalands, að sögn vegna viðhalds á túrbínu í Kanada.AP/Jens Buettner Evrópusambandið hefur búist við að Rússar skrúfi fyrir gasflutninga til Evrópuríkja og í gær skrúfuðu þeir algerlega fyrir flutninga með Nord Stream 1 lögninni til Þýskalands. Túrbína úr Nord Stream 1 hefur verið í viðgerð í Kanada og ætla Kanadamenn að skila henni aftur til Þýsklanda nú þegar viðgerð er lokið. Fjöldi óbreyttra borgara hefur fallið í árásum Rússa á borgir og bæi frá því innrásin hófst. Hér syrgir Viktor Kolesnik Natalia Kolesnik eiginkonu sína sem lést í sprengjuárás á Kharkiv.AP/Evgeniy Maloletka Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir það brot á alþjóðlegum refsiaðgerðum gegn Rússum. Úkraínuforseti fer yfir stöðuna á vígstöðvunum. Hann segir Evrópuríki ekki mega láta undan kröfum hryðjuverkaríkisins Rússlands, þótt þau óttist að Rússar skrúfi fyrir gasflutninga til þeirra.AP/forsetaskrifstofa Úkraínu „Ef hryðjuverkaríki getur þvingað fram svona undanþágu frá refsiaðgerðum hvaða undanþágu vill það fá á morgun eða hinn daginn? Þetta er mjög hættuleg spurning. Hún er ekki bara hættuleg fyrir Úkraínu heldur öllum löndum hins lýðræðislega heims,“ sagði Zelenskyy í gærkvöldi. Þótt Rússum hafi ekki tekist að ná annarri stærstu borg Úkraínu, Kharkiv, á sitt vald í upphafi stríðsins, halda þeir enn uppi stórskotaliðs- og eldflaugaárásum á borgina. Þar féllu þrír og fjöldi særðist í gær. Nadezhda Slezhuk, 76 ára íbúi Kharkiv vandar Vladimir Putin forseta Rússlands ekki kveðjurnar. „Pútín, þú ert skepna. Hvað hefurðu gert? Það er gamalt fólk hérna og þú ferð svo illa með það. Þú munt brenna í helvíti ásamt þínu fólki. En það er ekki fólkinu að kenna. Það er þér að kenna. Hvernig geturðu gert svona lagað,“ sagði miður sín þar sem hún stóð framan við húsarústir.
Innrás Rússa í Úkraínu Kanada Þýskaland Úkraína Rússland Tengdar fréttir Íranir útvega Rússum hundruð eftirlits- og árásardróna Bandaríkjastjórn segir stjórnvöld í Íran með í undirbúningi að útvega Rússum hundruð eftirlits- og árásar dróna og að þjálfa Rússa í notkun þeirra. Að minnsta kosti tólf óbreyttir borgarar særðust í árás Rússa á heilsugæslu og íbúðarhúsnæði í borginni Mykolaiv í suðurhluta Úkraínu í nótt. 12. júlí 2022 12:01 Segir milljón manna her munu hrekja Rússa frá suðurströndinni Úkraínumenn hyggjast láta milljón manna her, vopnaðan hergögnum frá Vesturlöndum, hrekja Rússa aftur frá hernumdum svæðum landsins. Þetta segir varnarmálaráðherrann Oleksii Reznikov. 11. júlí 2022 10:23 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Íranir útvega Rússum hundruð eftirlits- og árásardróna Bandaríkjastjórn segir stjórnvöld í Íran með í undirbúningi að útvega Rússum hundruð eftirlits- og árásar dróna og að þjálfa Rússa í notkun þeirra. Að minnsta kosti tólf óbreyttir borgarar særðust í árás Rússa á heilsugæslu og íbúðarhúsnæði í borginni Mykolaiv í suðurhluta Úkraínu í nótt. 12. júlí 2022 12:01
Segir milljón manna her munu hrekja Rússa frá suðurströndinni Úkraínumenn hyggjast láta milljón manna her, vopnaðan hergögnum frá Vesturlöndum, hrekja Rússa aftur frá hernumdum svæðum landsins. Þetta segir varnarmálaráðherrann Oleksii Reznikov. 11. júlí 2022 10:23