Fyrst íslenskra framhaldsskóla til að þróa „STEAM“ áfanga Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 12. júlí 2022 17:30 Bragi Þór Svavarsson, skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar. Aðsent/Guðrún Jónsdóttir Menntaskóli Borgarfjarðar hlaut styrk frá þróunarsjóði námsgagna nú á dögunum. Með styrknum mun skólinn þróa námsefni út frá nýrri kennslustefnu sem skólinn er í þann mund að taka, en MB mun verða fyrsti framhaldsskóli landsins til þess að bjóða upp á sérstaka „STEAM“ áfanga. „STEAM“ áfangarnir eru hluti af stærra þróunarverkefni hjá skólanum sem kallast „Menntun fyrir störf framtíðar,“ en STEAM stendur fyrir „Science, Technology, Engineering, Arts og Mathematics.“ Þróunarverkefnið hefur staðið í tæp tvö ár og vinnur eftir tillögum starfshóps innan skólans. Bragi Þór Svavarsson, skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar segir tillögur starfshópsins fela í sér nokkra hluti. „Meðal annars að við erum að fara að byggja upp svokallað framtíðarver sem heitir Kvika og er í ætt við FabLab, þar verða líka hljóð- og myndver. Svo er eitt af því það að við kennum hér lífsnám, sem að eru svona eins og ég kalla lífsleikni á sterum. Það er fimm einingar sem allir nemendur taka þar sem við förum í gegnum svona „þema based“ verkefni á hverri önn sem að eru allt frá fjármálum upp í kynlíf og alla veganna slíkir þættir, heilbrigði og sjálfbærni.“ Merki Menntaskóla Borgarfjarðar.Aðsent Ein af tillögunum frá fyrrnefndum starfshópi er „STEAM“ kennsla en boðið verður upp á þrjá áfanga af þessu tagi og verða þeir skylda á hverri námsbraut. STEAM áfangarnir eru „verkefnamiðuð kennsla þar sem að nemendur fá svona grunnleiðsögn í öllu því sem kemur að tækni, sköpun, verkfræði, stærðfræði og öllu slíku,“ segir Bragi. Kennslan muni svo byggja ofan á áfanga sem séu á fyrsta, öðru og þriðja þrepi og endi á því að nemendur búi sjálf til sín eigin verkefni. Þar eigi þau að nýta alla grunnþætti „STEAM“ og blanda þeim saman. Bragi segir skólann vera að nálgast nám eins og þetta á allt annan máta en hefur verið gert. „Við ósköp einfaldlega búum þarna til þrjá áfanga þar sem sérstaklega er tekið á þessu, þar sem sérstaklega er verið að sýna fram á samþættingu þessara greina við raunhæf verkefni og daglegt líf, daglegt líf stærðfræði, daglegt líf lista, daglegt líf verkfræði,“ segir Bragi. Áfangarnir verða inni á öllum brautum skólans og kennsla áfangana byrjar eftir áramót. Skólinn er samliða þessu að þróa „STEAM“ námsefni fyrir áfangana í samstarfi við starfsfólk skólans og háskólana. „Það er hugmyndin að þetta sé „eye opening“ og koma þú veist, notkun þessara vinnubragða og þá þekkingu sem þú hefur, ert að læra í öðrum áföngum, hvort sem það er félagsfræði eða stærðfræði, inn í einhverja raunverulega notkun, það er pælingin,“ segir Bragi að lokum. Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Borgarbyggð Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
„STEAM“ áfangarnir eru hluti af stærra þróunarverkefni hjá skólanum sem kallast „Menntun fyrir störf framtíðar,“ en STEAM stendur fyrir „Science, Technology, Engineering, Arts og Mathematics.“ Þróunarverkefnið hefur staðið í tæp tvö ár og vinnur eftir tillögum starfshóps innan skólans. Bragi Þór Svavarsson, skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar segir tillögur starfshópsins fela í sér nokkra hluti. „Meðal annars að við erum að fara að byggja upp svokallað framtíðarver sem heitir Kvika og er í ætt við FabLab, þar verða líka hljóð- og myndver. Svo er eitt af því það að við kennum hér lífsnám, sem að eru svona eins og ég kalla lífsleikni á sterum. Það er fimm einingar sem allir nemendur taka þar sem við förum í gegnum svona „þema based“ verkefni á hverri önn sem að eru allt frá fjármálum upp í kynlíf og alla veganna slíkir þættir, heilbrigði og sjálfbærni.“ Merki Menntaskóla Borgarfjarðar.Aðsent Ein af tillögunum frá fyrrnefndum starfshópi er „STEAM“ kennsla en boðið verður upp á þrjá áfanga af þessu tagi og verða þeir skylda á hverri námsbraut. STEAM áfangarnir eru „verkefnamiðuð kennsla þar sem að nemendur fá svona grunnleiðsögn í öllu því sem kemur að tækni, sköpun, verkfræði, stærðfræði og öllu slíku,“ segir Bragi. Kennslan muni svo byggja ofan á áfanga sem séu á fyrsta, öðru og þriðja þrepi og endi á því að nemendur búi sjálf til sín eigin verkefni. Þar eigi þau að nýta alla grunnþætti „STEAM“ og blanda þeim saman. Bragi segir skólann vera að nálgast nám eins og þetta á allt annan máta en hefur verið gert. „Við ósköp einfaldlega búum þarna til þrjá áfanga þar sem sérstaklega er tekið á þessu, þar sem sérstaklega er verið að sýna fram á samþættingu þessara greina við raunhæf verkefni og daglegt líf, daglegt líf stærðfræði, daglegt líf lista, daglegt líf verkfræði,“ segir Bragi. Áfangarnir verða inni á öllum brautum skólans og kennsla áfangana byrjar eftir áramót. Skólinn er samliða þessu að þróa „STEAM“ námsefni fyrir áfangana í samstarfi við starfsfólk skólans og háskólana. „Það er hugmyndin að þetta sé „eye opening“ og koma þú veist, notkun þessara vinnubragða og þá þekkingu sem þú hefur, ert að læra í öðrum áföngum, hvort sem það er félagsfræði eða stærðfræði, inn í einhverja raunverulega notkun, það er pælingin,“ segir Bragi að lokum.
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Borgarbyggð Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira