Orkuþörf á Vestfjörðum Anna María Daníelsdóttir skrifar 12. júlí 2022 14:30 Uppbygging og orkuskipti Vestfirskt atvinnulíf er í sókn um þessar mundir. Á seinustu árum hafa nýjar atvinnugreinar byggst upp og styrkt samfélagið, bæði með fjölgun starfa og íbúa á svæðinu ásamt því að hafa styrkt efnahag svæðisins. Þessar nýju atvinnugreinar treysta á sterkari innviði en raforkukerfi fjórðungsins hefur dregist aftur úr þróun annara landshluta og þar með veikt samkeppnisstöðu svæðisins. Á næstu árum mun eftirspurn raforku aukast vegna fyrirhugaðra orkuskipta. Ef horft er til loftlagsmarkmiða stjórnvalda má gera ráð fyrir að aflþörf vegna orkuskipta á Vestfjörðum verði um 15 MW árið 2030. Árleg raforkuþörf í dag er um 44 MW en einnig má gera ráð fyrir aukalegum 20 MW vegna fólksfjölgunar og annarrar starfsemi. Því má gera ráð fyrir að eftirspurn eftir raforku á Vestfjörðum vaxi um 80% til 2030. Mikilvægt er að tryggja aðgengi að þessari orku svo vestfirskt samfélag geti tileinkað sér grænorkutækni og geti laðað að sér fyrirtæki og fólk sem sér tækifæri í nýtingu á grænni orku. Reglulega þarf að framleiða raforku með díselolíu fyrir heimilin á Vestfjörðum Raforkukerfið á Vestfjörðum þarf að styrkja hvort sem litið er til framleiðslu innan svæðisins eða flutningskerfi raforku. Helmingur þeirrar orku sem notuð er á svæðinu er innflutt og um helmingur er framleiddur innan svæðisins. Það kallar á hlutfalslega mikið varaafl sem framleitt er með díselolíu en reglulega þarf að framleiða raforku með díselvélum á Vestfjörðum. Lítil framleiðsla innan svæðis skapar líka áskoranir þegar kemur að kerfisstyrk sem takmarkar afhendingargetu flutningskerfisins. Hvernig geta Vestfirðir þróast áfram án grunninnviða? Það liggur ljóst fyrir að auka verði afhendingaröryggi á raforku á Vestfjörðum eigi áframhaldandi uppbygging og orkuskipti að eiga sér stað. Hér er hægt að fara tvær leiðir. Annarsvegar að styrkja flutningskerfið og flytja meira af orku inn á svæðið og hinsvegar að framleiða meira af raforku innan svæðisins. Í skýrslu starfshóps um raforkumál á Vestfjörðum kom fram að 20 MW virkjun innan svæðiðs myndi auka framboð af orku og auka afhendingaröryggi um allt að 90%. Slík virkjun myndi jafnframt auka kerfisstyrk sem gerir það að verkum að hægt er að flytja meira af raforku inn á Vestfirði. Ljóst er að vestfirsk samfélag, almenningur og fyrirtæki þurfa meira og betra aðgengi að endurnýjanlegri orku. Þannig verður hægt að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda, stuðla að verðmætasköpun, bæta búsetuskilyrði á Vestfjörðum og viðhalda byggðarþróun. Heimild: Skýrsla starfshóps um raforkumál á Vestfjörðum, Stjórnarráð Ísland Höfundur er verkefnastjóri hjá Bláma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Sjá meira
Uppbygging og orkuskipti Vestfirskt atvinnulíf er í sókn um þessar mundir. Á seinustu árum hafa nýjar atvinnugreinar byggst upp og styrkt samfélagið, bæði með fjölgun starfa og íbúa á svæðinu ásamt því að hafa styrkt efnahag svæðisins. Þessar nýju atvinnugreinar treysta á sterkari innviði en raforkukerfi fjórðungsins hefur dregist aftur úr þróun annara landshluta og þar með veikt samkeppnisstöðu svæðisins. Á næstu árum mun eftirspurn raforku aukast vegna fyrirhugaðra orkuskipta. Ef horft er til loftlagsmarkmiða stjórnvalda má gera ráð fyrir að aflþörf vegna orkuskipta á Vestfjörðum verði um 15 MW árið 2030. Árleg raforkuþörf í dag er um 44 MW en einnig má gera ráð fyrir aukalegum 20 MW vegna fólksfjölgunar og annarrar starfsemi. Því má gera ráð fyrir að eftirspurn eftir raforku á Vestfjörðum vaxi um 80% til 2030. Mikilvægt er að tryggja aðgengi að þessari orku svo vestfirskt samfélag geti tileinkað sér grænorkutækni og geti laðað að sér fyrirtæki og fólk sem sér tækifæri í nýtingu á grænni orku. Reglulega þarf að framleiða raforku með díselolíu fyrir heimilin á Vestfjörðum Raforkukerfið á Vestfjörðum þarf að styrkja hvort sem litið er til framleiðslu innan svæðisins eða flutningskerfi raforku. Helmingur þeirrar orku sem notuð er á svæðinu er innflutt og um helmingur er framleiddur innan svæðisins. Það kallar á hlutfalslega mikið varaafl sem framleitt er með díselolíu en reglulega þarf að framleiða raforku með díselvélum á Vestfjörðum. Lítil framleiðsla innan svæðis skapar líka áskoranir þegar kemur að kerfisstyrk sem takmarkar afhendingargetu flutningskerfisins. Hvernig geta Vestfirðir þróast áfram án grunninnviða? Það liggur ljóst fyrir að auka verði afhendingaröryggi á raforku á Vestfjörðum eigi áframhaldandi uppbygging og orkuskipti að eiga sér stað. Hér er hægt að fara tvær leiðir. Annarsvegar að styrkja flutningskerfið og flytja meira af orku inn á svæðið og hinsvegar að framleiða meira af raforku innan svæðisins. Í skýrslu starfshóps um raforkumál á Vestfjörðum kom fram að 20 MW virkjun innan svæðiðs myndi auka framboð af orku og auka afhendingaröryggi um allt að 90%. Slík virkjun myndi jafnframt auka kerfisstyrk sem gerir það að verkum að hægt er að flytja meira af raforku inn á Vestfirði. Ljóst er að vestfirsk samfélag, almenningur og fyrirtæki þurfa meira og betra aðgengi að endurnýjanlegri orku. Þannig verður hægt að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda, stuðla að verðmætasköpun, bæta búsetuskilyrði á Vestfjörðum og viðhalda byggðarþróun. Heimild: Skýrsla starfshóps um raforkumál á Vestfjörðum, Stjórnarráð Ísland Höfundur er verkefnastjóri hjá Bláma.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun