Hvert barn fær um 3,3 milljarða í sinn hlut fyrir Vísi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. júlí 2022 13:17 Gunnþór B. Ingvason forstjóri Síldarvinnslunnar er ánægður með kaupin Síldarvinnslan í Neskaupsstað hefur keypt allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Eigendur Vísis fá sex milljarða greitt í reiðufé og eignast átta prósenta hlut í Síldarvinnslunni Samtals er kaupverðið því þrjátíu og einn milljarður króna. Þrjátíu prósent kaupverðs verður greitt með reiðufé og afgangurinn með hlutabréfum í Síldarvinnslunni. Tilkynnt var um kaupin í gær en með þessum viðskiptum verða seljendur Vísis meðal kjölfestufjárfesta í Síldarvinnslunni og fara með átta prósenta hlut í fyrirtækinu og verða fimmti stærsti hluthafinn. Síldarvinnslan var skráð á markað í fyrra en stærsti eigandi hennar er Samherji sem fer með um þriðjungshlut. Vísir er yfir fimmtíu ára fyrirtæki í Grindavík og hefur frá upphafi verið í eigu sömu fjölskyldu eða afkomenda Páls H. Pálssonar og Margrétar Sighvatsdóttur en alls eignuðust þau sex börn. Eigi hvert afkvæmi hjónanna jafn stóran hlut í Vísi fær hvert og eitt þannig um þrjá komma þrjá milljarða í sinn hlut, einn milljarð í reiðufé og restin er greidd með hlutafé í Síldarvinnslunni. Gunnþór B. Ingvason forstjóri Síldarvinnslunnar er ánægður með kaupin. „Vísir er gamalgróið bolfiskfélag og er búið að fjárfesta í hátækni bolfiskvinnslu í Grindavík. Að sama skapi erum við með umtalsverðar aflaheimildir í bolfiski og sáum tækifæri í samstarfi við eigendur Vísis og þetta fyrirtæki. Það liggur fyrir að það er töluverð samlegð í sameinuðum fyrirtækjum. Þessi félög eiga að geta orðið töluvert sterkari þegar kemur að markaðsstarfi og nýtingu aflaheimilda og búið til meiri verðmæti úr þeim aflaheimildum sem við eigum í heild,“ segir Gunnþór. Höfuðstöðvar bolfiskvinnslu Síldarvinnslunnar hf. verða hjá Vísi hf. í Grindavík að sögn Gunnþórs. Ekki sé búið að ákveða hvað verði um aðra bolfiskvinnslu fyrirtækisins. „Við höfum ekki tekið afstöðu til annarrar bolfiskvinnslu Síldarvinnslunnar. Við erum litlir í bolfiski, erum með litla vinnslu á Seyðisfirði og það hefur engin afstaða verði tekin til hennar með þessum kaupum,“ segir Gunnþór. Ætla að dansa í kringum viðmiðunarmörk kvótaþaksins Aðspurður um hvort Síldarvinnslan fari ekki yfir kvótaþak í ýmsum tegundum með þessum kaupum svarar Gunnþór: „ Eins og kemur fram í tilkynningunni erum við að dansa í kringum viðmiðunarmörk kvótaþaksins. Það eru þarna stofnar eins og loðna sem sveiflast gríðarlega milli ára. Þannig að það er meiri sveifla í uppsjávarstofnun en bolfiskstofnum milli ára. Við verðum einhvers staðar á þessari viðmiðunarlínu og aðlögum okkur að því,“ segir Gunnþór. Hluthafafundur Síldarvinnslunnar hf. og Samkeppniseftirlitið eiga eftir að samþykkja kaupin. Hlutabréfamarkaðurinn tók vel í fréttina í morgun en alls höfðu bréf í Síldarvinnslunni hækkað um 8,4 prósent. Sjávarútvegur Alþingi Grindavík Síldarvinnslan Tengdar fréttir Hlutabréfaverð Síldarvinnslunnar hækkar um níu prósent eftir kaupin á Vísi Fjárfestar hafa tekið vel í áform Síldarvinnslunnar um að kaupa allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík en gengi bréfa félagsins hefur hækkað um liðlega níu prósent í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni í morgun. 11. júlí 2022 10:19 Síldarvinnslan kaupir útgerðarfyrirtækið Vísi fyrir meira en 30 milljarða Síldarvinnslan í Neskaupstað, eitt stærsta útgerðarfyrirtæki landsins, hefur náð samkomulagi um að kaupa allt hlutafé sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis í Grindavík. Kaupverð hlutafjár er 20 milljarðar króna en að teknu tilliti til vaxtaberandi skulda Vísis, sem nema um 11 milljörðum, er heildarkaupverðið um 31 milljarður króna. 10. júlí 2022 20:27 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira
Samtals er kaupverðið því þrjátíu og einn milljarður króna. Þrjátíu prósent kaupverðs verður greitt með reiðufé og afgangurinn með hlutabréfum í Síldarvinnslunni. Tilkynnt var um kaupin í gær en með þessum viðskiptum verða seljendur Vísis meðal kjölfestufjárfesta í Síldarvinnslunni og fara með átta prósenta hlut í fyrirtækinu og verða fimmti stærsti hluthafinn. Síldarvinnslan var skráð á markað í fyrra en stærsti eigandi hennar er Samherji sem fer með um þriðjungshlut. Vísir er yfir fimmtíu ára fyrirtæki í Grindavík og hefur frá upphafi verið í eigu sömu fjölskyldu eða afkomenda Páls H. Pálssonar og Margrétar Sighvatsdóttur en alls eignuðust þau sex börn. Eigi hvert afkvæmi hjónanna jafn stóran hlut í Vísi fær hvert og eitt þannig um þrjá komma þrjá milljarða í sinn hlut, einn milljarð í reiðufé og restin er greidd með hlutafé í Síldarvinnslunni. Gunnþór B. Ingvason forstjóri Síldarvinnslunnar er ánægður með kaupin. „Vísir er gamalgróið bolfiskfélag og er búið að fjárfesta í hátækni bolfiskvinnslu í Grindavík. Að sama skapi erum við með umtalsverðar aflaheimildir í bolfiski og sáum tækifæri í samstarfi við eigendur Vísis og þetta fyrirtæki. Það liggur fyrir að það er töluverð samlegð í sameinuðum fyrirtækjum. Þessi félög eiga að geta orðið töluvert sterkari þegar kemur að markaðsstarfi og nýtingu aflaheimilda og búið til meiri verðmæti úr þeim aflaheimildum sem við eigum í heild,“ segir Gunnþór. Höfuðstöðvar bolfiskvinnslu Síldarvinnslunnar hf. verða hjá Vísi hf. í Grindavík að sögn Gunnþórs. Ekki sé búið að ákveða hvað verði um aðra bolfiskvinnslu fyrirtækisins. „Við höfum ekki tekið afstöðu til annarrar bolfiskvinnslu Síldarvinnslunnar. Við erum litlir í bolfiski, erum með litla vinnslu á Seyðisfirði og það hefur engin afstaða verði tekin til hennar með þessum kaupum,“ segir Gunnþór. Ætla að dansa í kringum viðmiðunarmörk kvótaþaksins Aðspurður um hvort Síldarvinnslan fari ekki yfir kvótaþak í ýmsum tegundum með þessum kaupum svarar Gunnþór: „ Eins og kemur fram í tilkynningunni erum við að dansa í kringum viðmiðunarmörk kvótaþaksins. Það eru þarna stofnar eins og loðna sem sveiflast gríðarlega milli ára. Þannig að það er meiri sveifla í uppsjávarstofnun en bolfiskstofnum milli ára. Við verðum einhvers staðar á þessari viðmiðunarlínu og aðlögum okkur að því,“ segir Gunnþór. Hluthafafundur Síldarvinnslunnar hf. og Samkeppniseftirlitið eiga eftir að samþykkja kaupin. Hlutabréfamarkaðurinn tók vel í fréttina í morgun en alls höfðu bréf í Síldarvinnslunni hækkað um 8,4 prósent.
Sjávarútvegur Alþingi Grindavík Síldarvinnslan Tengdar fréttir Hlutabréfaverð Síldarvinnslunnar hækkar um níu prósent eftir kaupin á Vísi Fjárfestar hafa tekið vel í áform Síldarvinnslunnar um að kaupa allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík en gengi bréfa félagsins hefur hækkað um liðlega níu prósent í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni í morgun. 11. júlí 2022 10:19 Síldarvinnslan kaupir útgerðarfyrirtækið Vísi fyrir meira en 30 milljarða Síldarvinnslan í Neskaupstað, eitt stærsta útgerðarfyrirtæki landsins, hefur náð samkomulagi um að kaupa allt hlutafé sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis í Grindavík. Kaupverð hlutafjár er 20 milljarðar króna en að teknu tilliti til vaxtaberandi skulda Vísis, sem nema um 11 milljörðum, er heildarkaupverðið um 31 milljarður króna. 10. júlí 2022 20:27 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira
Hlutabréfaverð Síldarvinnslunnar hækkar um níu prósent eftir kaupin á Vísi Fjárfestar hafa tekið vel í áform Síldarvinnslunnar um að kaupa allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík en gengi bréfa félagsins hefur hækkað um liðlega níu prósent í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni í morgun. 11. júlí 2022 10:19
Síldarvinnslan kaupir útgerðarfyrirtækið Vísi fyrir meira en 30 milljarða Síldarvinnslan í Neskaupstað, eitt stærsta útgerðarfyrirtæki landsins, hefur náð samkomulagi um að kaupa allt hlutafé sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis í Grindavík. Kaupverð hlutafjár er 20 milljarðar króna en að teknu tilliti til vaxtaberandi skulda Vísis, sem nema um 11 milljörðum, er heildarkaupverðið um 31 milljarður króna. 10. júlí 2022 20:27