Húsnæðismarkaðurinn á leið í kalda sturtu Halldór Kári Sigurðarson skrifar 8. júlí 2022 08:01 Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 3,0% í maí sem þýðir að húsnæðisverð hefur hækkað um 24% undanfarna tólf mánuði. Áhugafólk um fasteignamarkaðinn er orðið ónæmt fyrir slíkum tölum en þó er vert að nefna að árshækkunartakturinn hefur ekki verið hærri síðan 2005 að nafnvirði en þá fór hann hæst í rúmlega 40%. Heimildir: Þjóðskrá Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls. Síðan kaupsamningarnir á bakvið verðhækkanir í maí voru undirritaðir hefur Seðlabankinn hins vegar gripið í handbremsuna. Um miðjan júní dró fjármálastöðugleikanefnd töluvert úr aðgengi að lánsfé og 22. júní hækkaði peningastefnunefnd stýrivexti um 100 punkta og standa stýrivextir nú í 4,75%. Í fundargerð peningastefnunefndar sem birt var í vikunni kom fram að einn nefndarmanna, Gylfi Zoëga, hefði viljað hækka stýrivexti um 125 punkta og að nefndin teldi líklegt að herða þyrfti taumhald peningastefnunnar enn frekar. Þá kom fram í fundargerð fjármálastöðugleikanefndar að vísir að eignabólu á íbúðamarkaði gæti verið til staðar. Af öllu þessu er ljóst að Seðlabankinn hefur þó nokkrar áhyggjur af stöðunni sem komin er upp og á eftir að grípa til frekari aðgerða til að kæla markaðinn. Næsta vaxtaákvörðun er 24. ágúst en of snemmt er að segja til um hversu mikið vextir verða hækkaðir þá. Heimildir: Þjóðskrá Íslands, Seðlabanki Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls. Áhrifin af aðgerðum Seðlabankans eru ekki komin fram en þær koma til með að snöggkæla markaðinn í haust. Í nýbirtum hagvísum Seðlabankans má þó sjá að vanskil heimila gagnvart stóru bönkunum þremur eru í sögulegu lágmarki. Það er verulega jákvætt að vera að koma af svo sterkum grunni en það er hins vegar viðbúið að vanskilahlutfallið muni hækka í haust og áfram á fyrri hluta næsta árs. Heimildir: Þjóðskrá Íslands, Seðlabanki Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls. Sá hópur sem kemur til með að finna hvað mest fyrir aðgerðum Seðlabankans eru fyrstu kaupendur með óverðtryggða breytilega vexti. Í nýjust fundargerð fjármálastöðugleikanefndar kom fram að greiðslubyrðarhlutfall fyrstu kaupenda hafði hækkað þó nokkuð og var að meðaltali næstum 30% á fyrsta fjórðungi. Vert er að hafa í huga að síðan þá hafa stýrivextir hækkað úr 2,75% í 4,75%. Horft fram á við má vænta þess að eftir 2-3 mánuði muni húsnæðisverðshækkanir vera mjög takmarkaðar og undirritaður telur að raunverðslækkanir séu líklegri en ekki. Megindrifkrafturinn á bakvið væntanlega snöggkælingu markaðarins eru aðgerðir Seðlabankans en einnig má nefna aukið framboð. Nú um mundir eru um 780 íbúðir (þar með talið sérbýli) til sölu á höfuðborgarsvæðinu sem er um helmingi meira en þegar framboðið var hvað minnst í febrúar sl. Það þýðir að þrátt fyrir að aldrei hafi hærra hlutfall selst yfir ásettu verði og að meðalsölutími hafi aldrei verið styttri eru íbúðir samt að koma hraðar inn á markaðinn en þær eru að seljast. Af öllu þessu er ljóst að heitasti markaður landsins er á leiðinni í kalda sturtu. Höfundur er hagfræðingur Húsaskjóls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Fasteignamarkaður Halldór Kári Sigurðarson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 3,0% í maí sem þýðir að húsnæðisverð hefur hækkað um 24% undanfarna tólf mánuði. Áhugafólk um fasteignamarkaðinn er orðið ónæmt fyrir slíkum tölum en þó er vert að nefna að árshækkunartakturinn hefur ekki verið hærri síðan 2005 að nafnvirði en þá fór hann hæst í rúmlega 40%. Heimildir: Þjóðskrá Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls. Síðan kaupsamningarnir á bakvið verðhækkanir í maí voru undirritaðir hefur Seðlabankinn hins vegar gripið í handbremsuna. Um miðjan júní dró fjármálastöðugleikanefnd töluvert úr aðgengi að lánsfé og 22. júní hækkaði peningastefnunefnd stýrivexti um 100 punkta og standa stýrivextir nú í 4,75%. Í fundargerð peningastefnunefndar sem birt var í vikunni kom fram að einn nefndarmanna, Gylfi Zoëga, hefði viljað hækka stýrivexti um 125 punkta og að nefndin teldi líklegt að herða þyrfti taumhald peningastefnunnar enn frekar. Þá kom fram í fundargerð fjármálastöðugleikanefndar að vísir að eignabólu á íbúðamarkaði gæti verið til staðar. Af öllu þessu er ljóst að Seðlabankinn hefur þó nokkrar áhyggjur af stöðunni sem komin er upp og á eftir að grípa til frekari aðgerða til að kæla markaðinn. Næsta vaxtaákvörðun er 24. ágúst en of snemmt er að segja til um hversu mikið vextir verða hækkaðir þá. Heimildir: Þjóðskrá Íslands, Seðlabanki Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls. Áhrifin af aðgerðum Seðlabankans eru ekki komin fram en þær koma til með að snöggkæla markaðinn í haust. Í nýbirtum hagvísum Seðlabankans má þó sjá að vanskil heimila gagnvart stóru bönkunum þremur eru í sögulegu lágmarki. Það er verulega jákvætt að vera að koma af svo sterkum grunni en það er hins vegar viðbúið að vanskilahlutfallið muni hækka í haust og áfram á fyrri hluta næsta árs. Heimildir: Þjóðskrá Íslands, Seðlabanki Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls. Sá hópur sem kemur til með að finna hvað mest fyrir aðgerðum Seðlabankans eru fyrstu kaupendur með óverðtryggða breytilega vexti. Í nýjust fundargerð fjármálastöðugleikanefndar kom fram að greiðslubyrðarhlutfall fyrstu kaupenda hafði hækkað þó nokkuð og var að meðaltali næstum 30% á fyrsta fjórðungi. Vert er að hafa í huga að síðan þá hafa stýrivextir hækkað úr 2,75% í 4,75%. Horft fram á við má vænta þess að eftir 2-3 mánuði muni húsnæðisverðshækkanir vera mjög takmarkaðar og undirritaður telur að raunverðslækkanir séu líklegri en ekki. Megindrifkrafturinn á bakvið væntanlega snöggkælingu markaðarins eru aðgerðir Seðlabankans en einnig má nefna aukið framboð. Nú um mundir eru um 780 íbúðir (þar með talið sérbýli) til sölu á höfuðborgarsvæðinu sem er um helmingi meira en þegar framboðið var hvað minnst í febrúar sl. Það þýðir að þrátt fyrir að aldrei hafi hærra hlutfall selst yfir ásettu verði og að meðalsölutími hafi aldrei verið styttri eru íbúðir samt að koma hraðar inn á markaðinn en þær eru að seljast. Af öllu þessu er ljóst að heitasti markaður landsins er á leiðinni í kalda sturtu. Höfundur er hagfræðingur Húsaskjóls.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun