Rússar byrjaðir að innlima hluta Úkraínu í Rússland Heimir Már Pétursson skrifar 6. júlí 2022 19:21 Rússar beita öllum hernaðarmætti sínum þessa dagana til að ná Donetsk héraði á sitt vald og hefur héraðsstjórinn þar skorað á íbúa að flýja til vesturs. Evrópusambandið býst við að Rússar skrúfi brátt alfarið fyrir gas til aðildarríkjanna. Zelesnkyy Úkraínuforseti sagði í ávarpi sínu til þjóðarinnar í nótt að loftvarnaflautur hafi hljómað um allt landið í gærkvöldi og nótt. Rússar hafi gert árásir á bæi og borgir um alla Úkraínu eftir nokkuð hlé sem hafi skapað óróa hjá mörgum sem töldu að Rússar væru að undirbúa eitthvað stórkostlegt. Þjóðarleiðtogar hafa streymt til fundar við Zelenskyy forseta í Kænugarði frá því fljótlega eftir að innrás Rússa hófst. Forsetinn tók á móti Micheal Martin forsætisráðherra Írlands í dag.AP/Andrew Kravchenko „Fólk ætti ekki að leita að rökvísi í gerðum hryðjuverkamanna.Rússneski herinn gerir ekkert hlé. Hann hefur eitt verkefni: Að drepa fólk, að hræða fólk þannig að nokkrir dagar án þess að loftvarnaflautur gjalli virðast vera hluti af ógninni. Í kvöld mátti heyra í loftvarnaflautunum í Kænugarði og í næstum allri Úkraínu,“ sagði Zelenskyy. Eftir að Rússar náðu Luhanks héraði að fullu á sitt vald á dögunum hafa þeir beit öllum hernaðarmætti sínum að bæjum og borgum í Donetsk héraði en sameiginlega mynda þessi tvö héruð Donbas svæðið svo kallaða. Pavlo Kyrylenko héraðsstjóri í Donetsk skorar á 350 þúsund íbúa af 1,6 milljón sem enn eru í héraðinu að flýja til vesturs. Þannig verði auðveldara að ráðast gegn innrásarliðinu. Árásir Rússa séu óskipulagðar og beinist alls ekki einvörðungu gegn hernaðarlegum skotmörkum. „Heldur að því að eyðileggja borgaralega innviði og íbúðahverfi eins og gert var um helgina í Sloviansk og Kramatorsk,“ segir héraðsstjórinn. Rússar eru byrjaðir að innlima hluta Donbas svæðisins inn í Rússland með útgáfu vegabréfa þar sem fram kemur að Úkraína sé hérað í Rússlandi.AP Yfirvarp Rússa fyrir innrásinni er að þeir séu að frelsa rússneskumælandi íbúa undan stjórn nasista í Úkraínu. En í raun eru þeir að hertaka Donbas vegna þess að þar eru gífurlegar kola-, gas- og olíuauðlindir sem myndu duga til að útvega Evrópu allt það gas sem hún þarf á að halda. Innlimun Rússa á héruðunum er þegar hafin því þeir eru byrjaðir að gefa út vegabréf til íbúa Luhansk þar sem kemur fram að Úkraína sé hérað í Rússlandi. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir Evrópu verða að búa sig undir að Rússar skrúfi alfarið fyrir gasflutninga til álfunnar.AP/Jean-Francois Badias Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir sambandið búa sig undir að Rússar skúrfi bráðlega alveg fyrir gasflutninga til aðildarríkjanna. „Núna hafa tólf aðildarríki þegar orðið fyrir beinum áhrifum vegna lokunar fyrir rússneskt gas að hluta eða öllu leyti. Svo það liggur í augum uppi að Pútín heldur áfram að nota orkugjafa sem vopn,“ segir von der Leyen. Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Úkraína Rússland Tengdar fréttir Rússar gerðu loftárásir um alla Úkraínu í gærkvöldi Loftvarnaflautur hljómuðu um alla Úkraínu í gærkvöldi og nótt. Héraðsstjórinn í Donetsk héraði hefur skorað á alla íbúa héraðsins að flýja í vesturátt undan stórskotaliðs- og loftárásum Rússa. 6. júlí 2022 11:50 Enn hart barist í Lysychansk og fólk hvatt til að flýja Ríkisstjóri Donetsk-héraðs hefur hvatt um 350 þúsund íbúa héraðsins til að flýja í ljósi yfirvofandi rússneskrar sóknar. Hann segir enn hart barist í útjaðri Lysychansk. 6. júlí 2022 10:35 Úkraínuforseti segir ESB aðild ekki mega dragast í mörg ár Forseti Úkraínu segir aðildarferli landsins að Evrópusambandinu ekki mega taka einhver ár eða áratugi. Tuttugu og einn almennur borgari féll, þeirra á meðal tvö börn, og tæplega fjörutíu manns særðust í eldflaugaárás Rússa á fjölbýlishús og sumarbúðir í Odessa héraði í gærkvöldi. 1. júlí 2022 19:20 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Zelesnkyy Úkraínuforseti sagði í ávarpi sínu til þjóðarinnar í nótt að loftvarnaflautur hafi hljómað um allt landið í gærkvöldi og nótt. Rússar hafi gert árásir á bæi og borgir um alla Úkraínu eftir nokkuð hlé sem hafi skapað óróa hjá mörgum sem töldu að Rússar væru að undirbúa eitthvað stórkostlegt. Þjóðarleiðtogar hafa streymt til fundar við Zelenskyy forseta í Kænugarði frá því fljótlega eftir að innrás Rússa hófst. Forsetinn tók á móti Micheal Martin forsætisráðherra Írlands í dag.AP/Andrew Kravchenko „Fólk ætti ekki að leita að rökvísi í gerðum hryðjuverkamanna.Rússneski herinn gerir ekkert hlé. Hann hefur eitt verkefni: Að drepa fólk, að hræða fólk þannig að nokkrir dagar án þess að loftvarnaflautur gjalli virðast vera hluti af ógninni. Í kvöld mátti heyra í loftvarnaflautunum í Kænugarði og í næstum allri Úkraínu,“ sagði Zelenskyy. Eftir að Rússar náðu Luhanks héraði að fullu á sitt vald á dögunum hafa þeir beit öllum hernaðarmætti sínum að bæjum og borgum í Donetsk héraði en sameiginlega mynda þessi tvö héruð Donbas svæðið svo kallaða. Pavlo Kyrylenko héraðsstjóri í Donetsk skorar á 350 þúsund íbúa af 1,6 milljón sem enn eru í héraðinu að flýja til vesturs. Þannig verði auðveldara að ráðast gegn innrásarliðinu. Árásir Rússa séu óskipulagðar og beinist alls ekki einvörðungu gegn hernaðarlegum skotmörkum. „Heldur að því að eyðileggja borgaralega innviði og íbúðahverfi eins og gert var um helgina í Sloviansk og Kramatorsk,“ segir héraðsstjórinn. Rússar eru byrjaðir að innlima hluta Donbas svæðisins inn í Rússland með útgáfu vegabréfa þar sem fram kemur að Úkraína sé hérað í Rússlandi.AP Yfirvarp Rússa fyrir innrásinni er að þeir séu að frelsa rússneskumælandi íbúa undan stjórn nasista í Úkraínu. En í raun eru þeir að hertaka Donbas vegna þess að þar eru gífurlegar kola-, gas- og olíuauðlindir sem myndu duga til að útvega Evrópu allt það gas sem hún þarf á að halda. Innlimun Rússa á héruðunum er þegar hafin því þeir eru byrjaðir að gefa út vegabréf til íbúa Luhansk þar sem kemur fram að Úkraína sé hérað í Rússlandi. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir Evrópu verða að búa sig undir að Rússar skrúfi alfarið fyrir gasflutninga til álfunnar.AP/Jean-Francois Badias Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir sambandið búa sig undir að Rússar skúrfi bráðlega alveg fyrir gasflutninga til aðildarríkjanna. „Núna hafa tólf aðildarríki þegar orðið fyrir beinum áhrifum vegna lokunar fyrir rússneskt gas að hluta eða öllu leyti. Svo það liggur í augum uppi að Pútín heldur áfram að nota orkugjafa sem vopn,“ segir von der Leyen.
Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Úkraína Rússland Tengdar fréttir Rússar gerðu loftárásir um alla Úkraínu í gærkvöldi Loftvarnaflautur hljómuðu um alla Úkraínu í gærkvöldi og nótt. Héraðsstjórinn í Donetsk héraði hefur skorað á alla íbúa héraðsins að flýja í vesturátt undan stórskotaliðs- og loftárásum Rússa. 6. júlí 2022 11:50 Enn hart barist í Lysychansk og fólk hvatt til að flýja Ríkisstjóri Donetsk-héraðs hefur hvatt um 350 þúsund íbúa héraðsins til að flýja í ljósi yfirvofandi rússneskrar sóknar. Hann segir enn hart barist í útjaðri Lysychansk. 6. júlí 2022 10:35 Úkraínuforseti segir ESB aðild ekki mega dragast í mörg ár Forseti Úkraínu segir aðildarferli landsins að Evrópusambandinu ekki mega taka einhver ár eða áratugi. Tuttugu og einn almennur borgari féll, þeirra á meðal tvö börn, og tæplega fjörutíu manns særðust í eldflaugaárás Rússa á fjölbýlishús og sumarbúðir í Odessa héraði í gærkvöldi. 1. júlí 2022 19:20 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Rússar gerðu loftárásir um alla Úkraínu í gærkvöldi Loftvarnaflautur hljómuðu um alla Úkraínu í gærkvöldi og nótt. Héraðsstjórinn í Donetsk héraði hefur skorað á alla íbúa héraðsins að flýja í vesturátt undan stórskotaliðs- og loftárásum Rússa. 6. júlí 2022 11:50
Enn hart barist í Lysychansk og fólk hvatt til að flýja Ríkisstjóri Donetsk-héraðs hefur hvatt um 350 þúsund íbúa héraðsins til að flýja í ljósi yfirvofandi rússneskrar sóknar. Hann segir enn hart barist í útjaðri Lysychansk. 6. júlí 2022 10:35
Úkraínuforseti segir ESB aðild ekki mega dragast í mörg ár Forseti Úkraínu segir aðildarferli landsins að Evrópusambandinu ekki mega taka einhver ár eða áratugi. Tuttugu og einn almennur borgari féll, þeirra á meðal tvö börn, og tæplega fjörutíu manns særðust í eldflaugaárás Rússa á fjölbýlishús og sumarbúðir í Odessa héraði í gærkvöldi. 1. júlí 2022 19:20