Ætlum okkur stóra hluti en auðvitað þurfum við að spila mjög vel til að ná því Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. júlí 2022 10:01 Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta. Sanjin Strukic/Getty Images „Ég skal alveg játa það að þetta er ógnarsterkur riðill. Það er kannski helst að við fáum úr þriðja styrkleikaflokki – Ungverjar í okkar tilfelli – sem eru ógnarsterkt lið. Það svona gerir þennan riðil mjög erfiðan,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, er hann var spurður út í riðil Íslands á HM í handbolta. „Spennandi verkefni engu að síður að glíma við þessi lið en náttúrulega nánast sami riðill og við vorum að spila í á EM í Ungverjalandi. Þar vorum við að spila við Portúgal og mættum Ungverjum. Í staðinn fyrir Holland fáum við Suður-Kóreu sem er andstæðingur sem þarf að taka alvarlega,“ bætti Guðmundur við. „Síðan er milliriðillinn þannig að þar eru Svíar, Úrúgvæ og Brasilía sem eru með mjög gott lið líka ásamt einni Afríkuþjóð. Þannig að það leggst vel í mig en staðan er sú að við þurfum að gera mjög vel í riðlinum. Bæði til að komast inn í milliriðil og einnig af því við viljum komast eins vel inn í milliriðil og hægt er, komast með eins mörg stig og hægt er.“ „Við ætlum okkur stóra hluti en auðvitað þurfum við að spila mjög vel til að ná því, og við getum það alveg.“ Hversu langt ætlar Ísland sér á mótinu? „Maður tekur þetta í skrefum. Við viljum að sjálfsögðu fara upp úr riðlinum. Við viljum verða í einu af tveimur efstu sætunum í okkar milliriðli sem gæti gefið okkur möguleika á að komast í 8-liða úrslit. Það er það sem við stefnum á, það er fyrsta markmið eins og staðan er í dag.“ Ísland á gríðarlegt magn af frambærilegum leikmönnum um þessar mundir. Er erfitt að velja landsliðshópinn? „Það getur verið það ef allir eru heilir, það er er mjög erfitt. Frábært fyrir þjálfara að hafa þennan kost, hópurinn hefur verið að breikka ár frá ári og leikmennirnir alltaf að þroskast, verða betri og hæfari. Þeir eru farnir að spila hjá sterkari liðum sem þýðir að þegar allir eru heilir er ekki auðvelt að velja þetta lið en það er bara frábært fyrir íslenska landsliðið,“ sagði Guðmundu að endingu. Klippa: Guðmundur um riðilinn á HM Handbolti Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Fleiri fréttir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Sjá meira
„Spennandi verkefni engu að síður að glíma við þessi lið en náttúrulega nánast sami riðill og við vorum að spila í á EM í Ungverjalandi. Þar vorum við að spila við Portúgal og mættum Ungverjum. Í staðinn fyrir Holland fáum við Suður-Kóreu sem er andstæðingur sem þarf að taka alvarlega,“ bætti Guðmundur við. „Síðan er milliriðillinn þannig að þar eru Svíar, Úrúgvæ og Brasilía sem eru með mjög gott lið líka ásamt einni Afríkuþjóð. Þannig að það leggst vel í mig en staðan er sú að við þurfum að gera mjög vel í riðlinum. Bæði til að komast inn í milliriðil og einnig af því við viljum komast eins vel inn í milliriðil og hægt er, komast með eins mörg stig og hægt er.“ „Við ætlum okkur stóra hluti en auðvitað þurfum við að spila mjög vel til að ná því, og við getum það alveg.“ Hversu langt ætlar Ísland sér á mótinu? „Maður tekur þetta í skrefum. Við viljum að sjálfsögðu fara upp úr riðlinum. Við viljum verða í einu af tveimur efstu sætunum í okkar milliriðli sem gæti gefið okkur möguleika á að komast í 8-liða úrslit. Það er það sem við stefnum á, það er fyrsta markmið eins og staðan er í dag.“ Ísland á gríðarlegt magn af frambærilegum leikmönnum um þessar mundir. Er erfitt að velja landsliðshópinn? „Það getur verið það ef allir eru heilir, það er er mjög erfitt. Frábært fyrir þjálfara að hafa þennan kost, hópurinn hefur verið að breikka ár frá ári og leikmennirnir alltaf að þroskast, verða betri og hæfari. Þeir eru farnir að spila hjá sterkari liðum sem þýðir að þegar allir eru heilir er ekki auðvelt að velja þetta lið en það er bara frábært fyrir íslenska landsliðið,“ sagði Guðmundu að endingu. Klippa: Guðmundur um riðilinn á HM
Handbolti Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Fleiri fréttir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Sjá meira