Matthías: Ég hef mikla trú á því að við verðum betri með tímanum Árni Jóhansson skrifar 4. júlí 2022 21:31 Matthías Vilhjálmsson og Daníel Laxdal háðu hörkubaráttu en þurftu að deilda stigunum. Vísir/Bára Fyrirliði FH-inga var skiljanlega svekktur að fá á sig jöfnunarmark þegar þrjár mínútur voru eftir af leik liðsins á móti Stjörnunni í kvöld. Leikið var í Kaplakrika og var leikurinn hluti af 11. umferð Bestu deildar karla í fótbolta og endaði 1-1 en FH var betri aðilinn lengst af. Matthías var spurður að því fyrst hvað gerðist í jöfnunarmarki Stjörnunnar sem kom eftir hornspyrnu. Var um einbeitingarleysi að ræða? „Í fyrsta lagi þá ákvað dómarinn að dæma hornspyrnu þegar það var Stjörnumaður sem skallaði boltann aftur fyrir endamörk. Svo bara dettur boltinn fyrir þá og þeir eru fyrstir að átta sig. Mjög svekkjandi. Mér fannst við vera mjög „solid“ í kvöld og sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við fengum mjög fá færi á okkur og byrjuðum mikið betur en þeir í seinni og mjög svekkjandi að missa þetta niður en ánægður með liðsheildina í dag.“ Blaðamaður spurði hvort það hefði ekki mátt vera meiri kraftur í leiknum í dag en að hans mati var þessi leikur mjög hægur. „Það getur vel verið. Stjörnuliðið hefur verið á fínu róli í sumar en við höfum átt í erfiðleikum og mér fannst þetta vera framför hjá okkur. Við gáfum fá færi á okkur og það var ekki fyrr en í lokin þar sem við erum að verja forskotið og þeir henda fleiri mönnum fram að þeir ná í mark rétt fyrir leikslok. Við hefðum líka getað skorað fleiri.“ Aðspurður um hvaða áherslur Eiður Smári, nýr þjálfari, væri að reyna að berja inn í liðið sagði Matthías: „Hann er bara búinn að vera hérna í ca. tværi vikur og hann og Venni hafa komið vel inn í þetta og kennt okkur helling en þeir þurfa tíma til að fara í gegnum sinn leikstíl en ég er mjög sáttur við hvernig æfingavikurnar hafa verið hérna. Ég hef mikla trú á því að við verðum betri með tímanum.“ Að lokum var Matthías spurður út í það hvort það væri betri andi í liðinu eftir þjálfaraskiptin. „Það hefur alltaf verið fínn andi í FH. Við höfum bara verið svekktir með úrslitin og teljum okkur eiga mikið inni. Við vinnum hörðum höndum að því að bæta okkur og sækja sigurinn. Við vorum ansi nálægt því í dag og ansi nálægt því á móti Leikni. Það hlýtur að styttast í þetta.“ Besta deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH-Stjarnan 1-1 | Enn eitt jafntefli liðanna eftir æsilegar lokamínútur FH og Stjarnan þurfa að deila stigunum sem voru í boði í dag eftir að hafa gert jafntefli 1-1 í Kaplakrika. Leikurinn var í hægara lagi og fá færi litu dagsins ljós þangað til í uppbótartíma en Stjarnan jafnaði metin þegar lítið var eftir og bæði lið hefðu getað skorað í uppbótartíma. FH komst tvisvar í góða skyndisókn og Stjarnan skaut í stöng. 4. júlí 2022 21:14 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Slapp vel frá rafmagnsleysinu Körfubolti Fleiri fréttir „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Sjá meira
Matthías var spurður að því fyrst hvað gerðist í jöfnunarmarki Stjörnunnar sem kom eftir hornspyrnu. Var um einbeitingarleysi að ræða? „Í fyrsta lagi þá ákvað dómarinn að dæma hornspyrnu þegar það var Stjörnumaður sem skallaði boltann aftur fyrir endamörk. Svo bara dettur boltinn fyrir þá og þeir eru fyrstir að átta sig. Mjög svekkjandi. Mér fannst við vera mjög „solid“ í kvöld og sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við fengum mjög fá færi á okkur og byrjuðum mikið betur en þeir í seinni og mjög svekkjandi að missa þetta niður en ánægður með liðsheildina í dag.“ Blaðamaður spurði hvort það hefði ekki mátt vera meiri kraftur í leiknum í dag en að hans mati var þessi leikur mjög hægur. „Það getur vel verið. Stjörnuliðið hefur verið á fínu róli í sumar en við höfum átt í erfiðleikum og mér fannst þetta vera framför hjá okkur. Við gáfum fá færi á okkur og það var ekki fyrr en í lokin þar sem við erum að verja forskotið og þeir henda fleiri mönnum fram að þeir ná í mark rétt fyrir leikslok. Við hefðum líka getað skorað fleiri.“ Aðspurður um hvaða áherslur Eiður Smári, nýr þjálfari, væri að reyna að berja inn í liðið sagði Matthías: „Hann er bara búinn að vera hérna í ca. tværi vikur og hann og Venni hafa komið vel inn í þetta og kennt okkur helling en þeir þurfa tíma til að fara í gegnum sinn leikstíl en ég er mjög sáttur við hvernig æfingavikurnar hafa verið hérna. Ég hef mikla trú á því að við verðum betri með tímanum.“ Að lokum var Matthías spurður út í það hvort það væri betri andi í liðinu eftir þjálfaraskiptin. „Það hefur alltaf verið fínn andi í FH. Við höfum bara verið svekktir með úrslitin og teljum okkur eiga mikið inni. Við vinnum hörðum höndum að því að bæta okkur og sækja sigurinn. Við vorum ansi nálægt því í dag og ansi nálægt því á móti Leikni. Það hlýtur að styttast í þetta.“
Besta deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH-Stjarnan 1-1 | Enn eitt jafntefli liðanna eftir æsilegar lokamínútur FH og Stjarnan þurfa að deila stigunum sem voru í boði í dag eftir að hafa gert jafntefli 1-1 í Kaplakrika. Leikurinn var í hægara lagi og fá færi litu dagsins ljós þangað til í uppbótartíma en Stjarnan jafnaði metin þegar lítið var eftir og bæði lið hefðu getað skorað í uppbótartíma. FH komst tvisvar í góða skyndisókn og Stjarnan skaut í stöng. 4. júlí 2022 21:14 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Slapp vel frá rafmagnsleysinu Körfubolti Fleiri fréttir „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Sjá meira
Leik lokið: FH-Stjarnan 1-1 | Enn eitt jafntefli liðanna eftir æsilegar lokamínútur FH og Stjarnan þurfa að deila stigunum sem voru í boði í dag eftir að hafa gert jafntefli 1-1 í Kaplakrika. Leikurinn var í hægara lagi og fá færi litu dagsins ljós þangað til í uppbótartíma en Stjarnan jafnaði metin þegar lítið var eftir og bæði lið hefðu getað skorað í uppbótartíma. FH komst tvisvar í góða skyndisókn og Stjarnan skaut í stöng. 4. júlí 2022 21:14