Töluvert af líkamsárásum yfir helgina og vopn notuð í einhverjum tilfellum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. júlí 2022 09:57 Lögregla var meðal annars kölluð út að skemmtistað við Lækjargötu vegna stórfelldrar líkamsárásar. Mynd/Aðsend Þrjár stórfelldar líkamsárásir áttu sér stað í höfuðborginni á aðfaranótt sunnudags. Mikið álag var hjá lögreglunni um helgina þar sem hátt í tvö hundruð mál voru skráð. Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á aðfaranótt sunnudags en alls voru 87 mál skráð í dagbók lögreglu. Þar standa upp úr þó nokkrar líkamsárásir að sögn Þóru Jónasdóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Frá fimm [á laugardagskvöld] til fimm í [gær]nótt þá var tilkynnt um tíu líkamsárásir víðsvegar reyndar um borgina, þetta tengist ekki aðeins miðbænum, þannig það hefur verið erill hjá lögreglunni,“ segir Þóra. Af þeim líkamsárásum voru þrjár flokkaðar sem stórfelldar, þar af tvær í Hlíðunum og ein í miðbænum, við skemmtistaðinn Auto við Lækjargötu. Alls voru fjórir handteknir. Mismiklir áverkar voru á fórnarlömbum árásanna og á lögregla eftir að fá frekari upplýsingar í nokkrum tilfellum. „Í einhverjum tilfellum voru einhvers konar vopn notuð og það er hérna ein sem er stórfelld þar sem aðili var fluttur á slysadeild,“ segir Þóra. Á föstudagskvöld og aðfaranótt laugardags voru sömuleiðis þó nokkur mál skráð í dagbók lögreglu, alls 77. Þar af voru tvær líkamsárásir skráðar, ein í Hlíðunum og ein í miðbænum. Aðspurð um hvort þetta séu sérstaklega mörg mál þegar litið er til helgarinnar í heild sinni segir hún svo vera. „Þetta er svona töluvert af líkamsárásum má segja yfir helgina, já,“ segir Þóra. Neyðarlínan, dómsmálaráðuneytið og ríkislögreglustjóri, í samstarfi við lögregluna á landsvísu, fóru í síðustu viku af stað með verkefnið Góða skemmtun, þar sem almenningur er hvattur til að stuðla að ofbeldislausu skemmtanalífi. Segja má að erillinn um helgina sýni fram á mikilvægi þess verkefnis, ekki síst nú þegar Covid er að baki. Rætt var við Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu, um verkefnið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag en innslagið má finna hér fyrir neðan. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira
Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á aðfaranótt sunnudags en alls voru 87 mál skráð í dagbók lögreglu. Þar standa upp úr þó nokkrar líkamsárásir að sögn Þóru Jónasdóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Frá fimm [á laugardagskvöld] til fimm í [gær]nótt þá var tilkynnt um tíu líkamsárásir víðsvegar reyndar um borgina, þetta tengist ekki aðeins miðbænum, þannig það hefur verið erill hjá lögreglunni,“ segir Þóra. Af þeim líkamsárásum voru þrjár flokkaðar sem stórfelldar, þar af tvær í Hlíðunum og ein í miðbænum, við skemmtistaðinn Auto við Lækjargötu. Alls voru fjórir handteknir. Mismiklir áverkar voru á fórnarlömbum árásanna og á lögregla eftir að fá frekari upplýsingar í nokkrum tilfellum. „Í einhverjum tilfellum voru einhvers konar vopn notuð og það er hérna ein sem er stórfelld þar sem aðili var fluttur á slysadeild,“ segir Þóra. Á föstudagskvöld og aðfaranótt laugardags voru sömuleiðis þó nokkur mál skráð í dagbók lögreglu, alls 77. Þar af voru tvær líkamsárásir skráðar, ein í Hlíðunum og ein í miðbænum. Aðspurð um hvort þetta séu sérstaklega mörg mál þegar litið er til helgarinnar í heild sinni segir hún svo vera. „Þetta er svona töluvert af líkamsárásum má segja yfir helgina, já,“ segir Þóra. Neyðarlínan, dómsmálaráðuneytið og ríkislögreglustjóri, í samstarfi við lögregluna á landsvísu, fóru í síðustu viku af stað með verkefnið Góða skemmtun, þar sem almenningur er hvattur til að stuðla að ofbeldislausu skemmtanalífi. Segja má að erillinn um helgina sýni fram á mikilvægi þess verkefnis, ekki síst nú þegar Covid er að baki. Rætt var við Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu, um verkefnið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag en innslagið má finna hér fyrir neðan.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira