Tryggvi Snær meðal bestu leikmanna umferðarinnar - Hægt að kjósa þann besta Árni Jóhansson skrifar 2. júlí 2022 12:02 Tryggvi Snær Hlinason á vítalínunni gegn Hollendingum VÍSIR/HULDA MARGRÉT Tryggvi Snær Hlinason átti enn einn stórleikinn fyrir Íslands hönd í sigrinum á Hollandi í gærkvöldi og leiddi hann liðið til sigurs ásamt Elvari Má Friðrikssyni. Tekið var eftir frammistöðunni hjá Tryggva og er hann í hóp með tveimur NBA leikmönnum sem taldir hafa staðið sig best í fimmtu umferð undankeppni HM í körfubolta 2023. Tryggvi Snær skilaði tvöfaldri tvennu í 67-66 sigri Íslendinga á Hollendinum í gær en kappinn skoraði 20 stig og tók 11 fráköst. Að auki varði Tryggvi þrjú skot en alls taldi þetta saman sem 31 framlagspunkt. Tryggva virðist líða vel í Ólafssal en í tvíframlengdum sigurleik á móti Ítalíu í febrúar síðastliðnum átti Tryggvi stórleik þar sem hann tók 34 stig og tók 21 frákast. Heimasíða FIBA velur besta leikmann hverrar umferðar og er Tryggvi Snær einn af fimm leikmönnum sem koma til greina sem sá besti í fimmtu umferð undankeppninnar að þessu sinni. Það eru engir aukvisar sem einnig eru tilnefndir en Slóvenin Luka Doncic og Finni Lauri Markkanen koma einnig til greina. Báðir leika þeir í NBA deildinni en Doncic spilar fyrir Dallas Mavericks og Markkanen fyrir Cleveland Cavaliers. Doncic leiddi lið Slóvena til sigurs gegn nágrönnum þeirra í Króatíu 97-69 og var nærrum því með þrefalda tvennu. Skoraði hann 21 stig, tók átta fráköst og gaf 10 stoðsendingar en Doncic var að snúa aftur í liði Slóvena síðan á Ólympíuleikunum í Tókíó. Sigurinn þýðir að Slóvenar fara áfram í næstu umferð. Markkanen leiddi sína menn frá Finnlandi til sigurs gegn Svíum og lagði mörg lóð á vogarskálarnar til þess en hann skoraði 22 stig, tók 11 fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og stal fjórum boltum. Finnar eru einnig komnir áfram en þeir leika í sama riðli og Slóvenar. Who was the European Qualifiers GameDay 1 MVP? @luka7doncic x @kzs_si M.Ponitka x @KoszKadra A. Vezenkov x Bulgaria @MarkkanenLauri x @basketfinland T.Hlinason x @kkikarfa#FIBAWC x #WinForAll— FIBA Basketball World Cup (@FIBAWC) July 2, 2022 Þá koma þeir Mateusz Ponitka frá Póllandi og Aleksandar Vezenkov frá Búlgaríu einnig til greina sem leikmenn umferðarinnar. Pólverjar unnu Ísrael í framlengdum leik 90-85 og Búlgarir töpuðu fyrir Litháum með tveimur stigum 72-70. Eins og áður segir þá er hægt að kjósa besta leikmann umferðarinnar en það er gert á heimasíðu FIBA. HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir „Satt best að segja þá hafði ég aldrei áhyggjur“ Það mæddi mikið á Tryggva Snæ Hlinasyni í gærkvöld, á báðum endum vallarins, en hann var að öðrum leikmönnum ólöstuðum maður leiksins er Ísland vann Holland í undankeppni HM 2023 í körfubolta. 2. júlí 2022 07:30 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Holland 67-66 | Ótrúleg endurkoma í Ólafssal Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann frábæran sigur á Hollandi er liðin mættust í Ólafssal í undankeppni HM 2023. Holland var 14 stigum yfir í hálfleik en það kom ekki að sök. 1. júlí 2022 23:20 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
Tryggvi Snær skilaði tvöfaldri tvennu í 67-66 sigri Íslendinga á Hollendinum í gær en kappinn skoraði 20 stig og tók 11 fráköst. Að auki varði Tryggvi þrjú skot en alls taldi þetta saman sem 31 framlagspunkt. Tryggva virðist líða vel í Ólafssal en í tvíframlengdum sigurleik á móti Ítalíu í febrúar síðastliðnum átti Tryggvi stórleik þar sem hann tók 34 stig og tók 21 frákast. Heimasíða FIBA velur besta leikmann hverrar umferðar og er Tryggvi Snær einn af fimm leikmönnum sem koma til greina sem sá besti í fimmtu umferð undankeppninnar að þessu sinni. Það eru engir aukvisar sem einnig eru tilnefndir en Slóvenin Luka Doncic og Finni Lauri Markkanen koma einnig til greina. Báðir leika þeir í NBA deildinni en Doncic spilar fyrir Dallas Mavericks og Markkanen fyrir Cleveland Cavaliers. Doncic leiddi lið Slóvena til sigurs gegn nágrönnum þeirra í Króatíu 97-69 og var nærrum því með þrefalda tvennu. Skoraði hann 21 stig, tók átta fráköst og gaf 10 stoðsendingar en Doncic var að snúa aftur í liði Slóvena síðan á Ólympíuleikunum í Tókíó. Sigurinn þýðir að Slóvenar fara áfram í næstu umferð. Markkanen leiddi sína menn frá Finnlandi til sigurs gegn Svíum og lagði mörg lóð á vogarskálarnar til þess en hann skoraði 22 stig, tók 11 fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og stal fjórum boltum. Finnar eru einnig komnir áfram en þeir leika í sama riðli og Slóvenar. Who was the European Qualifiers GameDay 1 MVP? @luka7doncic x @kzs_si M.Ponitka x @KoszKadra A. Vezenkov x Bulgaria @MarkkanenLauri x @basketfinland T.Hlinason x @kkikarfa#FIBAWC x #WinForAll— FIBA Basketball World Cup (@FIBAWC) July 2, 2022 Þá koma þeir Mateusz Ponitka frá Póllandi og Aleksandar Vezenkov frá Búlgaríu einnig til greina sem leikmenn umferðarinnar. Pólverjar unnu Ísrael í framlengdum leik 90-85 og Búlgarir töpuðu fyrir Litháum með tveimur stigum 72-70. Eins og áður segir þá er hægt að kjósa besta leikmann umferðarinnar en það er gert á heimasíðu FIBA.
HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir „Satt best að segja þá hafði ég aldrei áhyggjur“ Það mæddi mikið á Tryggva Snæ Hlinasyni í gærkvöld, á báðum endum vallarins, en hann var að öðrum leikmönnum ólöstuðum maður leiksins er Ísland vann Holland í undankeppni HM 2023 í körfubolta. 2. júlí 2022 07:30 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Holland 67-66 | Ótrúleg endurkoma í Ólafssal Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann frábæran sigur á Hollandi er liðin mættust í Ólafssal í undankeppni HM 2023. Holland var 14 stigum yfir í hálfleik en það kom ekki að sök. 1. júlí 2022 23:20 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
„Satt best að segja þá hafði ég aldrei áhyggjur“ Það mæddi mikið á Tryggva Snæ Hlinasyni í gærkvöld, á báðum endum vallarins, en hann var að öðrum leikmönnum ólöstuðum maður leiksins er Ísland vann Holland í undankeppni HM 2023 í körfubolta. 2. júlí 2022 07:30
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Holland 67-66 | Ótrúleg endurkoma í Ólafssal Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann frábæran sigur á Hollandi er liðin mættust í Ólafssal í undankeppni HM 2023. Holland var 14 stigum yfir í hálfleik en það kom ekki að sök. 1. júlí 2022 23:20