Telja að bakslag hafi orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. júní 2022 20:00 Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður og Ingileif Friðriksdóttir stofnandi Hinseginsleikans á Austurvelli í dag. Vísir/Berghildur Sýnileikinn er sterkasta vopnið var yfirskrift samstöðufundar hinsegin fólks vegna hryðjuverkaárásarinnar í Osló sem haldinn var á Austurvelli í dag. Talsmenn fundarins telja að bakslag hafi orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks. Fundurinn hófst með mínútu þögn af virðingu við fórnarlöm árásarinnar í Osló þar sem tveir létust og 21 særðist. „Við erum að hingað komin til að sýna frændum okkar í Noregi samstöðu og samhug í verki vegna þessa hræðilega atburðar í Osló,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður. Páll söng nokkur lög á fundinum meðal annars hið sívinsæla dag Allt fyrir ástina. „Út með hatrið, inn með ástina, þótt ég verði að syngja þetta lag, þótt ég verði 86 ára gömul drottning upp á einhverjum trukk þá bara réttu mér míkrafón. Það er nefnilega auðséð á þessum atburði í síðustu viku að þessi barátta milli haturs og kærleika og fáfræði og kunnáttu lýkur aldrei,“ segir Páll. Ingileif Friðriksdóttir stofnandi Hinseginleikans telur að bakslag hafi orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks. „Því miður hefur orðið rosalegt bakslag, ekki bara í Bandaríkjunum eða í Evrópu heldur líka hér heima. Við höfum séð það gegnum samfélagsmiðla og víðar. Þetta er m.a. að ná til ungmenna sem eru að verða fyrir ofbeldi. Þetta er að verða mjög alvarlegt og við sjáum hvað þetta er nálægt okkur,“ segir Ingileif. Krafan er að fræðsla um réttindi hinsegin fólks verði efld. „Við krefjumst þess að hinsegin fræðsla verði efld á öllum stigum samfélagsins. Í skólum, hjá sveitarfélögum og stjórnvöldum. Því við vitum að fordómar byggjast fyrst og fremst á fáfræði,“ segir Ingileif. Hinsegin Jafnréttismál Reykjavík Skotárás við London Pub í Osló Tengdar fréttir Þúsundir söfnuðust saman í Osló þvert á tilmæli lögreglu Þúsundir hunsuðu viðvaranir lögreglu í Osló í gær og komu saman við ráðhús borgarinnar til að mótmæla ofbeldi gegn hinsegin fólki og til að minnast þeirra sem létust í hryðjuverkaárás við hinsegin skemmtistað á laugardag. 28. júní 2022 08:07 Rannsaka skotárásina í Osló sem mögulegt hryðjuverk Norska lögreglan segist rannsaka hvort að mannskæð skotárás við skemmtistað hinsegin fólks í miðborg Oslóar í nótt hafi verið hryðjuverkaárás. Gleðigöngu Oslóar sem átti að fara fram í dag hefur verið aflýst vegna árásarinnar. 25. júní 2022 07:50 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Fundurinn hófst með mínútu þögn af virðingu við fórnarlöm árásarinnar í Osló þar sem tveir létust og 21 særðist. „Við erum að hingað komin til að sýna frændum okkar í Noregi samstöðu og samhug í verki vegna þessa hræðilega atburðar í Osló,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður. Páll söng nokkur lög á fundinum meðal annars hið sívinsæla dag Allt fyrir ástina. „Út með hatrið, inn með ástina, þótt ég verði að syngja þetta lag, þótt ég verði 86 ára gömul drottning upp á einhverjum trukk þá bara réttu mér míkrafón. Það er nefnilega auðséð á þessum atburði í síðustu viku að þessi barátta milli haturs og kærleika og fáfræði og kunnáttu lýkur aldrei,“ segir Páll. Ingileif Friðriksdóttir stofnandi Hinseginleikans telur að bakslag hafi orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks. „Því miður hefur orðið rosalegt bakslag, ekki bara í Bandaríkjunum eða í Evrópu heldur líka hér heima. Við höfum séð það gegnum samfélagsmiðla og víðar. Þetta er m.a. að ná til ungmenna sem eru að verða fyrir ofbeldi. Þetta er að verða mjög alvarlegt og við sjáum hvað þetta er nálægt okkur,“ segir Ingileif. Krafan er að fræðsla um réttindi hinsegin fólks verði efld. „Við krefjumst þess að hinsegin fræðsla verði efld á öllum stigum samfélagsins. Í skólum, hjá sveitarfélögum og stjórnvöldum. Því við vitum að fordómar byggjast fyrst og fremst á fáfræði,“ segir Ingileif.
Hinsegin Jafnréttismál Reykjavík Skotárás við London Pub í Osló Tengdar fréttir Þúsundir söfnuðust saman í Osló þvert á tilmæli lögreglu Þúsundir hunsuðu viðvaranir lögreglu í Osló í gær og komu saman við ráðhús borgarinnar til að mótmæla ofbeldi gegn hinsegin fólki og til að minnast þeirra sem létust í hryðjuverkaárás við hinsegin skemmtistað á laugardag. 28. júní 2022 08:07 Rannsaka skotárásina í Osló sem mögulegt hryðjuverk Norska lögreglan segist rannsaka hvort að mannskæð skotárás við skemmtistað hinsegin fólks í miðborg Oslóar í nótt hafi verið hryðjuverkaárás. Gleðigöngu Oslóar sem átti að fara fram í dag hefur verið aflýst vegna árásarinnar. 25. júní 2022 07:50 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Þúsundir söfnuðust saman í Osló þvert á tilmæli lögreglu Þúsundir hunsuðu viðvaranir lögreglu í Osló í gær og komu saman við ráðhús borgarinnar til að mótmæla ofbeldi gegn hinsegin fólki og til að minnast þeirra sem létust í hryðjuverkaárás við hinsegin skemmtistað á laugardag. 28. júní 2022 08:07
Rannsaka skotárásina í Osló sem mögulegt hryðjuverk Norska lögreglan segist rannsaka hvort að mannskæð skotárás við skemmtistað hinsegin fólks í miðborg Oslóar í nótt hafi verið hryðjuverkaárás. Gleðigöngu Oslóar sem átti að fara fram í dag hefur verið aflýst vegna árásarinnar. 25. júní 2022 07:50