Hækka frístundastyrk um helming Árni Sæberg skrifar 30. júní 2022 13:29 Einar Þorsteinsson er formaður borgarráðs og staðgengill borgarstjórans Dags B. Eggertssonar um þessar mundir. Vísir/Vilhelm Borgarráð hefur samþykkt að hækka frístundastyrk í 75 þúsund krónur fyrir hvert barn þann 1. janúar 2023. Sex til átján ára börn og unglingar með lögheimili í Reykjavík munu eiga rétt á 75 þúsund króna styrk til íþrótta-, lista- og tómstundastarfs frá og með næstu áramótum. Samþykkt borgarráðs byggir á tillögu menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs sem samþykkt var í því ráði síðastliðinn mánudag og er í samræmi við ákvæði í meirihlutasáttmála Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar auk þess sem fleiri flokkar í borgarstjórn hafa kynnt sambærileg áform, að því er segir í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar. Vonast til að auka þátttöku barna í frístundum Í tilkynningu segir að markmiðið með hækkun frístundastyrksins að þessu sinni sé að auka enn frekar þátttöku barna í virkum frístundum í borginni. Styrkurinn sé samfélagsverkefni sem hafi það að markmiði að tryggja að opinber stuðningur skili sér sem best og nýtist vel þeim sem vegna efnahags eða félagslegra aðstæða eiga ekki jafn auðvelt og aðrir að taka þátt í skipulögðu frítímastarfi. Þá sé hann einnig liður í lýðheilsustefnu borgarinnar, með honum séu skapað umhverfi og aðstæður sem auka jöfnuð heilsu og hamingju barna. Hækkunin kostar 443 milljónir króna Frístundastyrkur Reykjavíkurborgar hefur verið fimmtíu þúsund krónur frá 1. janúar 2017. Helmingshækkunin nú kostar borgina 443 milljónir króna. Ætlun borgarinnar er að hækkunin renni fyrst og fremst til barnafjölskyldna. Í tilkynningu segir að Íþróttabandalag Reykjavíkur muni hér eftir sem hingað til fylgjast með þátttökugjöldum félaga sinna og gæta þessa að iðkendagjöld þróist í takt við almennt verðlag þannig að hækkun frístundastyrksins renni fyrst og fremst til barnafjölskyldna í borginni. Börn og uppeldi Reykjavík Borgarstjórn Íþróttir barna Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Sex til átján ára börn og unglingar með lögheimili í Reykjavík munu eiga rétt á 75 þúsund króna styrk til íþrótta-, lista- og tómstundastarfs frá og með næstu áramótum. Samþykkt borgarráðs byggir á tillögu menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs sem samþykkt var í því ráði síðastliðinn mánudag og er í samræmi við ákvæði í meirihlutasáttmála Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar auk þess sem fleiri flokkar í borgarstjórn hafa kynnt sambærileg áform, að því er segir í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar. Vonast til að auka þátttöku barna í frístundum Í tilkynningu segir að markmiðið með hækkun frístundastyrksins að þessu sinni sé að auka enn frekar þátttöku barna í virkum frístundum í borginni. Styrkurinn sé samfélagsverkefni sem hafi það að markmiði að tryggja að opinber stuðningur skili sér sem best og nýtist vel þeim sem vegna efnahags eða félagslegra aðstæða eiga ekki jafn auðvelt og aðrir að taka þátt í skipulögðu frítímastarfi. Þá sé hann einnig liður í lýðheilsustefnu borgarinnar, með honum séu skapað umhverfi og aðstæður sem auka jöfnuð heilsu og hamingju barna. Hækkunin kostar 443 milljónir króna Frístundastyrkur Reykjavíkurborgar hefur verið fimmtíu þúsund krónur frá 1. janúar 2017. Helmingshækkunin nú kostar borgina 443 milljónir króna. Ætlun borgarinnar er að hækkunin renni fyrst og fremst til barnafjölskyldna. Í tilkynningu segir að Íþróttabandalag Reykjavíkur muni hér eftir sem hingað til fylgjast með þátttökugjöldum félaga sinna og gæta þessa að iðkendagjöld þróist í takt við almennt verðlag þannig að hækkun frístundastyrksins renni fyrst og fremst til barnafjölskyldna í borginni.
Börn og uppeldi Reykjavík Borgarstjórn Íþróttir barna Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira