Sló út sjálfa Serenu Williams en gerði síðan meðspilara sinn mjög reiða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júní 2022 10:31 Harmony Tan fagnar hér sigri sínum á Serenu Williams á Wimbledon risamótinu í tennis. AP/John Walton Tenniskonan Harmony Tan byrjaði gærdaginn í fréttum eftir að hafa slegið goðsögnina Serena Williams út úr Wimbledon risamótinu en um kvöldið var hún aftur komin í fréttirnar en nú voru fyrirsagnirnar ekki eins skemmtilegar. Leikurinn við Serena Williams var langur og strangur og tók meira en þrjá klukkutíma en úrslitin réðust ekki fyrr en upphækkun í þriðja settinu. Harmony Tan tók í framhaldinu þá ákvörðun að hætta við þátttöku í tvíliðaleiknum aðeins klukkutíma áður en hún og meðspilari hennar, Tamara Korpatsch, áttu að keppa. Harmony Tan surprised and angered her doubles partner, Tamara Korpatsch, by withdrawing with a thigh injury. https://t.co/jZDziI7TG3— USA TODAY Sports (@usatodaysports) June 29, 2022 Tamara Korpatsch var mjög ósátt með þetta en hún fékk smáskilaboð frá Tan um að hún treysti sér ekki til að spila. „Hún sendi mér skilaboð um þetta í morgun. Hún lét mig bíða hér þar til klukkutíma fyrir leikinn. Ég er mjög leið, vonsvikin en líka mjög reið að ég fái ekki tækifæri til að spila minn fyrsta tvíliðaleik á risamóti. Þetta er ekki sanngjarnt fyrir mig,“ skrifaði Tamara Korpatsch á samfélagsmiðlum sínum. „Ég átti þetta ekki skilið. Hún spurði mig fyrir mótið hvort ég vildi spila með henni og ég sagði já. Ég spurði ekki hana, heldur spurði hún mig. Ef þú ert búinn á því eftir þriggja klukkutíma leik daginn áður þá getur þú ekki verið atvinnumaður. Það er mín skoðun,“ skrifaði Tamara. It's fair to say Harmony Tan's doubles partner Tamara Korpatsch is not happy! #BBCTennis #Wimbledon— BBC Sport (@BBCSport) June 29, 2022 „Fyrirgefið en ég hef spilað í sex og hálfan klukkutíma einn daginn og svo einliðaleik daginn eftir,“ skrifaði Tamara. Harmony Tan mætir hinni spænsku Söru Sorribes Tormo í næstu umferð einliðaleiksins. Tan er í 115. sæti heimslistans en Tormo er í 32. sæti. Tennis Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
Leikurinn við Serena Williams var langur og strangur og tók meira en þrjá klukkutíma en úrslitin réðust ekki fyrr en upphækkun í þriðja settinu. Harmony Tan tók í framhaldinu þá ákvörðun að hætta við þátttöku í tvíliðaleiknum aðeins klukkutíma áður en hún og meðspilari hennar, Tamara Korpatsch, áttu að keppa. Harmony Tan surprised and angered her doubles partner, Tamara Korpatsch, by withdrawing with a thigh injury. https://t.co/jZDziI7TG3— USA TODAY Sports (@usatodaysports) June 29, 2022 Tamara Korpatsch var mjög ósátt með þetta en hún fékk smáskilaboð frá Tan um að hún treysti sér ekki til að spila. „Hún sendi mér skilaboð um þetta í morgun. Hún lét mig bíða hér þar til klukkutíma fyrir leikinn. Ég er mjög leið, vonsvikin en líka mjög reið að ég fái ekki tækifæri til að spila minn fyrsta tvíliðaleik á risamóti. Þetta er ekki sanngjarnt fyrir mig,“ skrifaði Tamara Korpatsch á samfélagsmiðlum sínum. „Ég átti þetta ekki skilið. Hún spurði mig fyrir mótið hvort ég vildi spila með henni og ég sagði já. Ég spurði ekki hana, heldur spurði hún mig. Ef þú ert búinn á því eftir þriggja klukkutíma leik daginn áður þá getur þú ekki verið atvinnumaður. Það er mín skoðun,“ skrifaði Tamara. It's fair to say Harmony Tan's doubles partner Tamara Korpatsch is not happy! #BBCTennis #Wimbledon— BBC Sport (@BBCSport) June 29, 2022 „Fyrirgefið en ég hef spilað í sex og hálfan klukkutíma einn daginn og svo einliðaleik daginn eftir,“ skrifaði Tamara. Harmony Tan mætir hinni spænsku Söru Sorribes Tormo í næstu umferð einliðaleiksins. Tan er í 115. sæti heimslistans en Tormo er í 32. sæti.
Tennis Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins