Kærði Heimkaup til lögreglu vegna netverslunar Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. júní 2022 23:02 Þingmaður Sjálfstæðisflokks kallar eftir breytingum á lögum á netverslun áfengis, forstjóri Heimkaupa er ánægður að verslunin sé byrjuð að selja áfengi en formaður samtaka gegn áfengisauglýsingum segir netverslun áfengis ólöglega. Samsett mynd Heimkaup hófu í dag netsölu áfengis fyrst stórmarkaða. Þingmaður Sjálfstæðisflokks telur óskýran lagaramma í kringum netsölu áfengis skapa skakka stöðu á samkeppnismarkaði. Formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum segir áfengissölu Heimkaupa ólöglega og því hafi hann kært fyrirtækið til lögreglu. Pálmi Jónsson, forstjóri Heimkaupa, er ánægur að verslunin skuli stíga það skref að hefja netverslun áfengis.Vísir/Ívar Með tilkomu netverslanna undanfarin ár hefur orðið mikil breyting á sölu áfengis og í dag hófu Heimkaup fyrst stórmarkaða netverslun á áfengi. Að sögn Pálma Jónssonar, forstjóra Heimkaupa, hafa viðskiptavinir tekið vel í breytinguna en Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, segir áfengissölu Heimkaupa lögbrot. Til að mega selja áfengi verða fyrirtæki að vera skráð erlendis enda mega íslensk fyrirtæki ekki selja áfengi samkvæmt lögum. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur óskýran lagaramma í kringum netsölu með áfengi skapa skakka stöðu á samkeppnismarkaði og það sé ríkur vilji á þingi til að breyta honum. Fyrirtæki verði að vera skráð erlendis til að selja áfengi „Við teljum að þetta sé ánægjulegt skref í þeirri þróun sem við viljum fara með þessa hluti,“ sagði Pálmi Jónsson, forstjóri Heimkaupa, í viðtali á Stöð 2 í dag. Hann sagði fyrirtækið hafa fengið góð viðbrögð við netsölunni það sem af væri degi og að fyrirtækið væri sátt með söluna á þessum fyrsta degi netverslunarinnar. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem lagði fram frumvarp um að heimila netsölu með áfengi á Íslandi segir lagaumhverfið í dag skapa skakka stöðu á samkeppnismarkaði. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur ríkan vilja á þingi til að breyta óskýrum lagaramma í kringum netsölu áfengis.Vísir/Ívar „Ég ítreka að ástæðan fyrir frumvarpinu sem ég lagði fram var til þess að jafna samkeppnisgrundvöll. Auðvitað kemur ekki á óvart að þeir aðilar sem hafa innviði til þess að hafa netverslun yfir höfuð finni sér þessar leiðir og það er búið að liggja fyrir lengi. Þannig að þetta er auðvitað ástand sem mun ekkert hverfa,“ sagði Hildur. Þrátt fyrir að frumvarp Hildar hafi ekki fengið meðferð fyrir þinglok telur Hildur ríkan vilja á þinginu til að breyta lögunum. „Ég held að smám saman sjái fólk kannski að frjálsari verslun með áfengi sé kannski ekki jafn mikil grýla hefur verið látið að liggja í áratugi.“ Salan ólögleg þó hún sé í gegnum netverslun Ekki eru þó allir sáttir með nýtilkomna netverslun áfengis. Árni Guðmundsson, formaður foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, hefur áhyggjur af auknu aðgengi að áfengi og segir sölu Heimkaupa þar að auki brjóta í bága við lög. „Þetta er algjörlega ólögleg sala og í raun og veru undarlegt að ekki sé brugðist við því með neinum hætti,“ sagði Árni um áfengissölu Heimkaupa í viðtali við Stöð 2. Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, sagði ljóst að netverslun væri, rétt eins og venjuleg verslun, ólögleg samkvæmt lögum.Vísir/Ívar Hann sagði einnig að í dag væri enginn munur á vefverslun og venjulegri verslun og því væri þetta „áfengissala í sinni tærustu mynd og ólögleg sem slík samkvæmt lögum um áfengismál.“ Þá greindi Árni frá því að í morgun hefði hann séð aukna hreyfingu á vef Foreldrasamtakanna og hefði hann þá strax grunað að eitthvað væri á seyði. „Svo sé ég yfirlýsingu um að einhver tiltekinn aðili hafi ætlað að fremja lögbrot, hann segir það í blaði, forstöðumaður fyrirtækisins, að hann ætli að selja áfengi, sem er ólöglegt. Fyrir hönd samtakanna, sjálfs míns og allra almennra borgara fannst mér sjálfsagt að benda lögreglunni á að ég hafi verið vitni að því að maður ætlaði að fremja lögbrot þannig að við kærðum þetta til lögreglunnar og gerum ráð fyrir því að hún grípi til viðeigandi ráðstafana.“ Aðspurður hvort salan væri ólögleg í ljósi þess að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi vísaði máli frá um netverslun áfengis sagði hann það alveg ljóst. „Héraðsdómur tók aldrei á efnisatriðum málsins, sem eru sölufyrirkomulagið. Þetta var tæknileg frávísun og undarlegt að þetta hafi verið tekið úr dómi. Þetta er í mínum huga algjörlega skýrt og hvet fólk til að lesa áfengislögin,“ sagði Árni. Áfengi og tóbak Verslun Börn og uppeldi Netverslun með áfengi Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Pálmi Jónsson, forstjóri Heimkaupa, er ánægur að verslunin skuli stíga það skref að hefja netverslun áfengis.Vísir/Ívar Með tilkomu netverslanna undanfarin ár hefur orðið mikil breyting á sölu áfengis og í dag hófu Heimkaup fyrst stórmarkaða netverslun á áfengi. Að sögn Pálma Jónssonar, forstjóra Heimkaupa, hafa viðskiptavinir tekið vel í breytinguna en Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, segir áfengissölu Heimkaupa lögbrot. Til að mega selja áfengi verða fyrirtæki að vera skráð erlendis enda mega íslensk fyrirtæki ekki selja áfengi samkvæmt lögum. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur óskýran lagaramma í kringum netsölu með áfengi skapa skakka stöðu á samkeppnismarkaði og það sé ríkur vilji á þingi til að breyta honum. Fyrirtæki verði að vera skráð erlendis til að selja áfengi „Við teljum að þetta sé ánægjulegt skref í þeirri þróun sem við viljum fara með þessa hluti,“ sagði Pálmi Jónsson, forstjóri Heimkaupa, í viðtali á Stöð 2 í dag. Hann sagði fyrirtækið hafa fengið góð viðbrögð við netsölunni það sem af væri degi og að fyrirtækið væri sátt með söluna á þessum fyrsta degi netverslunarinnar. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem lagði fram frumvarp um að heimila netsölu með áfengi á Íslandi segir lagaumhverfið í dag skapa skakka stöðu á samkeppnismarkaði. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur ríkan vilja á þingi til að breyta óskýrum lagaramma í kringum netsölu áfengis.Vísir/Ívar „Ég ítreka að ástæðan fyrir frumvarpinu sem ég lagði fram var til þess að jafna samkeppnisgrundvöll. Auðvitað kemur ekki á óvart að þeir aðilar sem hafa innviði til þess að hafa netverslun yfir höfuð finni sér þessar leiðir og það er búið að liggja fyrir lengi. Þannig að þetta er auðvitað ástand sem mun ekkert hverfa,“ sagði Hildur. Þrátt fyrir að frumvarp Hildar hafi ekki fengið meðferð fyrir þinglok telur Hildur ríkan vilja á þinginu til að breyta lögunum. „Ég held að smám saman sjái fólk kannski að frjálsari verslun með áfengi sé kannski ekki jafn mikil grýla hefur verið látið að liggja í áratugi.“ Salan ólögleg þó hún sé í gegnum netverslun Ekki eru þó allir sáttir með nýtilkomna netverslun áfengis. Árni Guðmundsson, formaður foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, hefur áhyggjur af auknu aðgengi að áfengi og segir sölu Heimkaupa þar að auki brjóta í bága við lög. „Þetta er algjörlega ólögleg sala og í raun og veru undarlegt að ekki sé brugðist við því með neinum hætti,“ sagði Árni um áfengissölu Heimkaupa í viðtali við Stöð 2. Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, sagði ljóst að netverslun væri, rétt eins og venjuleg verslun, ólögleg samkvæmt lögum.Vísir/Ívar Hann sagði einnig að í dag væri enginn munur á vefverslun og venjulegri verslun og því væri þetta „áfengissala í sinni tærustu mynd og ólögleg sem slík samkvæmt lögum um áfengismál.“ Þá greindi Árni frá því að í morgun hefði hann séð aukna hreyfingu á vef Foreldrasamtakanna og hefði hann þá strax grunað að eitthvað væri á seyði. „Svo sé ég yfirlýsingu um að einhver tiltekinn aðili hafi ætlað að fremja lögbrot, hann segir það í blaði, forstöðumaður fyrirtækisins, að hann ætli að selja áfengi, sem er ólöglegt. Fyrir hönd samtakanna, sjálfs míns og allra almennra borgara fannst mér sjálfsagt að benda lögreglunni á að ég hafi verið vitni að því að maður ætlaði að fremja lögbrot þannig að við kærðum þetta til lögreglunnar og gerum ráð fyrir því að hún grípi til viðeigandi ráðstafana.“ Aðspurður hvort salan væri ólögleg í ljósi þess að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi vísaði máli frá um netverslun áfengis sagði hann það alveg ljóst. „Héraðsdómur tók aldrei á efnisatriðum málsins, sem eru sölufyrirkomulagið. Þetta var tæknileg frávísun og undarlegt að þetta hafi verið tekið úr dómi. Þetta er í mínum huga algjörlega skýrt og hvet fólk til að lesa áfengislögin,“ sagði Árni.
Áfengi og tóbak Verslun Börn og uppeldi Netverslun með áfengi Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira