Bergmál úr fortíðinni Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 30. júní 2022 08:01 Allt frá upphafi Úkraínustríðsins þegar Rússland þverbraut alþjóðalög enn á ný og réðist inn í Úkraínu, hafa þingmenn og stjórnvöld verið einhuga um algjöra samstöðu með Úkraínu og með öðrum lýðræðisríkjum. Það er jákvætt enda eiga fáar þjóðir meira undir því en við Íslendingar að brot á alþjóðalögum séu ekki liðin. Á þeim tíma sem liðinn er frá innrásinni hafa úrtöluraddir og samúð með rússneskum stjórnvöldum sem betur fer farið mjög lágt hér á landi. Íslendingar hafa sent skýr skilaboð um að við stöndum með Austur-Evrópuþjóðum sem hafa hallað sér að Vesturlöndum og stutt við málstað þeirra með öllum tiltækum ráðum. Síðastliðinn mánudag ritaði fyrrum þingmaður og ráðherra, Hjörleifur Guttormsson, hins vegar grein í Morgunblaðið þar sem kvað að hluta við gamalkunnan tón. Þar kennir hann m.a. „viðskiptabann[i] Vesturlanda gegn Rússlandi og tundurduflagirðing[um] Úkraínumanna“ um yfirvofandi hungursneyð vegna skorts á matvælum. Um samskipti Rússa við nágrannalöndin vísar greinarhöfundur til þess að þau hafi „löngum verið hluti af flókinni sögu og ættu því átök á þessum slóðum ekki að koma mönnum í opna skjöldu.“ Honum virðist þykja það umræðuhæf og gerleg „fórn“ að Úkraínumenn gefi eftir héruð í austurhluta Úkraínu auk Krímskaga, enda njóti slík niðurstaða „stuðnings hluta íbúa þessara svæða“ og væri til þess fallin að „koma á friðarsamningi við Rússland.“ – Hvað dugði Hitler í friðarkaupasamningum? Pútín hefur sjálfur nefnt þau lönd sem hann telur tilheyra Rússlandi. Trúir Hjörleifur ekki Pútín? Hvaða erindi átti setningin „Þar við bætist það mat margra sérfróðra á viðskiptalífi Úkraínu, að leitun sé að spilltara efnahagskerfi en þarlendis.“ Það er alkunna að spilling í Úkraínu hefur farið hratt minnkandi undir núverandi stjórn og Rússland er t.a.m. mun spilltara land en Úkraína, sbr. m.a. lista Transparency International. Svona skrif er því ekki hægt að láta óátalin. Eftir innlimun Rússlands á Krímskaga 2014 voru svona viðhorf og meðvirkni með Pútín útbreiddari en þau eru í dag. Leiðtogar helstu forysturíkja ESB gerðust m.a. sekir um alvarlegan dómgreindarbrest með samskiptum sínum við rússnesk stjórnvöld þannig að Evrópu varð háð Rússum. Aðgerðir Pútíns síðan þá, heimsvaldagræðgi hans og grimmd, hafa í það minnsta hreyft við flestum frjálshuga mönnum sem sjá að það eina sem stöðvar Pútín er hervald og öflugur fælingarmáttur. Þeir átta sig á því að aftur er árið 1938 í Evrópu og skella ekki við skollaeyrum. Og loka ekki augunum fyrir því að árið 1939 gæti endurtekið sig. Hjörleifur ætti að líta til sögunnar. Samstaða Vesturlanda og sú staðreynd að enn fjölgar í hópi þeirra ríkja sem velja vestrænt lýðræði og mannréttindi umfram sósíalismann er e.t.v. enn of stór biti fyrir einhverja að kyngja. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Rússland Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Allt frá upphafi Úkraínustríðsins þegar Rússland þverbraut alþjóðalög enn á ný og réðist inn í Úkraínu, hafa þingmenn og stjórnvöld verið einhuga um algjöra samstöðu með Úkraínu og með öðrum lýðræðisríkjum. Það er jákvætt enda eiga fáar þjóðir meira undir því en við Íslendingar að brot á alþjóðalögum séu ekki liðin. Á þeim tíma sem liðinn er frá innrásinni hafa úrtöluraddir og samúð með rússneskum stjórnvöldum sem betur fer farið mjög lágt hér á landi. Íslendingar hafa sent skýr skilaboð um að við stöndum með Austur-Evrópuþjóðum sem hafa hallað sér að Vesturlöndum og stutt við málstað þeirra með öllum tiltækum ráðum. Síðastliðinn mánudag ritaði fyrrum þingmaður og ráðherra, Hjörleifur Guttormsson, hins vegar grein í Morgunblaðið þar sem kvað að hluta við gamalkunnan tón. Þar kennir hann m.a. „viðskiptabann[i] Vesturlanda gegn Rússlandi og tundurduflagirðing[um] Úkraínumanna“ um yfirvofandi hungursneyð vegna skorts á matvælum. Um samskipti Rússa við nágrannalöndin vísar greinarhöfundur til þess að þau hafi „löngum verið hluti af flókinni sögu og ættu því átök á þessum slóðum ekki að koma mönnum í opna skjöldu.“ Honum virðist þykja það umræðuhæf og gerleg „fórn“ að Úkraínumenn gefi eftir héruð í austurhluta Úkraínu auk Krímskaga, enda njóti slík niðurstaða „stuðnings hluta íbúa þessara svæða“ og væri til þess fallin að „koma á friðarsamningi við Rússland.“ – Hvað dugði Hitler í friðarkaupasamningum? Pútín hefur sjálfur nefnt þau lönd sem hann telur tilheyra Rússlandi. Trúir Hjörleifur ekki Pútín? Hvaða erindi átti setningin „Þar við bætist það mat margra sérfróðra á viðskiptalífi Úkraínu, að leitun sé að spilltara efnahagskerfi en þarlendis.“ Það er alkunna að spilling í Úkraínu hefur farið hratt minnkandi undir núverandi stjórn og Rússland er t.a.m. mun spilltara land en Úkraína, sbr. m.a. lista Transparency International. Svona skrif er því ekki hægt að láta óátalin. Eftir innlimun Rússlands á Krímskaga 2014 voru svona viðhorf og meðvirkni með Pútín útbreiddari en þau eru í dag. Leiðtogar helstu forysturíkja ESB gerðust m.a. sekir um alvarlegan dómgreindarbrest með samskiptum sínum við rússnesk stjórnvöld þannig að Evrópu varð háð Rússum. Aðgerðir Pútíns síðan þá, heimsvaldagræðgi hans og grimmd, hafa í það minnsta hreyft við flestum frjálshuga mönnum sem sjá að það eina sem stöðvar Pútín er hervald og öflugur fælingarmáttur. Þeir átta sig á því að aftur er árið 1938 í Evrópu og skella ekki við skollaeyrum. Og loka ekki augunum fyrir því að árið 1939 gæti endurtekið sig. Hjörleifur ætti að líta til sögunnar. Samstaða Vesturlanda og sú staðreynd að enn fjölgar í hópi þeirra ríkja sem velja vestrænt lýðræði og mannréttindi umfram sósíalismann er e.t.v. enn of stór biti fyrir einhverja að kyngja. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun