Íslandsmeistarinn í ólympískri þríþraut með hálft lunga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2022 09:05 Katrín Pálsdóttir með verðlaun sín eftir að hafa unnið Íslandsmótið í ólympískri þríþraut sem fór fram á Laugarvatni. Instagram/@katapals Katrín Pálsdóttir er ein fremsta þríþrautarkona landsins og vann Íslandsmeistaratitilinn í ólympískri þríþraut um helgina en það vita færri að eftirmál veikinda hennar ættu að öllu eðlilegu að gera henni mjög erfitt fyrir í slíkri keppni. Þríþraut er mjög krefjandi íþrótt en í keppni helgarinnar á Laugarvatni þá synti hún 1,5 kílómetra, hjólaði 45 kílómetra og hljóp 10 kílómetra. Katrín segir frá því í viðtali við Fréttablaðið í dag að hún er að ná þessum árangri eftir að hafa sigrast á sjaldgæfu lungnakrabbameini árið 2019. Katrín er vegna veikindanna aðeins með heilt lunga vinstra megin en hálft hægra megin. View this post on Instagram A post shared by Kata - Katrin Palsdottir (@katapals) „Árið 2019 fékk ég krabbameinið sem Tómas (Guðbjartsson, Lækna-Tómas) skar í burtu en þrátt fyrir það fór ég fimm vikum síðar í hálfan Járnkall í Indónesíu og náði góðum tíma,“ segir Katrín í viðtalinu við Fréttablaðið. Katrín kvartar ekki þrátt fyrir að vanta hálft lunga og vera að keppa í þessari miklu þolgrein. „Ég varð aldrei veik í hausnum þannig að ég spáði aldrei neitt mikið í þessu. Ég hélt bara áfram að æfa og er almennt ekkert að velta þessu fyrir mér. Ég get ekki breytt neinu þannig að ég er frekar í gleðinni,“ sagði Katrín í viðtalinu sem má sjá allt hér. Katrín starfar sem fjármálastjóri hjá Bolungarvíkurkaupstað og æfir tvisvar á dag, fyrir vinnu og svo seinni partinn eftir að skyldustörfum lýkur. Hún er strax mætt í aðra keppni því í dag hefst Örnu-hjólreiðakeppnin þar sem hjólaðir eru heilir 960 kílómetrar um Vestfirði og þar er Katrín meðal keppenda. View this post on Instagram A post shared by Kata - Katrin Palsdottir (@katapals) Þríþraut Tengdar fréttir Katrín kláraði hálfan Járnkarl sjö vikum eftir að hálft lungað var fjarlægt Vinur hennar fann krabbamein í hægra lunga en hún hafði fundið fyrir veikindum eftir keppnir en hélt hún hefði ofreynt sig. 26. ágúst 2019 10:30 Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Sjá meira
Þríþraut er mjög krefjandi íþrótt en í keppni helgarinnar á Laugarvatni þá synti hún 1,5 kílómetra, hjólaði 45 kílómetra og hljóp 10 kílómetra. Katrín segir frá því í viðtali við Fréttablaðið í dag að hún er að ná þessum árangri eftir að hafa sigrast á sjaldgæfu lungnakrabbameini árið 2019. Katrín er vegna veikindanna aðeins með heilt lunga vinstra megin en hálft hægra megin. View this post on Instagram A post shared by Kata - Katrin Palsdottir (@katapals) „Árið 2019 fékk ég krabbameinið sem Tómas (Guðbjartsson, Lækna-Tómas) skar í burtu en þrátt fyrir það fór ég fimm vikum síðar í hálfan Járnkall í Indónesíu og náði góðum tíma,“ segir Katrín í viðtalinu við Fréttablaðið. Katrín kvartar ekki þrátt fyrir að vanta hálft lunga og vera að keppa í þessari miklu þolgrein. „Ég varð aldrei veik í hausnum þannig að ég spáði aldrei neitt mikið í þessu. Ég hélt bara áfram að æfa og er almennt ekkert að velta þessu fyrir mér. Ég get ekki breytt neinu þannig að ég er frekar í gleðinni,“ sagði Katrín í viðtalinu sem má sjá allt hér. Katrín starfar sem fjármálastjóri hjá Bolungarvíkurkaupstað og æfir tvisvar á dag, fyrir vinnu og svo seinni partinn eftir að skyldustörfum lýkur. Hún er strax mætt í aðra keppni því í dag hefst Örnu-hjólreiðakeppnin þar sem hjólaðir eru heilir 960 kílómetrar um Vestfirði og þar er Katrín meðal keppenda. View this post on Instagram A post shared by Kata - Katrin Palsdottir (@katapals)
Þríþraut Tengdar fréttir Katrín kláraði hálfan Járnkarl sjö vikum eftir að hálft lungað var fjarlægt Vinur hennar fann krabbamein í hægra lunga en hún hafði fundið fyrir veikindum eftir keppnir en hélt hún hefði ofreynt sig. 26. ágúst 2019 10:30 Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Sjá meira
Katrín kláraði hálfan Járnkarl sjö vikum eftir að hálft lungað var fjarlægt Vinur hennar fann krabbamein í hægra lunga en hún hafði fundið fyrir veikindum eftir keppnir en hélt hún hefði ofreynt sig. 26. ágúst 2019 10:30