Grænt ljós á aðvörunarljós í Reynisfjöru sem fara upp á næstunni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. júní 2022 14:24 Reynisfjara er ægifögur, en getur reynst hættuleg. Vísir/Vilhelm Unnið er að því að setja upp aðvörunarljós í Reynisfjöru. Reiknað er með því að ljósin verði kominn upp í næsta mánuði. Greint var frá þessu á vef RÚV í dag. Í samtali við Vísi segir Fannar Gíslason, forstöðumaður hafnadeildar Vegagerðarinnar að verið sé að vinna í því að koma skilti með aðvörunarljósunum upp. Vilji sé fyrir því að það gerist sem fyrst. Umræða um öryggi ferðamanna í Reynisfjöru blossar reglulega upp, nú vegna banaslyss sem þar varð á dögunum þegar erlendur ferðamaður lést eftir að alda hreif hann út í sjóinn. Alls hafa tólf alvarleg útköll borist vegna Reynisfjöru frá árinu 2014, þar af hafa fimm látist. Lengi hefur verið talað fyrir því að koma upp viðvörunarkerfi við fjöruna, og nú hyllir undir að það verði að veruleika. Eftir banaslysið fyrr í mánuðinum var haldinn samráðsfundur stjórnvalda með landeigendum í Reynisfjöru, þar sem allir sem áttu sæti á fundinum voru sammála um að ljúka ætti uppsetningu viðvörunarkerfis í fjörunni.Þar kemur Vegagerðin inn en árið 2017 fékk stofnunin styrk til að útbúa spálíkan um ölduhæð í Reynisfjöru, sem aðgengilegt er hér. Stefnt er að því að viðvörunarljósið verði tengt við þetta spálíkan. Litakóðarnir grænt, gult og rautt munu tákna hættuna. Mismunandi ljós eftir mismikilli hættu Að sögn Fannars mun viðvörunarkerfið virka þannig að ef spálíkanið gefur litakóðan grænan þá mun gult viðvörunarljós blikka, litakóðinn gulur gefur stöðugt gult ljós á skiltinu og rautt ljós kemur á skiltinu þegar hættan er talin vera rauð. Sjá má á vefsíðu spákerfisins að hættan í dag og næstu daga er metin blá, sem er með allra minnsta móti. Ölduhæð er með minnsta móti við Reynisfjöru í dag og næstu daga. Sjá má kvarða sem spálíkan Vegagerðarinnar notast við til hægri á myndinni, og viðvörunarljósið við fjöruna mun styðjast við.Vegagerðin Einnig verða settar upp myndavélar sem starfsmenn Vegagerðarinnar geta notað til að kvarða kerfið ef eitthvað gerist sem núverandi spálíkan nær ekki yfir. Þá mun kerfið einnig mögulega þróast eftir því sem reynsla á notkun þess fæst. Þannig segir Fannar að í sumum tilvikum sé mikil sjávarhæð orsök slysa við Reynisfjöru, fremur en mikil ölduhæð, en þá geta öldunar borist upp að klettinum fræga í fjörunni sem er vinsæll ljósmyndastaður. „Kannski í framtíðinni verður það svoleiðis að þegar sjávarhæð er x þá bara kemur rautt,“ segir Fannar. Sem fyrr segir er unnið að því að koma kerfinu upp og standa vonir til þess að það geti verið komið í gagnið í næsta mánuði. Reynisfjara Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Sammála um að ljúka uppsetningu viðvörunarkerfis í Reynisfjöru Samráðsfundur stjórnvalda með landeigendum í Reynisfjöru var haldinn í kvöld. Þeir sem sóttu fundinn voru sammála um að ljúka ætti uppsetningu viðvörunarkerfis í fjörunni. Samráðshópur hefur fengið það verkefni að útbúa tímasetta aðgerðaráætlun til að efla öryggi á svæðinu. 21. júní 2022 21:53 Fylgjast með innlyksa fólki í Reynisfjöru Lögreglu- og björgunarsveitarfólk fylgist nú með tveimur ferðamönnum sem urðu innlyksa í Reynisfjöru á flóði. Búist er við að hægt verði að koma þeim til hjálpar þegar fjarar út í kvöld. 14. júní 2022 19:00 Ferðamenn í sjálfheldu í Reynisfjöru Ferðamenn komust í sjálfheldu í flæðarmálinu í Reynisfjöru í dag, degi eftir að erlendur ferðamaður lést þar. Hópur fólks lenti í öldu í fjörunni en öllum tókst þó að komast aftur á þurrt. 11. júní 2022 15:56 „Ekki boðlegt að fólk sé að deyja þarna við þessar aðstæður“ Erlendur ferðamaður á áttræðisaldri lést í Reynisfjöru í gær. Viðvörunarskilti eru í fjörunni en nokkur banaslys hafa orðið þar á undanförnum árum. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir erfitt að meta hvað annað væri hægt að gera en takmarka aðgengi að fjörunni til að koma í veg fyrir slys. 11. júní 2022 12:30 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Greint var frá þessu á vef RÚV í dag. Í samtali við Vísi segir Fannar Gíslason, forstöðumaður hafnadeildar Vegagerðarinnar að verið sé að vinna í því að koma skilti með aðvörunarljósunum upp. Vilji sé fyrir því að það gerist sem fyrst. Umræða um öryggi ferðamanna í Reynisfjöru blossar reglulega upp, nú vegna banaslyss sem þar varð á dögunum þegar erlendur ferðamaður lést eftir að alda hreif hann út í sjóinn. Alls hafa tólf alvarleg útköll borist vegna Reynisfjöru frá árinu 2014, þar af hafa fimm látist. Lengi hefur verið talað fyrir því að koma upp viðvörunarkerfi við fjöruna, og nú hyllir undir að það verði að veruleika. Eftir banaslysið fyrr í mánuðinum var haldinn samráðsfundur stjórnvalda með landeigendum í Reynisfjöru, þar sem allir sem áttu sæti á fundinum voru sammála um að ljúka ætti uppsetningu viðvörunarkerfis í fjörunni.Þar kemur Vegagerðin inn en árið 2017 fékk stofnunin styrk til að útbúa spálíkan um ölduhæð í Reynisfjöru, sem aðgengilegt er hér. Stefnt er að því að viðvörunarljósið verði tengt við þetta spálíkan. Litakóðarnir grænt, gult og rautt munu tákna hættuna. Mismunandi ljós eftir mismikilli hættu Að sögn Fannars mun viðvörunarkerfið virka þannig að ef spálíkanið gefur litakóðan grænan þá mun gult viðvörunarljós blikka, litakóðinn gulur gefur stöðugt gult ljós á skiltinu og rautt ljós kemur á skiltinu þegar hættan er talin vera rauð. Sjá má á vefsíðu spákerfisins að hættan í dag og næstu daga er metin blá, sem er með allra minnsta móti. Ölduhæð er með minnsta móti við Reynisfjöru í dag og næstu daga. Sjá má kvarða sem spálíkan Vegagerðarinnar notast við til hægri á myndinni, og viðvörunarljósið við fjöruna mun styðjast við.Vegagerðin Einnig verða settar upp myndavélar sem starfsmenn Vegagerðarinnar geta notað til að kvarða kerfið ef eitthvað gerist sem núverandi spálíkan nær ekki yfir. Þá mun kerfið einnig mögulega þróast eftir því sem reynsla á notkun þess fæst. Þannig segir Fannar að í sumum tilvikum sé mikil sjávarhæð orsök slysa við Reynisfjöru, fremur en mikil ölduhæð, en þá geta öldunar borist upp að klettinum fræga í fjörunni sem er vinsæll ljósmyndastaður. „Kannski í framtíðinni verður það svoleiðis að þegar sjávarhæð er x þá bara kemur rautt,“ segir Fannar. Sem fyrr segir er unnið að því að koma kerfinu upp og standa vonir til þess að það geti verið komið í gagnið í næsta mánuði.
Reynisfjara Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Sammála um að ljúka uppsetningu viðvörunarkerfis í Reynisfjöru Samráðsfundur stjórnvalda með landeigendum í Reynisfjöru var haldinn í kvöld. Þeir sem sóttu fundinn voru sammála um að ljúka ætti uppsetningu viðvörunarkerfis í fjörunni. Samráðshópur hefur fengið það verkefni að útbúa tímasetta aðgerðaráætlun til að efla öryggi á svæðinu. 21. júní 2022 21:53 Fylgjast með innlyksa fólki í Reynisfjöru Lögreglu- og björgunarsveitarfólk fylgist nú með tveimur ferðamönnum sem urðu innlyksa í Reynisfjöru á flóði. Búist er við að hægt verði að koma þeim til hjálpar þegar fjarar út í kvöld. 14. júní 2022 19:00 Ferðamenn í sjálfheldu í Reynisfjöru Ferðamenn komust í sjálfheldu í flæðarmálinu í Reynisfjöru í dag, degi eftir að erlendur ferðamaður lést þar. Hópur fólks lenti í öldu í fjörunni en öllum tókst þó að komast aftur á þurrt. 11. júní 2022 15:56 „Ekki boðlegt að fólk sé að deyja þarna við þessar aðstæður“ Erlendur ferðamaður á áttræðisaldri lést í Reynisfjöru í gær. Viðvörunarskilti eru í fjörunni en nokkur banaslys hafa orðið þar á undanförnum árum. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir erfitt að meta hvað annað væri hægt að gera en takmarka aðgengi að fjörunni til að koma í veg fyrir slys. 11. júní 2022 12:30 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Sammála um að ljúka uppsetningu viðvörunarkerfis í Reynisfjöru Samráðsfundur stjórnvalda með landeigendum í Reynisfjöru var haldinn í kvöld. Þeir sem sóttu fundinn voru sammála um að ljúka ætti uppsetningu viðvörunarkerfis í fjörunni. Samráðshópur hefur fengið það verkefni að útbúa tímasetta aðgerðaráætlun til að efla öryggi á svæðinu. 21. júní 2022 21:53
Fylgjast með innlyksa fólki í Reynisfjöru Lögreglu- og björgunarsveitarfólk fylgist nú með tveimur ferðamönnum sem urðu innlyksa í Reynisfjöru á flóði. Búist er við að hægt verði að koma þeim til hjálpar þegar fjarar út í kvöld. 14. júní 2022 19:00
Ferðamenn í sjálfheldu í Reynisfjöru Ferðamenn komust í sjálfheldu í flæðarmálinu í Reynisfjöru í dag, degi eftir að erlendur ferðamaður lést þar. Hópur fólks lenti í öldu í fjörunni en öllum tókst þó að komast aftur á þurrt. 11. júní 2022 15:56
„Ekki boðlegt að fólk sé að deyja þarna við þessar aðstæður“ Erlendur ferðamaður á áttræðisaldri lést í Reynisfjöru í gær. Viðvörunarskilti eru í fjörunni en nokkur banaslys hafa orðið þar á undanförnum árum. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir erfitt að meta hvað annað væri hægt að gera en takmarka aðgengi að fjörunni til að koma í veg fyrir slys. 11. júní 2022 12:30