Slegnir yfir fyrirhugaðri lækkun aflamarks þorsks Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. júní 2022 13:29 Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri Guðmundar Runólfssonar hf. í Grundarfirði. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Sjómönnum og útgerðarmönnum líst illa á fyrirhugaða lækkun aflamarks þorks. Uppbygging þorksstofnsins hefur staðnað síðustu ár og afrakstur minni en áætlað var. Margir telja að tími sé kominn til að endurskoða nálgun Hafrannsóknarstofnunar. Hafrannsóknastofnun lagði fyrr í mánuðinum til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks fyrir næsta fiskveiðiár. Stofnunin leggur því til að heildarafli lækki úr rúmlega 222 þúsund tonnum í tæplega 209 þúsund tonn. Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri G.RUN á Grundafirði, segir sjómenn og eigendur minni útgerða slegna yfir þessari lækkun. „Það gengur of hægt að byggja upp þorsksstofninn. Þeir segja alltaf að hann sé orðinn stór og öflugur en við erum alltaf bara að veiða í kringum 200 þúsund tonnin. Það er auðvitað langt, langt frá þeim afla sem var kynnt fyrir okkur í upphafi þegar tekin var upp þessi veiðistjórnun sem við erum nú með,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi og á við þá áætlun að með uppbyggingu þorksstofnsins hafi útgerðarmenn búist við því að veiða um 300 til 400 þúsund tonn í ár. Stöðnun í vexti stofnsins Guðmundur segir ekki óeðlilegt að hafa reiknað með slíkum afla miðað við fræðirannsóknir. „Við erum mjög langt frá því að ná því sem lagt var upp með. Hafró gerði ráð fyrir stærri fiskum í stofninum sem myndu tryggja betri hrygningu og betri viðkomu stofnsins en það er ekki að gerast. Þegar við fórum að draga svona mikið úr veiðinni fóru fiskarnir að stækka þar sem við tókum minna hlutfall úr stofninum.“ Hann segir heildarstofninn hafa hætt að stækka á síðustu tveimur árum. „Vaxtarkúrvan fellur. Mín kenning er sú að það eru eldri fiskar í stofninum sem deyja. Við erum því að byggja upp þorskstofn og spara þorskstofn sem við erum þar með ekki að nýta á sem hagkvæmastan hátt.“ Löndun þorsks við Breiðdalsvík.Vísir/Vilhelm Með veiði styrkist stofninn „Öll líffræði byggist á því að þegar þú nýtir svona stofna þá styrkjast þeir og þegar þú hættir að nýta þá, þá veikjast þeir,“ segir Guðmundur. Allir hafi verið sammála um að minnka veiði eftir að svört skýrsla Hafró um þorskstofninn var birt. „Svo þegar við drógum mikið úr veiðinni og fórum að byggja upp stofninn, stækkuðu einstaklingarnir. Stofninn stækkaði tiltölulega hratt en síðan kemur í ljós að heildarstofninn hættir að stækka og vaxtarkúrvan fellur.“ Allir sjómenn séu mjög óhressir með uppbyggingu þorsksstofnsins. „Afrakstur stofnsins er miklu minni en allir væntu, líffræðilega gengur þetta ekki eftir. Stofninn skilar allt of litlu af sér,“ sagði Guðmundur að lokum. Hann býst því við að það hljóti því að vera komið tilefni til að endurskoða þessa nálgun Hafrannsóknarstofnunar. Sjávarútvegur Grundarfjörður Tengdar fréttir „Ég bara hika ekkert við að heimta meiri kvóta“ Strandveiðiflotinn mokveiðir nú sem aldrei fyrr og stefnir í að heildarpotturinn klárist fyrir lok næsta mánaðar. Formaður smábátaeigenda krefst þess að fá meiri kvóta til að koma í veg fyrir að veiðarnar stöðvist. 20. júní 2022 22:40 Leggja til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks Hafrannsóknastofnun hefur lagt til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks fyrir næsta fiskveiðiár. Stofnunin leggur því til að heildarafli lækki í rúmelga 222 þúsund tonn í tæplega 209 þúsund tonn. 15. júní 2022 13:09 Sér fram á milljarðatap ef þorskkvóti verður minnkaður frekar Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) segist sjá fram á að útflutningstekjur af sjávarafurðum dragist saman um allt að sjö milljarða króna fari sjávarútvegsráðherra að ráðlegginum Hafrannsóknastofnunar um minni þorskkvóta. 15. júní 2022 20:23 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira
Hafrannsóknastofnun lagði fyrr í mánuðinum til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks fyrir næsta fiskveiðiár. Stofnunin leggur því til að heildarafli lækki úr rúmlega 222 þúsund tonnum í tæplega 209 þúsund tonn. Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri G.RUN á Grundafirði, segir sjómenn og eigendur minni útgerða slegna yfir þessari lækkun. „Það gengur of hægt að byggja upp þorsksstofninn. Þeir segja alltaf að hann sé orðinn stór og öflugur en við erum alltaf bara að veiða í kringum 200 þúsund tonnin. Það er auðvitað langt, langt frá þeim afla sem var kynnt fyrir okkur í upphafi þegar tekin var upp þessi veiðistjórnun sem við erum nú með,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi og á við þá áætlun að með uppbyggingu þorksstofnsins hafi útgerðarmenn búist við því að veiða um 300 til 400 þúsund tonn í ár. Stöðnun í vexti stofnsins Guðmundur segir ekki óeðlilegt að hafa reiknað með slíkum afla miðað við fræðirannsóknir. „Við erum mjög langt frá því að ná því sem lagt var upp með. Hafró gerði ráð fyrir stærri fiskum í stofninum sem myndu tryggja betri hrygningu og betri viðkomu stofnsins en það er ekki að gerast. Þegar við fórum að draga svona mikið úr veiðinni fóru fiskarnir að stækka þar sem við tókum minna hlutfall úr stofninum.“ Hann segir heildarstofninn hafa hætt að stækka á síðustu tveimur árum. „Vaxtarkúrvan fellur. Mín kenning er sú að það eru eldri fiskar í stofninum sem deyja. Við erum því að byggja upp þorskstofn og spara þorskstofn sem við erum þar með ekki að nýta á sem hagkvæmastan hátt.“ Löndun þorsks við Breiðdalsvík.Vísir/Vilhelm Með veiði styrkist stofninn „Öll líffræði byggist á því að þegar þú nýtir svona stofna þá styrkjast þeir og þegar þú hættir að nýta þá, þá veikjast þeir,“ segir Guðmundur. Allir hafi verið sammála um að minnka veiði eftir að svört skýrsla Hafró um þorskstofninn var birt. „Svo þegar við drógum mikið úr veiðinni og fórum að byggja upp stofninn, stækkuðu einstaklingarnir. Stofninn stækkaði tiltölulega hratt en síðan kemur í ljós að heildarstofninn hættir að stækka og vaxtarkúrvan fellur.“ Allir sjómenn séu mjög óhressir með uppbyggingu þorsksstofnsins. „Afrakstur stofnsins er miklu minni en allir væntu, líffræðilega gengur þetta ekki eftir. Stofninn skilar allt of litlu af sér,“ sagði Guðmundur að lokum. Hann býst því við að það hljóti því að vera komið tilefni til að endurskoða þessa nálgun Hafrannsóknarstofnunar.
Sjávarútvegur Grundarfjörður Tengdar fréttir „Ég bara hika ekkert við að heimta meiri kvóta“ Strandveiðiflotinn mokveiðir nú sem aldrei fyrr og stefnir í að heildarpotturinn klárist fyrir lok næsta mánaðar. Formaður smábátaeigenda krefst þess að fá meiri kvóta til að koma í veg fyrir að veiðarnar stöðvist. 20. júní 2022 22:40 Leggja til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks Hafrannsóknastofnun hefur lagt til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks fyrir næsta fiskveiðiár. Stofnunin leggur því til að heildarafli lækki í rúmelga 222 þúsund tonn í tæplega 209 þúsund tonn. 15. júní 2022 13:09 Sér fram á milljarðatap ef þorskkvóti verður minnkaður frekar Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) segist sjá fram á að útflutningstekjur af sjávarafurðum dragist saman um allt að sjö milljarða króna fari sjávarútvegsráðherra að ráðlegginum Hafrannsóknastofnunar um minni þorskkvóta. 15. júní 2022 20:23 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira
„Ég bara hika ekkert við að heimta meiri kvóta“ Strandveiðiflotinn mokveiðir nú sem aldrei fyrr og stefnir í að heildarpotturinn klárist fyrir lok næsta mánaðar. Formaður smábátaeigenda krefst þess að fá meiri kvóta til að koma í veg fyrir að veiðarnar stöðvist. 20. júní 2022 22:40
Leggja til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks Hafrannsóknastofnun hefur lagt til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks fyrir næsta fiskveiðiár. Stofnunin leggur því til að heildarafli lækki í rúmelga 222 þúsund tonn í tæplega 209 þúsund tonn. 15. júní 2022 13:09
Sér fram á milljarðatap ef þorskkvóti verður minnkaður frekar Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) segist sjá fram á að útflutningstekjur af sjávarafurðum dragist saman um allt að sjö milljarða króna fari sjávarútvegsráðherra að ráðlegginum Hafrannsóknastofnunar um minni þorskkvóta. 15. júní 2022 20:23