Katrín Tanja og Sara fá eitt tækifæri í viðbót en keppa um tvö sæti við 28 aðrar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2022 08:30 Sara Sigmundsdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir fá eitt annað tækifæri til að tryggja sér sæti á heimsleikunum í CrossFit í ár. Instagram/@sarasigmunds og @katrintanja Þetta er gríðarlega mikilvæg vika fyrir tvær af þekktustu CrossFit konum landsins enda allra síðasti séns fyrir þær að tryggja sér sæti á heimsleikunum í CrossFit í haust. Katrínu Tönju Davíðsdóttur og Söru Sigmundsdóttur tókst hvorugri að tryggja sér eitt af fimm sætunum í boði í sínum undankeppnum en voru nógu ofarlega til að tryggja sér þátttökurétt í Last-Chance Qualifier. Þar fá að keppa þær íþróttakonur og þeir íþróttamenn sem voru næst því að fá farseðilinn í undanúrslitunum. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Alls eru þrjátíu konur og þrjátíu karlar sem keppa um tvö laus sæti hjá hvoru kyni. Last-Chance Qualifier fer fram frá 29. júní til 1. júlí næstkomandi. Keppnin fer fram í gegnum netið en keppendur þurfa vitanlega að fylgja ströngum reglum eins og þeir ættu að vera vanir eftir öll netmótinu undir kórónuveiruástandinu. Sara varð í sjötta sæti á CrossFit Lowlands Throwdown mótinu í Hollandi en allar fimm sem urðu á undan henni tryggðu sig inn á heimsleikana. Katrín Tanja varð í sjötta sæti á Strength in Depth mótinu í London og vantaði í raun aðeins sex stig til að ná einu af fimm efstu sætunum. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Ísland á þegar þrjá keppendur á heimsleikunum í einstaklingskeppninni því þau Björgvin Karl Guðmundsson, Þuríður Erla Helgadóttir og Sólveig Sigurðardóttir tókst öllum að ná lausu sæti í undanúrslitamótunum. Lið CrossFit Reykjavíkur undir forystu Annie Mist Þórisdóttur eru einnig komin á heimsleikana eftir frábæra frammistöðu í undanúrslitunum. Þuríður Erla náði þriðja sætinu á Strength in Depth mótinu og Sólveig varð þar í fjórða sæti. Þuríður Erla er að fara á sína sjöundu leika í einstaklingskeppninni en þetta er í fyrsta sinn sem Sólveig keppir meðal þeirra bestu. Björgvin Karl varð í öðru sæti á Lowlands mótinu í Amsterdam og er því kominn á sína níundu heimsleika í röð sem er frábær árangur. Ísland mun einnig eiga fulltrúa meðal yngri keppenda því Rökkvi Hrafn Guðnason komst í úrslit í flokki sextán til sautján ára stráka og Bergrós Björnsdóttir komst í úrslitin í flokki fjórtán til fimmtán ára stelpna. CrossFit Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Sjá meira
Katrínu Tönju Davíðsdóttur og Söru Sigmundsdóttur tókst hvorugri að tryggja sér eitt af fimm sætunum í boði í sínum undankeppnum en voru nógu ofarlega til að tryggja sér þátttökurétt í Last-Chance Qualifier. Þar fá að keppa þær íþróttakonur og þeir íþróttamenn sem voru næst því að fá farseðilinn í undanúrslitunum. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Alls eru þrjátíu konur og þrjátíu karlar sem keppa um tvö laus sæti hjá hvoru kyni. Last-Chance Qualifier fer fram frá 29. júní til 1. júlí næstkomandi. Keppnin fer fram í gegnum netið en keppendur þurfa vitanlega að fylgja ströngum reglum eins og þeir ættu að vera vanir eftir öll netmótinu undir kórónuveiruástandinu. Sara varð í sjötta sæti á CrossFit Lowlands Throwdown mótinu í Hollandi en allar fimm sem urðu á undan henni tryggðu sig inn á heimsleikana. Katrín Tanja varð í sjötta sæti á Strength in Depth mótinu í London og vantaði í raun aðeins sex stig til að ná einu af fimm efstu sætunum. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Ísland á þegar þrjá keppendur á heimsleikunum í einstaklingskeppninni því þau Björgvin Karl Guðmundsson, Þuríður Erla Helgadóttir og Sólveig Sigurðardóttir tókst öllum að ná lausu sæti í undanúrslitamótunum. Lið CrossFit Reykjavíkur undir forystu Annie Mist Þórisdóttur eru einnig komin á heimsleikana eftir frábæra frammistöðu í undanúrslitunum. Þuríður Erla náði þriðja sætinu á Strength in Depth mótinu og Sólveig varð þar í fjórða sæti. Þuríður Erla er að fara á sína sjöundu leika í einstaklingskeppninni en þetta er í fyrsta sinn sem Sólveig keppir meðal þeirra bestu. Björgvin Karl varð í öðru sæti á Lowlands mótinu í Amsterdam og er því kominn á sína níundu heimsleika í röð sem er frábær árangur. Ísland mun einnig eiga fulltrúa meðal yngri keppenda því Rökkvi Hrafn Guðnason komst í úrslit í flokki sextán til sautján ára stráka og Bergrós Björnsdóttir komst í úrslitin í flokki fjórtán til fimmtán ára stelpna.
CrossFit Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Sjá meira