Thibaut Courtois kominn með nýtt húðflúr tileinkað sigrinum á Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2022 09:30 Thibaut Courtois kyssir Meistaradeildarbikarinn eftir sigur Real Madrid á Liverpool í úrslitaleiknum á Stade de France 28. maí síðastliðinn. EPA-EFE/FRIEDEMANN VOGEL Belgíski markvörðurinn Thibaut Courtois var öðrum fremur maðurinn á bak við fjórtánda sigur Real Madrid í Evrópukeppni meistaraliða en hann var stórkostlegur í 1-0 sigri Real Madrid á Liverpool í úrslitaleiknum í París í maílok. Thibaut Courtois varði alls níu skot í úrslitaleiknum þar af hvað eftir annað úr dauðafærum. Enginn markvörður hefur varið fleiri skot í einum úrslitaleik í Meistaradeildinni. Courtois var kátur eftir leik og sagði þá hafa tekið það til sín þegar menn héldu því fram fyrir úrslitaleikinn að hann yrði niðurlægður af sóknarmönnum Liverpool. Þegar á hólminn var komið þá fundu þeir enga leið fram hjá þessum 202 sentimetra markverði. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Þetta var í fyrsta sinn sem Courtois vinnur Meistaradeildina en hann tapaði úrslitaleiknum með Atlético Madrid árið 2014. Belginn hafði síðan ekki komist í úrslitaleikinn á fjórum tímabilum með Chelsea eða á fyrstu þremur tímabilum sínum með Real Madrid. Real Madrid hafði unnið Meistaradeildina fjórum sinnum á fimm árum þegar Courtois kom til liðsins sumarið 2018 en nú náði hann loksins að vinna þennan eftirsótta titil. Courtois fékk ekki aðeins gullmedalíu um hálsinn til að minna sig á þetta eftirminnilega kvöld því í gær greindi hann frá því að hann sé búinn að fá sér nýtt húðflúr. Courtois lét sérhannað húðflúr þar sem má sjá búið að loka markinu með múrsteinum, skammstöfun hans TC1 og loks sjálfan Meistaradeildarbikarinn. Það má sjá þetta húðflúr hans hér fyrir ofan. "Today I needed to win a final for my career, for all the hard work, to put some respect on my name, because I don't think I get enough respect. Especially in England." Put respect on Thibaut Courtois' name @TheDesKelly | #UCLfinal pic.twitter.com/YHhlO5lELZ— Football on BT Sport (@btsportfootball) May 28, 2022 Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Húðflúr Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Körfubolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
Thibaut Courtois varði alls níu skot í úrslitaleiknum þar af hvað eftir annað úr dauðafærum. Enginn markvörður hefur varið fleiri skot í einum úrslitaleik í Meistaradeildinni. Courtois var kátur eftir leik og sagði þá hafa tekið það til sín þegar menn héldu því fram fyrir úrslitaleikinn að hann yrði niðurlægður af sóknarmönnum Liverpool. Þegar á hólminn var komið þá fundu þeir enga leið fram hjá þessum 202 sentimetra markverði. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Þetta var í fyrsta sinn sem Courtois vinnur Meistaradeildina en hann tapaði úrslitaleiknum með Atlético Madrid árið 2014. Belginn hafði síðan ekki komist í úrslitaleikinn á fjórum tímabilum með Chelsea eða á fyrstu þremur tímabilum sínum með Real Madrid. Real Madrid hafði unnið Meistaradeildina fjórum sinnum á fimm árum þegar Courtois kom til liðsins sumarið 2018 en nú náði hann loksins að vinna þennan eftirsótta titil. Courtois fékk ekki aðeins gullmedalíu um hálsinn til að minna sig á þetta eftirminnilega kvöld því í gær greindi hann frá því að hann sé búinn að fá sér nýtt húðflúr. Courtois lét sérhannað húðflúr þar sem má sjá búið að loka markinu með múrsteinum, skammstöfun hans TC1 og loks sjálfan Meistaradeildarbikarinn. Það má sjá þetta húðflúr hans hér fyrir ofan. "Today I needed to win a final for my career, for all the hard work, to put some respect on my name, because I don't think I get enough respect. Especially in England." Put respect on Thibaut Courtois' name @TheDesKelly | #UCLfinal pic.twitter.com/YHhlO5lELZ— Football on BT Sport (@btsportfootball) May 28, 2022
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Húðflúr Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Körfubolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira