Þjálfari bjargaði lífi sundkonu eftir að hún féll í yfirlið og sökk til botns Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. júní 2022 10:31 Anita Alvarez var hætt komin á heimsmeistaramótinu í fimmtíu metra laug í Búdapest í gær. getty/Dean Mouhtaropoulos Þjálfari bandarísku sundkonunnar Anitu Alvarez bjargaði henni frá drukknun á heimsmeistaramótinu í fimmtíu metra laug í Búdapest í gær. Eftir að hafa lokið sér af í úrslitum í frjálsum æfingum leið yfir hina 25 ára Alvarez og hún sökk til botns í lauginni. Þjálfari hennar, Andrea Fuentes, var fljót að hugsa, stakk sér ofan í laugina fullklædd og bjargaði Alvarez. Hún var í kjölfarið flutt burt á börum. Fuentes greindi seinna frá því að líðan Alvarez væri góð. „Anita er í lagi. Læknarnir könnuðu lífsmarkið og allt er í fínu lagi, hjartslátturinn, súrefnismagn, blóðþrýstingurinn og svo framvegis,“ sagði Fuentes. Hún sagðist hafa tekið til sinna ráða því sundlaugarverðirnir hafi ekki verið á tánum. Alvarez var flutt á sjúkrahús eftir að það leið yfir hana.getty/Dean Mouhtaropoulos „Mér leið eins og þetta hefði verið klukkutími. Ég sagði að eitthvað væri ekki í lagi. Ég öskraði á verðina að stökkva ofan í laugina en þeir náðu ekki því sem ég sagði eða skildu það ekki. Hún andaði ekki. Ég brást eins hratt við og ég gat, eins og þetta væru úrslit á Ólympíuleikunum.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Fuentes kemur Alvarez til bjargar. Á úrtökumóti fyrir Ólympíuleikana í fyrra leið einnig yfir Alvarez og Fuentes þurfti að bjarga henni. Alvarez, sem hefur unnið til fernra verðlauna á Ólympíuleikum, fékk 87.6333 í einkunn fyrir æfingar sínar í gær og lenti í 7. sæti. Sund Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira
Eftir að hafa lokið sér af í úrslitum í frjálsum æfingum leið yfir hina 25 ára Alvarez og hún sökk til botns í lauginni. Þjálfari hennar, Andrea Fuentes, var fljót að hugsa, stakk sér ofan í laugina fullklædd og bjargaði Alvarez. Hún var í kjölfarið flutt burt á börum. Fuentes greindi seinna frá því að líðan Alvarez væri góð. „Anita er í lagi. Læknarnir könnuðu lífsmarkið og allt er í fínu lagi, hjartslátturinn, súrefnismagn, blóðþrýstingurinn og svo framvegis,“ sagði Fuentes. Hún sagðist hafa tekið til sinna ráða því sundlaugarverðirnir hafi ekki verið á tánum. Alvarez var flutt á sjúkrahús eftir að það leið yfir hana.getty/Dean Mouhtaropoulos „Mér leið eins og þetta hefði verið klukkutími. Ég sagði að eitthvað væri ekki í lagi. Ég öskraði á verðina að stökkva ofan í laugina en þeir náðu ekki því sem ég sagði eða skildu það ekki. Hún andaði ekki. Ég brást eins hratt við og ég gat, eins og þetta væru úrslit á Ólympíuleikunum.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Fuentes kemur Alvarez til bjargar. Á úrtökumóti fyrir Ólympíuleikana í fyrra leið einnig yfir Alvarez og Fuentes þurfti að bjarga henni. Alvarez, sem hefur unnið til fernra verðlauna á Ólympíuleikum, fékk 87.6333 í einkunn fyrir æfingar sínar í gær og lenti í 7. sæti.
Sund Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira