Íslenskur fréttamaður á vegum Pútíns tók viðtal við meintan stríðsglæpamann Ólafur Björn Sverrisson skrifar 22. júní 2022 17:12 Haukur tekur viðtal við Graham Phillips við höfn Mariupol. Facebook Haukur Hauksson hefur ferðast á átakasvæði í Úkraínu í boði rússneskra stjórnvalda. Nýlega tók Haukur viðtal við Graham Phillips, annan sjálfstætt starfandi blaðamann, sem nú er sakaður um stríðsglæp. Fjallað var um ferðir Hauks um Úkraínu í Fréttablaðinu í síðustu viku. Þar segist hann vera á vegum fréttamannaþjónustu varnarmálaráðuneytis Rússlands og kveðst mjög gagnrýninn á þær fréttir sem birtast af stríðinu í vestrænum fjölmiðlum. Haft er eftir Hauki að hann telji Úkraínu hafa þróast út í bananalýðveldi Vesturlanda og að Rússar hafi fengið puttann frá NATO. Haukur hefur sagt frá ferðalagi sínu á Facebook og þann 19. júní síðastliðinn birti Haukur viðtal við Graham Philips á höfn í Mariupol. Þar segir Graham borgina hafa þurft að sitja undir stjórn „Nasistanna“ en að rússneski herinn hafi gert vel í því að frelsa borgina. Nú séu horfur því góðar í Mariupol. Viðtalið má sjá í heild sinni á Facebook síðu Hauks. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, bendir á það á Twitter að Graham Philips sé nú sakaður um stríðsglæpi í breska þinginu. How it started. How it s going. pic.twitter.com/xrGBeQGGal— Þórður Snær Júlíusson (@thordursnaer) June 19, 2022 Í umfjöllun Guardian um málið segir að Phillips hafi tekið viðtöl við breska hermenn sem börðust við hlið Úkraínuhers og voru fangaðir af Rússum og dæmdir til dauða fyrir óviðurkenndum dómstóli aðskilnaðarsinna í Mariupol. Maðurinn sem Graham Phillips tók viðtal við heitir Aiden Aslin. Breski þingmaðurinn Robert Jenrick sagði í breska þinginu að myndband sem Phillips birti af Aslin „í handjárnum, illa særður og tekinn nauðugur í viðtal í áróðursskyni“ sé brot á Genfarsáttmálanum sem fjallar um meðferð stríðsfanga. „Blaðamaðurinn Graham Philips gæti verið kærður fyrir stríðsglæp,“ sagði Jenrick jafnframt. Að sögn breskra fjölmiðla var réttarhöldunum í Mariupol ætlað að fæla burt stríðsglæparéttarhöld gegn rússneskum hermönnum í Kænugarði. Í umfjöllun Guardian er skýrt nánar frá því hvernig Philips, einu sinni opinber starfsmaður í Nottingham á Englandi varð rödd yfirvalda í Kreml í Úkraínu. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Fjölmiðlar Íslendingar erlendis Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Fjallað var um ferðir Hauks um Úkraínu í Fréttablaðinu í síðustu viku. Þar segist hann vera á vegum fréttamannaþjónustu varnarmálaráðuneytis Rússlands og kveðst mjög gagnrýninn á þær fréttir sem birtast af stríðinu í vestrænum fjölmiðlum. Haft er eftir Hauki að hann telji Úkraínu hafa þróast út í bananalýðveldi Vesturlanda og að Rússar hafi fengið puttann frá NATO. Haukur hefur sagt frá ferðalagi sínu á Facebook og þann 19. júní síðastliðinn birti Haukur viðtal við Graham Philips á höfn í Mariupol. Þar segir Graham borgina hafa þurft að sitja undir stjórn „Nasistanna“ en að rússneski herinn hafi gert vel í því að frelsa borgina. Nú séu horfur því góðar í Mariupol. Viðtalið má sjá í heild sinni á Facebook síðu Hauks. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, bendir á það á Twitter að Graham Philips sé nú sakaður um stríðsglæpi í breska þinginu. How it started. How it s going. pic.twitter.com/xrGBeQGGal— Þórður Snær Júlíusson (@thordursnaer) June 19, 2022 Í umfjöllun Guardian um málið segir að Phillips hafi tekið viðtöl við breska hermenn sem börðust við hlið Úkraínuhers og voru fangaðir af Rússum og dæmdir til dauða fyrir óviðurkenndum dómstóli aðskilnaðarsinna í Mariupol. Maðurinn sem Graham Phillips tók viðtal við heitir Aiden Aslin. Breski þingmaðurinn Robert Jenrick sagði í breska þinginu að myndband sem Phillips birti af Aslin „í handjárnum, illa særður og tekinn nauðugur í viðtal í áróðursskyni“ sé brot á Genfarsáttmálanum sem fjallar um meðferð stríðsfanga. „Blaðamaðurinn Graham Philips gæti verið kærður fyrir stríðsglæp,“ sagði Jenrick jafnframt. Að sögn breskra fjölmiðla var réttarhöldunum í Mariupol ætlað að fæla burt stríðsglæparéttarhöld gegn rússneskum hermönnum í Kænugarði. Í umfjöllun Guardian er skýrt nánar frá því hvernig Philips, einu sinni opinber starfsmaður í Nottingham á Englandi varð rödd yfirvalda í Kreml í Úkraínu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Fjölmiðlar Íslendingar erlendis Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira