Telur Íslendinga á undan öðrum þjóðum í greiningum á ADHD Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. júní 2022 19:01 Vilhjálmur Hjálmarsson formaður ADHD- samtakanna fagnar því að verið sé að gera rannsókn á tengslum lyfjanna og geðrofs og örlyndis. Vísir/Bjarni Formaður ADHD samtakanna fagnar því að rannsaka eigi tengsl geðrofa og örlyndis og örvandi ADHD-lyfja. Hann telur Íslendinga fimm árum á undan öðrum þjóðum þegar kemur að greiningum á ofvirkni og athyglisbresti. Yfirlæknir bráðageðdeildar Landspítalans sagði frá því í vikunni að samfara gríðarlegri aukningu á ávísunum á örvandi ADHD-lyfjum síðustu ár hafi tilfellum geðrofs og örlyndis á geðdeildum fjölgað. Nú sé hafin rannsókn á þessum tengslum. En samkvæmt upplýsingum frá Landlækni hefur einn af hverjum tíu Íslendingum einhvern tíma verið á ADHD lyfjum frá árinu 2003. En fleiri ungmenni fá slík lyf en árið 2020 fengu um 16% pilta á aldrinum 10-14 ára örvandi ADHD lyf samkvæmt Landlækni. Vilhjálmur Hjálmarsson formaður ADHD- samtakanna fagnar því að verið sé að gera rannsókn á tengslum lyfjanna og geðrofs og örlyndis. „Er fjölgun núna hjá geðdeildinni af því að það er eitthvað meira að gerast eða af því að það eru fleiri að fá þessi lyf? Við vitum þetta ekki og því fagna ég því að það sé verið að rannsaka þetta,“ segir hann. Fram kom í samtali við prófessor í sálfræði í gær að hann telur að of miklu sé ávísað af ADHD- lyfjum hér á landi. Hann benti á fleiri leiðir. Vilhjálmur segir mikilvægt að vinna að öðrum úrræðum meðfram lyfjagjöf. „Lyfjagjöfin hefur verið það eina sem hefur verið niðurgreitt. Ég segi alltaf í mínum lyfjafyrirlestrum, það er bannað að velja bara eitt. Ég segi vjð fólk sem fær ADHD-lyf, hugsaðu um rútínuna, svefninn og hreyfinguna og svo allt hitt. Ef þú hefur samtalsmeðferð, núvitund, HAM eða eitthvað annað líka þá gerir það gott miklu betra,“ segir Vilhjámur. Almennt er talið að algengi ADHD á hinum Norðurlöndunum sé um 3-5% samkvæmt upplýsingum frá Nomesco. En eins og fram hefur komið er það mun algengara hér. Vilhjálmur telur að Íslendinga á undan öðrum þjóðum. „Við erum aðeins á undan Skandinavíu og Evrópu í greiningum að hluta til því að sálfræðingar okkar og geðlæknar hafa verið að læra í Bandaríkjunum. Ef þú horfir frá tölur frá Skandinavíu þá er uppsveifla þar. Við erum bara fimm árum á undan,“ segir Vilhálmur. Landspítalinn Lyf Börn og uppeldi Geðheilbrigði Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Yfirlæknir bráðageðdeildar Landspítalans sagði frá því í vikunni að samfara gríðarlegri aukningu á ávísunum á örvandi ADHD-lyfjum síðustu ár hafi tilfellum geðrofs og örlyndis á geðdeildum fjölgað. Nú sé hafin rannsókn á þessum tengslum. En samkvæmt upplýsingum frá Landlækni hefur einn af hverjum tíu Íslendingum einhvern tíma verið á ADHD lyfjum frá árinu 2003. En fleiri ungmenni fá slík lyf en árið 2020 fengu um 16% pilta á aldrinum 10-14 ára örvandi ADHD lyf samkvæmt Landlækni. Vilhjálmur Hjálmarsson formaður ADHD- samtakanna fagnar því að verið sé að gera rannsókn á tengslum lyfjanna og geðrofs og örlyndis. „Er fjölgun núna hjá geðdeildinni af því að það er eitthvað meira að gerast eða af því að það eru fleiri að fá þessi lyf? Við vitum þetta ekki og því fagna ég því að það sé verið að rannsaka þetta,“ segir hann. Fram kom í samtali við prófessor í sálfræði í gær að hann telur að of miklu sé ávísað af ADHD- lyfjum hér á landi. Hann benti á fleiri leiðir. Vilhjálmur segir mikilvægt að vinna að öðrum úrræðum meðfram lyfjagjöf. „Lyfjagjöfin hefur verið það eina sem hefur verið niðurgreitt. Ég segi alltaf í mínum lyfjafyrirlestrum, það er bannað að velja bara eitt. Ég segi vjð fólk sem fær ADHD-lyf, hugsaðu um rútínuna, svefninn og hreyfinguna og svo allt hitt. Ef þú hefur samtalsmeðferð, núvitund, HAM eða eitthvað annað líka þá gerir það gott miklu betra,“ segir Vilhjámur. Almennt er talið að algengi ADHD á hinum Norðurlöndunum sé um 3-5% samkvæmt upplýsingum frá Nomesco. En eins og fram hefur komið er það mun algengara hér. Vilhjálmur telur að Íslendinga á undan öðrum þjóðum. „Við erum aðeins á undan Skandinavíu og Evrópu í greiningum að hluta til því að sálfræðingar okkar og geðlæknar hafa verið að læra í Bandaríkjunum. Ef þú horfir frá tölur frá Skandinavíu þá er uppsveifla þar. Við erum bara fimm árum á undan,“ segir Vilhálmur.
Landspítalinn Lyf Börn og uppeldi Geðheilbrigði Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent