Andri Rúnar: Þetta er fótbolti, það hafa allir og ömmur þeirra skoðun á hlutunum Sverrir Mar Smárason skrifar 20. júní 2022 20:39 Andri Rúnar skoraði tvö mörk fyrir ÍBV í kvöld. Visir/ Diego Andri Rúnar Bjarnason, framherji ÍBV, var svekktur að hafa ekki fengið stigin þrjú út úr leiknum sem ÍBV spilaði í kvöld við Fram á nýjum heimavelli þeirra í Úlfarsárdal. Leiknum lauk með 3-3 jafntefli, en Andri gerði sjálfur tvö mörk fyrir ÍBV. „Þetta er bara svekkjandi. Mörkin sem við fáum á okkur. Þetta er svolítið sagan í sumar það á ekki af okkur að ganga. Við þurfum bara að líta fram veginn og taka það góða úr þessum leik eins og öðrum. Spilamennskan okkar er búin að vera mjög góð. Þannig að þetta er svekkjandi,“ sagði Andri Rúnar. Andri Rúnar krækti í vítaspyrnu eftir 45 sekúndur í leiknum. Framarar voru ósáttir með dóminn en Andri segir að það sé aldrei spurning. „Já þetta var víti. Alveg 100%.“ ÍBV lenti undir 3-2 í síðari hálfleik en kom til baka. Andri Rúnar segir karakter í liðinu og að tölfræðin hljóti að fara að tala sínu máli. „Á endanum þá bara getur tölfræðin bara ekki haldið áfram eins og hún er. Við erum ekki að hætta eða gefast upp. Við erum að halda áfram og við erum að halda áfram að skapa færi. Við gefumst ekki upp í einum einasta leik og erum inni í öllum leikjum en hlutirnir eru bara ekki að detta hjá okkur. Ég bara neita að trúa því að svoleiðis geti gerst í einhverjum 27 leikjum. Ef við höldum áfram eins og við erum að gera núna þá hlítur tölfræðin að vinna með okkur á endanum,“ sagði Andri Rúnar. Andri Rúnar hefur mikið verið gagnrýndur fyrir að vera ekki í nægilega góðu formi og að vera spila undir eigin getu. Andri hlustar ekki á gagnrýnisraddir og ætlar að halda áfram að gera sitt. „Það skiptir í raun engu máli hvað mér finnst. Það eru allir með einhverja skoðun. Þetta er fótbolti, það hafa allir og ömmur þeirra skoðun á hlutunum. Ég veit hvað ég get og hverjar mínar ástæður eru fyrir hinum ýmsu hlutum. Ég nenni ekki að fara að fela mig á bakvið það eða neitt svoleiðis. Ég er bara að vinna í hverri einustu viku í því að komast í betra stand og mér finnst það sýnast í hverjum einasta leik. Meðal annars í Víkingsleiknum en þá kemur að jú ég skora ekki úr færum en aftur á móti þá var ég að komast í helling af færum. Ef ég er ekki að fá færi þá skal ég vera að hafa áhyggjur. Þá er eitthvað að. Hitt kemur allt á endanum því ég veit hvernig á að skora mörk,“ sagði Andri Rúnar að lokum. ÍBV Fram Besta deild karla Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Fram 3-3 ÍBV | Markaveisla í fyrsta leik í Úlfarsárdal Það var sannkölluð markaveisla í Úlfarsárdal þar sem Framarar voru að vígja nýjan heimavöll sinn í kvöld. Sigurlausir Eyjamenn voru í heimsókn en bæði lið skoruðu þrjú mörk fyrir framan mikinn fjölda í Grafarholtinu. 20. júní 2022 21:45 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sjá meira
„Þetta er bara svekkjandi. Mörkin sem við fáum á okkur. Þetta er svolítið sagan í sumar það á ekki af okkur að ganga. Við þurfum bara að líta fram veginn og taka það góða úr þessum leik eins og öðrum. Spilamennskan okkar er búin að vera mjög góð. Þannig að þetta er svekkjandi,“ sagði Andri Rúnar. Andri Rúnar krækti í vítaspyrnu eftir 45 sekúndur í leiknum. Framarar voru ósáttir með dóminn en Andri segir að það sé aldrei spurning. „Já þetta var víti. Alveg 100%.“ ÍBV lenti undir 3-2 í síðari hálfleik en kom til baka. Andri Rúnar segir karakter í liðinu og að tölfræðin hljóti að fara að tala sínu máli. „Á endanum þá bara getur tölfræðin bara ekki haldið áfram eins og hún er. Við erum ekki að hætta eða gefast upp. Við erum að halda áfram og við erum að halda áfram að skapa færi. Við gefumst ekki upp í einum einasta leik og erum inni í öllum leikjum en hlutirnir eru bara ekki að detta hjá okkur. Ég bara neita að trúa því að svoleiðis geti gerst í einhverjum 27 leikjum. Ef við höldum áfram eins og við erum að gera núna þá hlítur tölfræðin að vinna með okkur á endanum,“ sagði Andri Rúnar. Andri Rúnar hefur mikið verið gagnrýndur fyrir að vera ekki í nægilega góðu formi og að vera spila undir eigin getu. Andri hlustar ekki á gagnrýnisraddir og ætlar að halda áfram að gera sitt. „Það skiptir í raun engu máli hvað mér finnst. Það eru allir með einhverja skoðun. Þetta er fótbolti, það hafa allir og ömmur þeirra skoðun á hlutunum. Ég veit hvað ég get og hverjar mínar ástæður eru fyrir hinum ýmsu hlutum. Ég nenni ekki að fara að fela mig á bakvið það eða neitt svoleiðis. Ég er bara að vinna í hverri einustu viku í því að komast í betra stand og mér finnst það sýnast í hverjum einasta leik. Meðal annars í Víkingsleiknum en þá kemur að jú ég skora ekki úr færum en aftur á móti þá var ég að komast í helling af færum. Ef ég er ekki að fá færi þá skal ég vera að hafa áhyggjur. Þá er eitthvað að. Hitt kemur allt á endanum því ég veit hvernig á að skora mörk,“ sagði Andri Rúnar að lokum.
ÍBV Fram Besta deild karla Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Fram 3-3 ÍBV | Markaveisla í fyrsta leik í Úlfarsárdal Það var sannkölluð markaveisla í Úlfarsárdal þar sem Framarar voru að vígja nýjan heimavöll sinn í kvöld. Sigurlausir Eyjamenn voru í heimsókn en bæði lið skoruðu þrjú mörk fyrir framan mikinn fjölda í Grafarholtinu. 20. júní 2022 21:45 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sjá meira
Leik lokið: Fram 3-3 ÍBV | Markaveisla í fyrsta leik í Úlfarsárdal Það var sannkölluð markaveisla í Úlfarsárdal þar sem Framarar voru að vígja nýjan heimavöll sinn í kvöld. Sigurlausir Eyjamenn voru í heimsókn en bæði lið skoruðu þrjú mörk fyrir framan mikinn fjölda í Grafarholtinu. 20. júní 2022 21:45
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum