„Fallegt samfélagslegt verkefni sem að gerir borgina betri“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 20. júní 2022 21:00 Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, opnaði Elliðaárnar í morgun með Reykvíkingum ársins, þeim Kamilu og Marco. Reykjavíkurborg/Bjarni Brynjólfsson Reykvíkingar ársins 2022 segja það hafa komið á óvart að þau hafi orðið fyrir valinu en þau komu á fót fyrsta íslenska frískápnum. Formaður borgarráðs segir þau vel að nafnsbótinni komin þar sem þau hafa fengið aðra Reykvíkinga með sér í lið til að bæta samfélagið. Reykvíkingar ársins 2022 segja það hafa komið á óvart að þau hafi orðið fyrir valinu en þau komu á fót fyrsta íslenska frískápnum. Formaður borgarráðs segir þau vel að nafnsbótinni komin þar sem þau hafa fengið aðra Reykvíkinga með sér í lið til að bæta samfélagið Reykvíkingar ársins 2022 eru vinirnir Kamila Walijewska og Marco Pizzolato en þau opnuðu fyrsta svokallaða frískápinn hér á landi, það er að segja almennings ísskáp sem íbúar geta fyllt á og tekið úr að vild. Hugmyndin er af erlendri fyrirmynd og í grunninn er henni ætlað að sporna gegn matarsóun. „Það voru að sjálfsögðu einhverjir sem sögðu að það væri kalt hérna og þetta myndi ekki ganga, en við vildum bara láta reyna á þetta og sjá hvernig færi og það gengur bara frábærlega,“ segir Kamila. „Þetta hjálpaði til við að færa samfélagið saman, með því að deila og bjarga mat,“ segir Marco. Það kom þeim báðum á óvart að þau væru Reykvíkingar ársins en þau segja það mikinn heiður að fá þessa viðurkenningu. „Þetta er mjög sérstakt og það er mikill heiður að við fáum þetta tækifæri, með þessu litla verkefni okkar, að finna fyrir að þetta sé raunverulega að hjálpa,“ segir Marco. Þá eru þau með fleiri verkefni í bígerð og eru í sambandi við fjölda einstaklinga í Reykjavík og víðar sem vilja koma upp frískáp. „Við erum með þrjá frískápa í Reykjavík núna, einn utan Reykjavíkur og svo eru fleiri í kortunum. Þetta er hægt ferli stundum en við erum ánægð með hvert skref í áttina að því,“ segir Kamila. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, afhenti vinunum viðurkenninguna í dag við opnun Elliðaána en þetta er í tólfta sinn sem að Reykvíkingur ársins er útnefndur. Hann segir þau Marco og Kamilu vel að nafnsbótinni komin. „Þetta er mjög fallegt samfélagslegt verkefni sem að gerir borgina betri,“ segir Einar en frá því að fyrsti frískápurinn var opnaður í miðbæ Reykjavíkur í fyrra hafa fleiri frísskápar sprottið upp í Reykjavík og víðar. „Þau eru ekki bara sjálf að láta gott af sér leiða heldur eru þau líka að draga aðra Reykvíkinga inn í þetta verkefni, og það er svo fallegt,“ segir Einar. „Svo er þetta líka svolítið skemmtilegt því þau koma bæði að utan, hann frá Sviss og hún frá Póllandi, þau koma með þessa hugmynd sem þekkist reyndar erlendis, og þetta sýnir það hvað fjölmenningarsamfélag auðgar okkar samfélag,“ segir hann enn fremur. Reykjavík Matur Tengdar fréttir Fékk tár í augun yfir matarsóun og opnaði frískáp Tveir vinir ákváðu að koma ísskápi fyrir í miðbæ Reykjavíkur til þess að sporna gegn matarsóun. Stórt samfélag hefur skapast í kringum ísskápinn sem einkennist af náungakærleika. 5. janúar 2022 20:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Reykvíkingar ársins 2022 segja það hafa komið á óvart að þau hafi orðið fyrir valinu en þau komu á fót fyrsta íslenska frískápnum. Formaður borgarráðs segir þau vel að nafnsbótinni komin þar sem þau hafa fengið aðra Reykvíkinga með sér í lið til að bæta samfélagið Reykvíkingar ársins 2022 eru vinirnir Kamila Walijewska og Marco Pizzolato en þau opnuðu fyrsta svokallaða frískápinn hér á landi, það er að segja almennings ísskáp sem íbúar geta fyllt á og tekið úr að vild. Hugmyndin er af erlendri fyrirmynd og í grunninn er henni ætlað að sporna gegn matarsóun. „Það voru að sjálfsögðu einhverjir sem sögðu að það væri kalt hérna og þetta myndi ekki ganga, en við vildum bara láta reyna á þetta og sjá hvernig færi og það gengur bara frábærlega,“ segir Kamila. „Þetta hjálpaði til við að færa samfélagið saman, með því að deila og bjarga mat,“ segir Marco. Það kom þeim báðum á óvart að þau væru Reykvíkingar ársins en þau segja það mikinn heiður að fá þessa viðurkenningu. „Þetta er mjög sérstakt og það er mikill heiður að við fáum þetta tækifæri, með þessu litla verkefni okkar, að finna fyrir að þetta sé raunverulega að hjálpa,“ segir Marco. Þá eru þau með fleiri verkefni í bígerð og eru í sambandi við fjölda einstaklinga í Reykjavík og víðar sem vilja koma upp frískáp. „Við erum með þrjá frískápa í Reykjavík núna, einn utan Reykjavíkur og svo eru fleiri í kortunum. Þetta er hægt ferli stundum en við erum ánægð með hvert skref í áttina að því,“ segir Kamila. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, afhenti vinunum viðurkenninguna í dag við opnun Elliðaána en þetta er í tólfta sinn sem að Reykvíkingur ársins er útnefndur. Hann segir þau Marco og Kamilu vel að nafnsbótinni komin. „Þetta er mjög fallegt samfélagslegt verkefni sem að gerir borgina betri,“ segir Einar en frá því að fyrsti frískápurinn var opnaður í miðbæ Reykjavíkur í fyrra hafa fleiri frísskápar sprottið upp í Reykjavík og víðar. „Þau eru ekki bara sjálf að láta gott af sér leiða heldur eru þau líka að draga aðra Reykvíkinga inn í þetta verkefni, og það er svo fallegt,“ segir Einar. „Svo er þetta líka svolítið skemmtilegt því þau koma bæði að utan, hann frá Sviss og hún frá Póllandi, þau koma með þessa hugmynd sem þekkist reyndar erlendis, og þetta sýnir það hvað fjölmenningarsamfélag auðgar okkar samfélag,“ segir hann enn fremur.
Reykjavík Matur Tengdar fréttir Fékk tár í augun yfir matarsóun og opnaði frískáp Tveir vinir ákváðu að koma ísskápi fyrir í miðbæ Reykjavíkur til þess að sporna gegn matarsóun. Stórt samfélag hefur skapast í kringum ísskápinn sem einkennist af náungakærleika. 5. janúar 2022 20:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Fékk tár í augun yfir matarsóun og opnaði frískáp Tveir vinir ákváðu að koma ísskápi fyrir í miðbæ Reykjavíkur til þess að sporna gegn matarsóun. Stórt samfélag hefur skapast í kringum ísskápinn sem einkennist af náungakærleika. 5. janúar 2022 20:30