KV kveður Sigurvin sem verður aðstoðarþjálfari Eiðs Smára hjá FH Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júní 2022 11:05 Sigurvin Ólafsson mun færa sig um set í Bestu deildinni. Hilmar Þór Norðfjörð Sigurvin Ólafsson mun hætta sem aðalþjálfari KV í Lengjudeild karla í fótbolta og sem aðstoðarþjálfari KR í Bestu deild karla til að taka við starfi aðstoðarþjálfara FH sem leikur í sömu deild og KR. KV kvaddi Sigurvin formlega á Twitter-síðu sinni í dag en undir hans stjórn hefur félagið náð eftirtektarverðum árangri og leikur í dag í Lengjudeildinni þrátt fyrir að vera ekki með einn leikmann á launaskrá. Sigurvin mun stýra liðinu á miðvikudag er KV mætir Þrótti Vogum í sannkölluðum sex stiga leik en bæði lið eru í fallsæti í Lengjudeildinni. Að leik loknum mun hann láta formlega af störfum. Félagið hefur þó þegar hafið leit að arftaka Sigurvins í Vesturbænum. Gafferinn kveður.Við þökkum Venna fyrir frábæra tíma hjá félaginu, árangurinn talar sínu máli og við getum ekki verið stoltari af okkar manni. Venni mun stýra liðinu gegn Þrótti V. á miðvikudag og láta svo formlega af störfum. pic.twitter.com/HZqD0FXjCX— KV Fótbolti (@KVfotbolti) June 20, 2022 „Knattspyrnudeild KR og Sigurvin Ólafsson hafa komist að samkomulagi um starfslok. Sigurvin óskaði eftir því að láta af störfum og féllst deildin á beiðni hans,“ segir í yfirlýsingu KR. Hinn 45 ára gamli Sigurvin gerði það einkar gott sem leikmaður hér á landi og varð til að mynda fimm sinnum Íslandsmeistari áður en hann sneri sér að þjálfun. Þá lék hann sjö A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann hefur sinnt starfi aðstoðarþjálfara KR síðan í mars á síðasta ári en áður hafði hann þjálfað yngri flokka félagsins sem og KV. Tók hann við af Bjarna Guðjónssyni sem færði sig um tíma til Svíþjóðar en er í dag framkvæmdastjóri KR ásamt því að hafa verið á skýrslu að undanförnu sem aðstoðarþjálfari liðsins. Í gær heyrðust fregnir af því að Sigurvin myndi aðstoða Eið Smára Guðjohnsen sem væri í þann mund að taka við Bestu deildarliði FH. Í gærkvöld var svo ráðning Eiðs Smára staðfest og nú er ljóst að Sigurvin mun fylgja honum. Sigurvin lék með FH við góðan orðstír frá 2005 til 2008. Varð hann bæði Íslands og bikarmeistari á tíma sínum í Hafnafirði. FH er sem stendur í 9. sæti Bestu deildar karla með 8 stig að loknum 9 umferðum. Fréttin hefur verið uppfærð. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR FH KV Lengjudeild karla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
KV kvaddi Sigurvin formlega á Twitter-síðu sinni í dag en undir hans stjórn hefur félagið náð eftirtektarverðum árangri og leikur í dag í Lengjudeildinni þrátt fyrir að vera ekki með einn leikmann á launaskrá. Sigurvin mun stýra liðinu á miðvikudag er KV mætir Þrótti Vogum í sannkölluðum sex stiga leik en bæði lið eru í fallsæti í Lengjudeildinni. Að leik loknum mun hann láta formlega af störfum. Félagið hefur þó þegar hafið leit að arftaka Sigurvins í Vesturbænum. Gafferinn kveður.Við þökkum Venna fyrir frábæra tíma hjá félaginu, árangurinn talar sínu máli og við getum ekki verið stoltari af okkar manni. Venni mun stýra liðinu gegn Þrótti V. á miðvikudag og láta svo formlega af störfum. pic.twitter.com/HZqD0FXjCX— KV Fótbolti (@KVfotbolti) June 20, 2022 „Knattspyrnudeild KR og Sigurvin Ólafsson hafa komist að samkomulagi um starfslok. Sigurvin óskaði eftir því að láta af störfum og féllst deildin á beiðni hans,“ segir í yfirlýsingu KR. Hinn 45 ára gamli Sigurvin gerði það einkar gott sem leikmaður hér á landi og varð til að mynda fimm sinnum Íslandsmeistari áður en hann sneri sér að þjálfun. Þá lék hann sjö A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann hefur sinnt starfi aðstoðarþjálfara KR síðan í mars á síðasta ári en áður hafði hann þjálfað yngri flokka félagsins sem og KV. Tók hann við af Bjarna Guðjónssyni sem færði sig um tíma til Svíþjóðar en er í dag framkvæmdastjóri KR ásamt því að hafa verið á skýrslu að undanförnu sem aðstoðarþjálfari liðsins. Í gær heyrðust fregnir af því að Sigurvin myndi aðstoða Eið Smára Guðjohnsen sem væri í þann mund að taka við Bestu deildarliði FH. Í gærkvöld var svo ráðning Eiðs Smára staðfest og nú er ljóst að Sigurvin mun fylgja honum. Sigurvin lék með FH við góðan orðstír frá 2005 til 2008. Varð hann bæði Íslands og bikarmeistari á tíma sínum í Hafnafirði. FH er sem stendur í 9. sæti Bestu deildar karla með 8 stig að loknum 9 umferðum. Fréttin hefur verið uppfærð. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR FH KV Lengjudeild karla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira