Höldum vöku okkar Fríða Thoroddsen skrifar 19. júní 2022 14:00 Á þessum degi fyrir 107 árum, nánar tiltekið þann 19. júní 1915, fengu konur, 40 ára og eldri kosningarétt til Alþingis og fimm árum síðar hlutu konur kosningarétt til jafns við karla. Þessi réttindi sem við teljum svo sjálfsögð í dag komu ekki að sjálfu sér. Fyrsta krafan um jafnan kosningarétt milli kynjanna kom fram árið 1895 frá Hinu íslenska kvenfélagi en það tók 25 ár þar til þau voru komin í hús. Rétt eins og jafn kosningaréttur kvenna og karla þykja sjálfsagður ætti það að vera jafn sjálfsagt að það ríki jafnrétti á vinnumarkaði í dag, árið 2022. En er það svo? Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan 1920. Í dag ríkir formlegt kynjajafnrétti á Íslandi sem þýðir að konur og karlar búa við lagalegt jafnrétti og á undanförnum árum hafa verið stigin stór skref til að jafna stöðu kynjanna hér á landi. Í alþjóðlegum samanburði stöndum við framarlega. Ísland hefur á síðustu árum setið á toppi lista Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum) sem mælir jafnrétti kynjanna hvað varðar efnahag, pólitíska stöðu, menntun og heilbrigði. Við erum leiðandi í jafnréttismálum og í raun fyrirmynd annarra þjóða. En þrátt fyrir að margt hafi áunnist í baráttunni fyrir jöfnum launum og tækifærum kvenna og karla á atvinnumarkaði er kynbundinn launamunur enn til staðar, verðmat hinna svokölluðu ,,kvennastarfa“ er lægra en hefðbundinna ,,karlastarfa“, konur sinna frekar hlutastörfum en karlar og konur eru með mun lægri eftirlaun. Því til viðbótar, og þrátt fyrir lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja og lög um jafnan rétt karla og kvenna, eru konur enn í minnihluta þeirra sem gegna valdastöðum í samfélaginu. Hlutfall kvenna í stjórnun fyrirtækja hér á landi er tæplega 27% skv. mælaborði Jafnvægisvogar FKA og hlutfall kvenkyns forstjóra/framkvæmdastjóra 23%. Einungis ein kona stýrir fyrirtæki á markaði hér á landi. Samkvæmt nýlegri úttekt Kjarnans á kynjahlutföllum í stjórnum þeirra sjóða og fyrirtækja sem stjórna fjárhagslegum verðmætum eru konur ekki áberandi. Af 104 æðstu stjórnendum viðskiptabanka, sparisjóða, lífeyrissjóða, skráðra félaga, óskráðra tryggingafélaga, lánafyrirtækja, verðbréfafyrirtækja og -miðlana, verðbréfasjóða, sérhæfðra sjóða, orkufyrirtækja, rafeyrisfyrirtækja, greiðslustofnana, Kauphallar og lánasjóða eru aðeins tæplega 13% konur. Þessar upplýsingar, að um 87% æðstu stjórnenda í viðskipalífinu séu karlar, eru sláandi enda ljóst að enginn skortur er á hæfum konum á vinnumarkaðnum. Þess ber að geta að menntunarstig kvenna á Íslandi og atvinnuþátttaka er meðal þess sem mest gerist á meðal OECD-ríkjanna. Hvað veldur og hvað er til ráða? Hvar eigum við að byrja? Það virðist ekki vera nóg að ná réttindum – lagalegum réttindum - heldur þarf að standa vörð um þau á hverjum tíma og nú sjáum við að bakslag hefur orðið í jafnréttisbarráttunni á alþjóðlegum vettvangi. Nýlegt dæmi um það er hvernig vegið er að sjálfsákvörðunarrétti kvenna í Bandaríkjunum, þessu öfluga vestræna ríki. Þar ríkir ótti meðal margra um ákvörðun meirihluta Hæstaréttar í málinu Dobbs gegn Jackson Women's Health Organization, en uppkasti af hugsanlegum dómi réttarins var lekið til fjölmiðla nýlega. Þar kom fram að dómurinn hyggst fella Roe gegn Wade úr gildi, dóminn sem tryggði konum stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs í öllum ríkjum Bandaríkjanna árið 1973. Þar með verða konur sviptar rétti sínum til líkamlegs sjálfræðis og þeirra stjórnarskrárvörðu réttinda sem þær hafa reitt sig á í hálfa öld. Slíkt myndi hafa gríðarleg áhrif á líf og heilsu fjölda ungra kvenna, ekki síst þeirra sem hvorki hafa tök á því að taka sér frí frá vinnu til að ferðast um langan veg né fjármuni til að greiða fyrir þungunarrof. Við verðum því að halda vöku okkar því margt bendir til þess að við séum að fara inn í viðsjárverða tíma. VR stefnir markvisst að jafnrétti á vinnumarkaði óháð aldri, kyni, kynhneigð, þjóðerni, litarafti, trú eða stjórnmálaskoðunum. Við vitum að fjölbreytni í hópi starfsfólks hefur jákvæð áhrif á starfsemi og afkomu fyrirtækja, eykur starfsánægju og skilar ávinningi langt út fyrir veggi fyrirtækjanna sjálfra. Um leið og ég óska öllum konum á Íslandi til hamingju með daginn vil ég ítreka að við verðum öll að horfa fram á veginn, sjá hvar næstu áskoranir bíða okkar og mæta þeim óhikað. Höfundur er formaður jafnréttis – og mannréttindanefndar VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Jafnréttismál Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Sjá meira
Á þessum degi fyrir 107 árum, nánar tiltekið þann 19. júní 1915, fengu konur, 40 ára og eldri kosningarétt til Alþingis og fimm árum síðar hlutu konur kosningarétt til jafns við karla. Þessi réttindi sem við teljum svo sjálfsögð í dag komu ekki að sjálfu sér. Fyrsta krafan um jafnan kosningarétt milli kynjanna kom fram árið 1895 frá Hinu íslenska kvenfélagi en það tók 25 ár þar til þau voru komin í hús. Rétt eins og jafn kosningaréttur kvenna og karla þykja sjálfsagður ætti það að vera jafn sjálfsagt að það ríki jafnrétti á vinnumarkaði í dag, árið 2022. En er það svo? Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan 1920. Í dag ríkir formlegt kynjajafnrétti á Íslandi sem þýðir að konur og karlar búa við lagalegt jafnrétti og á undanförnum árum hafa verið stigin stór skref til að jafna stöðu kynjanna hér á landi. Í alþjóðlegum samanburði stöndum við framarlega. Ísland hefur á síðustu árum setið á toppi lista Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum) sem mælir jafnrétti kynjanna hvað varðar efnahag, pólitíska stöðu, menntun og heilbrigði. Við erum leiðandi í jafnréttismálum og í raun fyrirmynd annarra þjóða. En þrátt fyrir að margt hafi áunnist í baráttunni fyrir jöfnum launum og tækifærum kvenna og karla á atvinnumarkaði er kynbundinn launamunur enn til staðar, verðmat hinna svokölluðu ,,kvennastarfa“ er lægra en hefðbundinna ,,karlastarfa“, konur sinna frekar hlutastörfum en karlar og konur eru með mun lægri eftirlaun. Því til viðbótar, og þrátt fyrir lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja og lög um jafnan rétt karla og kvenna, eru konur enn í minnihluta þeirra sem gegna valdastöðum í samfélaginu. Hlutfall kvenna í stjórnun fyrirtækja hér á landi er tæplega 27% skv. mælaborði Jafnvægisvogar FKA og hlutfall kvenkyns forstjóra/framkvæmdastjóra 23%. Einungis ein kona stýrir fyrirtæki á markaði hér á landi. Samkvæmt nýlegri úttekt Kjarnans á kynjahlutföllum í stjórnum þeirra sjóða og fyrirtækja sem stjórna fjárhagslegum verðmætum eru konur ekki áberandi. Af 104 æðstu stjórnendum viðskiptabanka, sparisjóða, lífeyrissjóða, skráðra félaga, óskráðra tryggingafélaga, lánafyrirtækja, verðbréfafyrirtækja og -miðlana, verðbréfasjóða, sérhæfðra sjóða, orkufyrirtækja, rafeyrisfyrirtækja, greiðslustofnana, Kauphallar og lánasjóða eru aðeins tæplega 13% konur. Þessar upplýsingar, að um 87% æðstu stjórnenda í viðskipalífinu séu karlar, eru sláandi enda ljóst að enginn skortur er á hæfum konum á vinnumarkaðnum. Þess ber að geta að menntunarstig kvenna á Íslandi og atvinnuþátttaka er meðal þess sem mest gerist á meðal OECD-ríkjanna. Hvað veldur og hvað er til ráða? Hvar eigum við að byrja? Það virðist ekki vera nóg að ná réttindum – lagalegum réttindum - heldur þarf að standa vörð um þau á hverjum tíma og nú sjáum við að bakslag hefur orðið í jafnréttisbarráttunni á alþjóðlegum vettvangi. Nýlegt dæmi um það er hvernig vegið er að sjálfsákvörðunarrétti kvenna í Bandaríkjunum, þessu öfluga vestræna ríki. Þar ríkir ótti meðal margra um ákvörðun meirihluta Hæstaréttar í málinu Dobbs gegn Jackson Women's Health Organization, en uppkasti af hugsanlegum dómi réttarins var lekið til fjölmiðla nýlega. Þar kom fram að dómurinn hyggst fella Roe gegn Wade úr gildi, dóminn sem tryggði konum stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs í öllum ríkjum Bandaríkjanna árið 1973. Þar með verða konur sviptar rétti sínum til líkamlegs sjálfræðis og þeirra stjórnarskrárvörðu réttinda sem þær hafa reitt sig á í hálfa öld. Slíkt myndi hafa gríðarleg áhrif á líf og heilsu fjölda ungra kvenna, ekki síst þeirra sem hvorki hafa tök á því að taka sér frí frá vinnu til að ferðast um langan veg né fjármuni til að greiða fyrir þungunarrof. Við verðum því að halda vöku okkar því margt bendir til þess að við séum að fara inn í viðsjárverða tíma. VR stefnir markvisst að jafnrétti á vinnumarkaði óháð aldri, kyni, kynhneigð, þjóðerni, litarafti, trú eða stjórnmálaskoðunum. Við vitum að fjölbreytni í hópi starfsfólks hefur jákvæð áhrif á starfsemi og afkomu fyrirtækja, eykur starfsánægju og skilar ávinningi langt út fyrir veggi fyrirtækjanna sjálfra. Um leið og ég óska öllum konum á Íslandi til hamingju með daginn vil ég ítreka að við verðum öll að horfa fram á veginn, sjá hvar næstu áskoranir bíða okkar og mæta þeim óhikað. Höfundur er formaður jafnréttis – og mannréttindanefndar VR.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun