Samgöngur við sunnanverða Vestfirði séu tifandi tímasprengja Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. júní 2022 19:56 Farþegar Baldurs sátu fastir í meira en fimm klukkustundir eftir að ferjan varð vélarvana í morgun. Vísir/Sigurjón Sveitarstjóri á Vestfjörðum segir óviðunandi að farþegaferjan Baldur, sem siglir frá Snæfellsnesi yfir á Breiðafjörð, bili ítrekað með tilheyrandi röskun á samgöngum. Slæmir innviðir á sunnanverðum Vestfjörðum séu tifandi tímasprengja. Farþegar sátu fastir í meira en fimm tíma vegna bilunar í morgun. Baldur varð vélarvana aðeins nokkur hundruð metra frá landi í Stykkishólmi í morgun, með yfir hundrað manns um borð. Farþegi sem fréttastofa ræddi við á meðan Baldur var enn úti á sjó, þá fjórum tímum eftir að ferjan varð vélarvana, bar sig vel. Fólki hafi verið tjáð að engin hætta væri á ferðum, og unnið væri að viðgerð. Eftir að búið hafi verið að laga vélina hafi akkeri ferjunnar hins vegar verið fast í um klukkustund. Til allrar hamingju hafi verið gott veður, logn og sólskin. Farþegar hafi náð að halda ró sinni. Baldur siglir frá Stykkishólmi, út í Flatey, yfir á Brjánslæk á Vestfjörðum og til baka. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem bilun kemur upp í Baldri á leiðinni yfir Breiðafjörð. Ferjan bilaði til að mynda á síðasta ári og árið þar á undan. Tifandi tímasprengja Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðar, segir mál að linni. Úrbóta sé þörf. „Þetta er gömul ferja, það er ein vél sem getur bilað, eins og gerðist í morgun, og hættuleg leið. Þetta er bara ekki boðlegt.“ Haustið 2023 stendur til að skipta Baldri út fyrir Herjólf III, en fyrst þarf þó að bæta hafnirnar sem undir eru, svo það gangi eftir. Ólafur Þór Ólafsson er sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps.Tálknafjörður „En auðvitað er engin framtíðarlausn í þessu nema það komi ný og öflug ferja sem fari þessa leið og það er krafa okkar á sunnanverðum Vestfjörðum að það verði bara farið í það verkefn af fullum krafti.“ Ólafur segir úrbóta ekki síður þörf í vegakerfinu. Samgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum séu einfaldlega ekki nógu góðar. „Þetta er lífshættulegt og tifandi tímasprengja hvenær eitthvað alvarlegt kemur upp á. Þess vegna skiptir máli að þessar samgöngur við okkur á sunnanverðum Vestfjörðum séu teknar upp á borðið og ofar á forgangslistann.“ Ferjan Baldur Stykkishólmur Tálknafjörður Vesturbyggð Samgöngur Tengdar fréttir Baldur kominn í höfn: „Þetta fór blessunarlega vel“ Búið er að binda ferjuna Baldur við Stykkishólmshöfn, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Ferjan varð aflvana norður af Stykkishólmi í morgun, eða um 300 metra frá landi. 18. júní 2022 15:45 Algjörlega óboðlegt að leggja líf fólks í hættu Bæjarstjórn Vesturbyggðar og sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps segir margoft hafa verið bent á það öryggisleysi sem fylgi því að vera með gamalt skip í siglingum yfir Breiðafjörð sem hafi ítrekað bilað. Breiðafjarðarferjan Baldur varð vélarvana í Breiðafirði í morgun, einungis nokkrum mínútum eftir að hún fór frá landi. 18. júní 2022 14:08 Alltaf hætta á ferðum þegar skip séu svo nálægt klettum og landi Yfir hundrað farþegar bíða eftir því að komast í land eftir að farþegaferjan Baldur varð vélarvana á Breiðafirði í morgun, nokkrum mínútum eftir að hún lagði úr höfn frá Stykkishólmi. 18. júní 2022 12:53 Ferjan Baldur vélarvana með 111 um borð Farþegaferjan Baldur er vélarvana á Breiðafirði um 300 metra frá landi með 111 um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á staðinn og verður þar til taks. 18. júní 2022 10:33 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Baldur varð vélarvana aðeins nokkur hundruð metra frá landi í Stykkishólmi í morgun, með yfir hundrað manns um borð. Farþegi sem fréttastofa ræddi við á meðan Baldur var enn úti á sjó, þá fjórum tímum eftir að ferjan varð vélarvana, bar sig vel. Fólki hafi verið tjáð að engin hætta væri á ferðum, og unnið væri að viðgerð. Eftir að búið hafi verið að laga vélina hafi akkeri ferjunnar hins vegar verið fast í um klukkustund. Til allrar hamingju hafi verið gott veður, logn og sólskin. Farþegar hafi náð að halda ró sinni. Baldur siglir frá Stykkishólmi, út í Flatey, yfir á Brjánslæk á Vestfjörðum og til baka. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem bilun kemur upp í Baldri á leiðinni yfir Breiðafjörð. Ferjan bilaði til að mynda á síðasta ári og árið þar á undan. Tifandi tímasprengja Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðar, segir mál að linni. Úrbóta sé þörf. „Þetta er gömul ferja, það er ein vél sem getur bilað, eins og gerðist í morgun, og hættuleg leið. Þetta er bara ekki boðlegt.“ Haustið 2023 stendur til að skipta Baldri út fyrir Herjólf III, en fyrst þarf þó að bæta hafnirnar sem undir eru, svo það gangi eftir. Ólafur Þór Ólafsson er sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps.Tálknafjörður „En auðvitað er engin framtíðarlausn í þessu nema það komi ný og öflug ferja sem fari þessa leið og það er krafa okkar á sunnanverðum Vestfjörðum að það verði bara farið í það verkefn af fullum krafti.“ Ólafur segir úrbóta ekki síður þörf í vegakerfinu. Samgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum séu einfaldlega ekki nógu góðar. „Þetta er lífshættulegt og tifandi tímasprengja hvenær eitthvað alvarlegt kemur upp á. Þess vegna skiptir máli að þessar samgöngur við okkur á sunnanverðum Vestfjörðum séu teknar upp á borðið og ofar á forgangslistann.“
Ferjan Baldur Stykkishólmur Tálknafjörður Vesturbyggð Samgöngur Tengdar fréttir Baldur kominn í höfn: „Þetta fór blessunarlega vel“ Búið er að binda ferjuna Baldur við Stykkishólmshöfn, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Ferjan varð aflvana norður af Stykkishólmi í morgun, eða um 300 metra frá landi. 18. júní 2022 15:45 Algjörlega óboðlegt að leggja líf fólks í hættu Bæjarstjórn Vesturbyggðar og sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps segir margoft hafa verið bent á það öryggisleysi sem fylgi því að vera með gamalt skip í siglingum yfir Breiðafjörð sem hafi ítrekað bilað. Breiðafjarðarferjan Baldur varð vélarvana í Breiðafirði í morgun, einungis nokkrum mínútum eftir að hún fór frá landi. 18. júní 2022 14:08 Alltaf hætta á ferðum þegar skip séu svo nálægt klettum og landi Yfir hundrað farþegar bíða eftir því að komast í land eftir að farþegaferjan Baldur varð vélarvana á Breiðafirði í morgun, nokkrum mínútum eftir að hún lagði úr höfn frá Stykkishólmi. 18. júní 2022 12:53 Ferjan Baldur vélarvana með 111 um borð Farþegaferjan Baldur er vélarvana á Breiðafirði um 300 metra frá landi með 111 um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á staðinn og verður þar til taks. 18. júní 2022 10:33 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Baldur kominn í höfn: „Þetta fór blessunarlega vel“ Búið er að binda ferjuna Baldur við Stykkishólmshöfn, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Ferjan varð aflvana norður af Stykkishólmi í morgun, eða um 300 metra frá landi. 18. júní 2022 15:45
Algjörlega óboðlegt að leggja líf fólks í hættu Bæjarstjórn Vesturbyggðar og sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps segir margoft hafa verið bent á það öryggisleysi sem fylgi því að vera með gamalt skip í siglingum yfir Breiðafjörð sem hafi ítrekað bilað. Breiðafjarðarferjan Baldur varð vélarvana í Breiðafirði í morgun, einungis nokkrum mínútum eftir að hún fór frá landi. 18. júní 2022 14:08
Alltaf hætta á ferðum þegar skip séu svo nálægt klettum og landi Yfir hundrað farþegar bíða eftir því að komast í land eftir að farþegaferjan Baldur varð vélarvana á Breiðafirði í morgun, nokkrum mínútum eftir að hún lagði úr höfn frá Stykkishólmi. 18. júní 2022 12:53
Ferjan Baldur vélarvana með 111 um borð Farþegaferjan Baldur er vélarvana á Breiðafirði um 300 metra frá landi með 111 um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á staðinn og verður þar til taks. 18. júní 2022 10:33