Segir að „ríkisfélögin“ stefni evrópskum fótbolta í hættu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. júní 2022 07:30 Javier Tebas, forseti La Liga, er ekki hrifinn af viðskiptaháttum Manchester City og Paris Saint-Germain. Irina R. Hipolito / AFP7 via Getty Images Javier Tebas, forseti spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, La Liga, segir að evrópskur fótbolti sé í hættu nema hægt sé að stjórna „ríkisfélögum“ á borð við Manchester City og Paris Saint-Germain. Fyrr í vikunni var sagt frá því hér á Vísi að forsvarsmenn La Liga hafi sent formlegar ásakanir til UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, þar sem þeir telja PSG og Manchester City hafa brotið reglur um fjárhagslega háttvísi. Forráðamenn La Liga telja að félögin séu í raun rekin af ríkum löndum og sveigi framhjá lögum og reglum sem hannaðar séu til að eyðsla félaga sé sem sjálfbærust. Bæði felög hafa þó ítrekað neitað þessum ásökunum. Englandsmeistarar Manchester City eru í eigu Sheikh Mansour frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum á meðan Frakklandsmeistarar PSG eru í eigu Tamim bin Hamad Al Thani frá Katar. Javier Tebas, forseti La Liga, segir að ásakanirnar hafi verið sendar til að reyna að vernda fótboltann. „Við erum að þessu til að vernda vistkerfi fótboltans í Evrópu,“ sagði Tabas. „Við teljum að evrópskur fótbolti sé í hættu. Við höfum ekki getað hannað kerfi til að hafa stjórn á þessum ríkisfélögum.“ „Manchester City sem vörumerki er ekki svona mikils virði“ Á sameiginlegum fundi evrópsku knattspyrnudeildanna í Amsterdam í vikunni hélt Tebas ekki aftur að sér og skaut föstum skotum á bæði Manchester City og PSG. „Launatölurnar þeirra á seinasta tímabili voru 600 milljónir evra,“ sagði Tebas um PSG. „Það er ómögulegt og það er ef við teljum nýja samninginn við [Kylian] Mbappé ekki með. Það er augljóst að þeir fylgja ekki reglum um fjárhagslegt háttvísi (e. Financial Fair Play). Þetta setur fjárhagslegt vistkerfi Evrópu í hættu.“ Hann lét einnig í sér heyra varðandi Manchester City, en Englandsmeistararnir voru árið 2020 dæmdir í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu fyrir brot á reglum um fjárhagslegt háttvísi. Alþjóðaíþróttadómstóllinn CAS snéri dómnum þó við og félagið þurfti því aldrei að taka út bannið. „Á einum tímapunkti voru 68 prósent af tekjum Manchester City auglýsingatekjur. Real Madrid var með 54 prósent í gegnum auglýsingatekjur. Það er ómögulegt. Manchester City sem vörumerki er ekki svona mikils virði. Þeir fengu á sig dóm, en honum var snúið við,“ sagði Tebas að lokum. Fótbolti Spænski boltinn Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Sjá meira
Fyrr í vikunni var sagt frá því hér á Vísi að forsvarsmenn La Liga hafi sent formlegar ásakanir til UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, þar sem þeir telja PSG og Manchester City hafa brotið reglur um fjárhagslega háttvísi. Forráðamenn La Liga telja að félögin séu í raun rekin af ríkum löndum og sveigi framhjá lögum og reglum sem hannaðar séu til að eyðsla félaga sé sem sjálfbærust. Bæði felög hafa þó ítrekað neitað þessum ásökunum. Englandsmeistarar Manchester City eru í eigu Sheikh Mansour frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum á meðan Frakklandsmeistarar PSG eru í eigu Tamim bin Hamad Al Thani frá Katar. Javier Tebas, forseti La Liga, segir að ásakanirnar hafi verið sendar til að reyna að vernda fótboltann. „Við erum að þessu til að vernda vistkerfi fótboltans í Evrópu,“ sagði Tabas. „Við teljum að evrópskur fótbolti sé í hættu. Við höfum ekki getað hannað kerfi til að hafa stjórn á þessum ríkisfélögum.“ „Manchester City sem vörumerki er ekki svona mikils virði“ Á sameiginlegum fundi evrópsku knattspyrnudeildanna í Amsterdam í vikunni hélt Tebas ekki aftur að sér og skaut föstum skotum á bæði Manchester City og PSG. „Launatölurnar þeirra á seinasta tímabili voru 600 milljónir evra,“ sagði Tebas um PSG. „Það er ómögulegt og það er ef við teljum nýja samninginn við [Kylian] Mbappé ekki með. Það er augljóst að þeir fylgja ekki reglum um fjárhagslegt háttvísi (e. Financial Fair Play). Þetta setur fjárhagslegt vistkerfi Evrópu í hættu.“ Hann lét einnig í sér heyra varðandi Manchester City, en Englandsmeistararnir voru árið 2020 dæmdir í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu fyrir brot á reglum um fjárhagslegt háttvísi. Alþjóðaíþróttadómstóllinn CAS snéri dómnum þó við og félagið þurfti því aldrei að taka út bannið. „Á einum tímapunkti voru 68 prósent af tekjum Manchester City auglýsingatekjur. Real Madrid var með 54 prósent í gegnum auglýsingatekjur. Það er ómögulegt. Manchester City sem vörumerki er ekki svona mikils virði. Þeir fengu á sig dóm, en honum var snúið við,“ sagði Tebas að lokum.
Fótbolti Spænski boltinn Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Sjá meira