Spá 0,75 prósenta hækkun stýrivaxta Bjarki Sigurðsson og Eiður Þór Árnason skrifa 16. júní 2022 09:22 Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands mun kynna næstu stýrivaxtahækkun sína þann 22. júní. Vísir/Sigurjón Bæði hagfræðideild Landsbankans og Greining Íslandsbanka spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti um 0,75 prósentustig í næstu viku. Gangi spárnar eftir fara meginvextir bankans úr 3,75 í 4,5 prósent. Þegar hagfræðideild Landsbankans birti þjóðhagsspá sína í maí gerði hún ráð fyrir að stýrivextir myndu hækka um 0,5 prósent og er því um að ræða umtalsverða hækkun á stuttum tíma. Vísað er til þess að verðbólguhorfur hafi nú versnað, nýlegar tölur sýni mikinn hagvöxt á fyrsta ársfjórðungi og gögn um innlenda kortaveltu sýni að eftirspurnarþrýstingur sé mikill. Fari stýrivextir upp í 4,5 prósent síðar í mánuðinum, líkt og gert er ráð fyrir, verða þeir orðnir jafnháir og þeir voru áður en peningastefnunefnd Seðlabankans hóf að lækka vexti árið 2019. Þrátt fyrir umtalsverðar stýrivaxtahækkanir síðustu misseri eru raunstýrivextir áfram neikvæðir. Greining Íslandsbanka telur líklegt að vaxtahækkunarferli Seðlabankans sé hvergi nærri lokið enda vilji bankinn trúlega koma raunstýrivöxtum yfir núllið fyrr en seinna. „Trúlega mun bankinn vilja stíga fast til jarðar því ef brugðist er of seint við gæti þurft að hækka vexti meira en ella. Það veltur svo ekki síst á því hvort, og þá hversu mikið, aðrir hagstjórnaraðilar á borð við stjórnvöld og aðila vinnumarkaðar leggja hönd á plóg við að minnka verðbólguþrýsting á komandi misserum hversu hátt stýrivextirnir fara áður en yfir líkur í yfirstandandi vaxtahækkunarferli.“ Versnandi verðbólguhorfur styðji við ákvörðunina „Við teljum líklegt að nefndin muni ræða 0,5-1,0 prósentustiga hækkun vaxta, en á síðasta fundi var rætt um 0,75-1,0 prósentustiga hækkun. Nefndin var þá einróma í þeirri ákvörðun að hækka vextina um 1,0 prósentustig og gaf jafnframt til kynna að vextir yrðu einnig hækkaðir næst. Að þessu sinni teljum við líklegast að hækkun um 0,75 prósentustig verði niðurstaðan, sem er vissulega stórt skref þó það sé ekki jafn stórt og síðast,“ segir í spá Landsbankans. Versnandi verðbólguhorfur styðji við ákvörðun Seðlabankans um að hækka stýrivexti en í nýjustu verðbólguspá er gert ráð fyrir því að verðbólgan verði 8,7 prósent í júní. Fréttin hefur verið uppfærð til að bæta við umfjöllun um nýja spá Greiningar Íslandsbanka. Seðlabankinn Íslenskir bankar Efnahagsmál Verðlag Íslenska krónan Tengdar fréttir Hækka spá sína og gera ráð fyrir 8,7 prósent verðbólgu í júní Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að ársverðbólga mælist 8,7% í júní en hún var 7,6% í maí. Um er að ræða talsvert meiri hækkun en bankinn hafði áður spáð og skýrist það fyrst og fremst af því að verð á eldsneyti hefur hækkað mun meira en hagfræðideildin átti von á. 15. júní 2022 10:13 Hækka stýrivexti í fyrsta sinn í ellefu ár Evrópski seðlabankinn hyggst færa stýrivexti sína upp um 0,25 prósentustig í júlí sem verður fyrsta hækkunin í ellefu ár. Þá boðar seðlabankinn aðra hækkun í september sem gæti reynst umfangsmeiri ef ekki tekst að koma böndum á verðbólguna. 9. júní 2022 21:17 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Sjá meira
Þegar hagfræðideild Landsbankans birti þjóðhagsspá sína í maí gerði hún ráð fyrir að stýrivextir myndu hækka um 0,5 prósent og er því um að ræða umtalsverða hækkun á stuttum tíma. Vísað er til þess að verðbólguhorfur hafi nú versnað, nýlegar tölur sýni mikinn hagvöxt á fyrsta ársfjórðungi og gögn um innlenda kortaveltu sýni að eftirspurnarþrýstingur sé mikill. Fari stýrivextir upp í 4,5 prósent síðar í mánuðinum, líkt og gert er ráð fyrir, verða þeir orðnir jafnháir og þeir voru áður en peningastefnunefnd Seðlabankans hóf að lækka vexti árið 2019. Þrátt fyrir umtalsverðar stýrivaxtahækkanir síðustu misseri eru raunstýrivextir áfram neikvæðir. Greining Íslandsbanka telur líklegt að vaxtahækkunarferli Seðlabankans sé hvergi nærri lokið enda vilji bankinn trúlega koma raunstýrivöxtum yfir núllið fyrr en seinna. „Trúlega mun bankinn vilja stíga fast til jarðar því ef brugðist er of seint við gæti þurft að hækka vexti meira en ella. Það veltur svo ekki síst á því hvort, og þá hversu mikið, aðrir hagstjórnaraðilar á borð við stjórnvöld og aðila vinnumarkaðar leggja hönd á plóg við að minnka verðbólguþrýsting á komandi misserum hversu hátt stýrivextirnir fara áður en yfir líkur í yfirstandandi vaxtahækkunarferli.“ Versnandi verðbólguhorfur styðji við ákvörðunina „Við teljum líklegt að nefndin muni ræða 0,5-1,0 prósentustiga hækkun vaxta, en á síðasta fundi var rætt um 0,75-1,0 prósentustiga hækkun. Nefndin var þá einróma í þeirri ákvörðun að hækka vextina um 1,0 prósentustig og gaf jafnframt til kynna að vextir yrðu einnig hækkaðir næst. Að þessu sinni teljum við líklegast að hækkun um 0,75 prósentustig verði niðurstaðan, sem er vissulega stórt skref þó það sé ekki jafn stórt og síðast,“ segir í spá Landsbankans. Versnandi verðbólguhorfur styðji við ákvörðun Seðlabankans um að hækka stýrivexti en í nýjustu verðbólguspá er gert ráð fyrir því að verðbólgan verði 8,7 prósent í júní. Fréttin hefur verið uppfærð til að bæta við umfjöllun um nýja spá Greiningar Íslandsbanka.
Seðlabankinn Íslenskir bankar Efnahagsmál Verðlag Íslenska krónan Tengdar fréttir Hækka spá sína og gera ráð fyrir 8,7 prósent verðbólgu í júní Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að ársverðbólga mælist 8,7% í júní en hún var 7,6% í maí. Um er að ræða talsvert meiri hækkun en bankinn hafði áður spáð og skýrist það fyrst og fremst af því að verð á eldsneyti hefur hækkað mun meira en hagfræðideildin átti von á. 15. júní 2022 10:13 Hækka stýrivexti í fyrsta sinn í ellefu ár Evrópski seðlabankinn hyggst færa stýrivexti sína upp um 0,25 prósentustig í júlí sem verður fyrsta hækkunin í ellefu ár. Þá boðar seðlabankinn aðra hækkun í september sem gæti reynst umfangsmeiri ef ekki tekst að koma böndum á verðbólguna. 9. júní 2022 21:17 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Sjá meira
Hækka spá sína og gera ráð fyrir 8,7 prósent verðbólgu í júní Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að ársverðbólga mælist 8,7% í júní en hún var 7,6% í maí. Um er að ræða talsvert meiri hækkun en bankinn hafði áður spáð og skýrist það fyrst og fremst af því að verð á eldsneyti hefur hækkað mun meira en hagfræðideildin átti von á. 15. júní 2022 10:13
Hækka stýrivexti í fyrsta sinn í ellefu ár Evrópski seðlabankinn hyggst færa stýrivexti sína upp um 0,25 prósentustig í júlí sem verður fyrsta hækkunin í ellefu ár. Þá boðar seðlabankinn aðra hækkun í september sem gæti reynst umfangsmeiri ef ekki tekst að koma böndum á verðbólguna. 9. júní 2022 21:17
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent