Dýrkeypt að takast á við ófrjósemi Inga Bryndís Árnadóttir skrifar 15. júní 2022 19:16 Um 70 ungir einstaklingar greinast árlega með krabbamein á Íslandi, öll standa þau frammi fyrir því að þurfa mögulega að glíma við ófrjósemi í framhaldinu. Á síðastliðnum dögum og vikum hafa tæknifrjóvgunarmál víða borið á góma í samfélaginu. Nýlega kom Íris Birgisdóttir fram í hlaðvarpi Krafts og vakti athygli á þeim brotalömum sem finnast í lögum um tæknifrjóvganir á Íslandi. Í hennar tilfelli gagnrýnir hún ófullnægjandi upplýsingagjöf á vegum tæknifrjóvgunar fyrirtækis er varðar förgun kynfrumna við andlát. Núverandi lög heimila gjöf á kynfrumum til dæmis milli maka en eigandi þarf skriflega að gera grein fyrir hvað eigi að gera við kynfrumur við andlát sitt. Því er afar mikilvægt þegar um óafturkræfar ákvarðanir er að ræða, að upplýsingar séu réttar og gefnar á réttum tíma. Hildur Sverrisdóttir alþingiskona tekur undir með Írisi og vill að fólki verði frjálst að semja sín á milli um tæknifrjóvganir. Hildur bendir á að löggjöfin um tæknifrjóvganir sem eru frá árinu 1996 þurfi uppfæra og vera meira í takt við samtímann. Þá vakti Góðgerðarfélagið Lífskraftur athygli á málinu í vikunni en það hóf sölu á húfum til styrktar ungu fólki sem glímir við ófrjósemi í kjölfar krabbameinsmeðferðar. Dagurinn í dag markar hálft ár síðan Kraftur og Krabbameinsfélag Ísland sendu heilbrigðisráðherra erindi með ósk um breytingar á reglugerð um þátttöku Sjúkratrygginga í kostnaði við tæknifrjóvganir sem gerðar eru án samnings við Sjúkratryggingar Íslands. Í erindinu var bent á að það vanti ákvæði í núverandi reglugerð sem varðar greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands vegna uppsetningu frystra fósturvísa, þ.e þegar einstaklingar þurfa að bíða með uppsetningu fósturvísa vegna yfirvofandi krabbameinsmeðferða. Það gefur auga leið að þegar krabbameinsgreindur einstaklingur fer í frjósemisverndandi meðferð fyrir krabbameinsmeðferð, til þess að varðveita kynfrumur eða fósturvísa vegna mögulegrar ófrjósemi í kjölfar krabbameinsmeðferðar, að þá er einstaklingurinn ekki að fara beint í uppsetningu á fósturvísum heldur þarf að frysta þá, til notkunar síðar. Enn bólar ekkert á svari frá heilbrigðisráðherra. Í þessu samhengi er mikilvægt að benda á að frjósemismeðferðir á Íslandi eru mjög dýrar þótt að Sjúkratryggingar Íslands greiði þær niður að hluta. Ungt fólk sem greinist með krabbamein er oftar en ekki að stíga sín fyrstu skref í lífinu, er með námslán og húsnæðislán á bakinu og ung börn á framfæri. Niðurgreiðsla Sjúkratrygginga hefur verið aukin en engu að síður er kostnaður við tæknifrjóvganir gífurlegur og getur haft veruleg áhrif á líf ungs fólks. Á norðurlöndunum er greiðsluþátttaka í heilbrigðiskerfinu mun meiri við þá einstaklinga sem glíma við ófrjósemivanda og því ljóst að betur má ef duga skal ef Ísland á ekki vera eftirbátar nágrannaþjóða okkar þegar kemur að niðurgreiðslu vegna ófrjósemisvanda. Það er margt sem betur má fara í málaflokknum og mismunandi raddir úr samfélaginu eru að vekja athygli á því. Við hvetjum heilbrigðisráðherra til þess að nýta þetta frábæra tækifæri, taka málið til skoðunar og bæta reglugerðina um niðurgreiðslu frjósemismeðferða. Tíminn er núna! Höfundur er fræðslu- og hagsmunafulltrúi Krafts, stuðningsfélags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frjósemi Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Um 70 ungir einstaklingar greinast árlega með krabbamein á Íslandi, öll standa þau frammi fyrir því að þurfa mögulega að glíma við ófrjósemi í framhaldinu. Á síðastliðnum dögum og vikum hafa tæknifrjóvgunarmál víða borið á góma í samfélaginu. Nýlega kom Íris Birgisdóttir fram í hlaðvarpi Krafts og vakti athygli á þeim brotalömum sem finnast í lögum um tæknifrjóvganir á Íslandi. Í hennar tilfelli gagnrýnir hún ófullnægjandi upplýsingagjöf á vegum tæknifrjóvgunar fyrirtækis er varðar förgun kynfrumna við andlát. Núverandi lög heimila gjöf á kynfrumum til dæmis milli maka en eigandi þarf skriflega að gera grein fyrir hvað eigi að gera við kynfrumur við andlát sitt. Því er afar mikilvægt þegar um óafturkræfar ákvarðanir er að ræða, að upplýsingar séu réttar og gefnar á réttum tíma. Hildur Sverrisdóttir alþingiskona tekur undir með Írisi og vill að fólki verði frjálst að semja sín á milli um tæknifrjóvganir. Hildur bendir á að löggjöfin um tæknifrjóvganir sem eru frá árinu 1996 þurfi uppfæra og vera meira í takt við samtímann. Þá vakti Góðgerðarfélagið Lífskraftur athygli á málinu í vikunni en það hóf sölu á húfum til styrktar ungu fólki sem glímir við ófrjósemi í kjölfar krabbameinsmeðferðar. Dagurinn í dag markar hálft ár síðan Kraftur og Krabbameinsfélag Ísland sendu heilbrigðisráðherra erindi með ósk um breytingar á reglugerð um þátttöku Sjúkratrygginga í kostnaði við tæknifrjóvganir sem gerðar eru án samnings við Sjúkratryggingar Íslands. Í erindinu var bent á að það vanti ákvæði í núverandi reglugerð sem varðar greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands vegna uppsetningu frystra fósturvísa, þ.e þegar einstaklingar þurfa að bíða með uppsetningu fósturvísa vegna yfirvofandi krabbameinsmeðferða. Það gefur auga leið að þegar krabbameinsgreindur einstaklingur fer í frjósemisverndandi meðferð fyrir krabbameinsmeðferð, til þess að varðveita kynfrumur eða fósturvísa vegna mögulegrar ófrjósemi í kjölfar krabbameinsmeðferðar, að þá er einstaklingurinn ekki að fara beint í uppsetningu á fósturvísum heldur þarf að frysta þá, til notkunar síðar. Enn bólar ekkert á svari frá heilbrigðisráðherra. Í þessu samhengi er mikilvægt að benda á að frjósemismeðferðir á Íslandi eru mjög dýrar þótt að Sjúkratryggingar Íslands greiði þær niður að hluta. Ungt fólk sem greinist með krabbamein er oftar en ekki að stíga sín fyrstu skref í lífinu, er með námslán og húsnæðislán á bakinu og ung börn á framfæri. Niðurgreiðsla Sjúkratrygginga hefur verið aukin en engu að síður er kostnaður við tæknifrjóvganir gífurlegur og getur haft veruleg áhrif á líf ungs fólks. Á norðurlöndunum er greiðsluþátttaka í heilbrigðiskerfinu mun meiri við þá einstaklinga sem glíma við ófrjósemivanda og því ljóst að betur má ef duga skal ef Ísland á ekki vera eftirbátar nágrannaþjóða okkar þegar kemur að niðurgreiðslu vegna ófrjósemisvanda. Það er margt sem betur má fara í málaflokknum og mismunandi raddir úr samfélaginu eru að vekja athygli á því. Við hvetjum heilbrigðisráðherra til þess að nýta þetta frábæra tækifæri, taka málið til skoðunar og bæta reglugerðina um niðurgreiðslu frjósemismeðferða. Tíminn er núna! Höfundur er fræðslu- og hagsmunafulltrúi Krafts, stuðningsfélags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun