Nýsköpun og menntarannsóknir Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 15. júní 2022 14:01 Hvaða máli skipta grunnrannsóknir og nýsköpun í menntavísundum? Stutta svarið er að grunnrannsóknir og nýsköpun eru og hafa lengi verið eins mikilvægar fyrir menntavísindi og þau eru fyrir öll önnur vísindi og fræði. Gróskan í menntavísindum teygir sig aftur í aldir en segja má að nú á 21. öldin kalli aldrei sem fyrr á að við styrkjum stoðir samfélaga okkar með öflugum menntarannsóknir, í ljósi þeirri byltingu sem orðið hefur á samskiptaformi og lífsháttum, sem og stórum áskorunum á heimsvísu. Nýsköpun á sviði menntunar snýr meðal annars að stafrænni þróun, s.s. nýtingu hugbúnaðar og nýrra kennslutækja í skólastofunni, tækni sem hefur verið á hvers manns vörum síðastliðin misseri. En nýsköpun á sviði menntunar lýtur er ekki síður samfélagslegs eðlis og lýtur að því að skilja, þróa og í sumum tilvikum umbylta þeim félagslegu ferlum sem einkenna og umvefja öll menntakerfi. Grunnrannsóknir í menntavísindum hafa gert okkur kleift að skilja stöðu jaðarsettra hóp, innflytjenda og þeirra sem búa við skerta námsgetu, og hanna aðferðir og kerfi sem koma til móts við alla nemendahópa. Miklu skiptir að horfa til, læra af og nýta erlendar rannsóknarniðurstöður, jafnvel byggja á þeim, en menntarannsóknir þarf að framkvæma í íslensku samhengi, í þeim félagslega og sögulega veruleika sem við mannfólkið sköpum hér á þessari stórkostlegu og kraftmiklu eldfjallaeyju í miðju Atlantshafi. Í því samhengi skiptir höfuð máli að við beitum fjölbreyttum rannsóknaraðferðum sem útvega stjórnvöldum og öðrum hagaðilum heilsteypt gögn til að taka ákvarðanir og skipuleggja samfélag okkar. En þekkingarleit og skipulegar rannsóknir skipta líka máli í sjálfu sér og það er vert að hafa í huga að sumar af mögnuðustu áhrifum vísinda hafa jafnvel orðið til vegna blöndu tilviljana og vandvirkni. Til dæmis varð pensilín til þegar vísindamaðurinn Alexander Fleming tók sér tveggja vikna frí frá rannsóknarvinnu á vírusum og á meðan hann var í burtu óx mygla í rannsóknarglösunum sem hindraði framgang vírussins og átti sinn þátt í að þetta árangursríka lyf varð til. Kjarni málsins er sá að við vitum ekki endilega fyrir fram hverju rannsóknir muni skila og það væri fráleitt að krefjast hagnýtingar af öllum rannsóknum. Innan Menntavísindasviðs Háskóla Íslands er lögð stund á mikilvægar grunnrannsóknir á ólíkum fræðasviðum menntavísinda, s.s. kennslufræða, uppeldis- og menntunarfræða, íþrótta- og heilsufræða, þroskaþjálfafræða og tómstunda- og félagsmálafræða. Þau eru fjölmörg rannsóknarefni sem nú eru í gangi, en ég vil nefna tvö dæmi um umfangsmiklar og áhrifaríkar rannsóknir: annars vegar alþjóðlegu QUINT (Quality in Nordic Teaching) rannsóknina á gæðakennslu og árangursríkum kennsluháttum á unglingastigi sem 10 grunnskólar taka þátt í hér á landi; og hinsvegar íslensku æskulýðsrannsóknina um heilsu og velferð barna og ungmenna, en í þeirri fjölþjóðlegu rannsókn taka þátt nánast allir grunnskólar og framhaldsskólar landsins. Þessi tvö rannsóknarverkefni eru dæmi um frábær rannsóknarverkefni sem stuðla að mikilvægri samfélagslegri nýsköpun því niðurstöður þeirra nýtast til að bregðast við, bæta og þróa nýjar leiðir með hagsmuni nemenda að leiðarljósi. Mikil gróska hefur verið á sviði menntavísinda á undanförnum árum, en það er mikil áskorun að fjármagna slíkar rannsóknir. Þó tókst rannsakendum að tvöfalda styrkjafjármögnun milli áranna 2020 til 2021, en sértekjur MVS fóru úr 327 m.kr. í 707 m.kr. Erum við í Háskóla Íslands gríðarlega stolt af þeim árangri. Stofnun hagnýts menntarannsóknasjóðs árið 2020 var mikið framfaraskref og bind ég vonir við að sá sjóður verði lögbundinn og að skerpt verði á þeirri áherslu sjóðsins að fjármagna hagnýtar menntarannsóknir unnar í samvinnu við fagfólk á vettvangi skóla- og frístundastarfs. Á þeim vettvangi fer fram gróskumiklu nýsköpun og má nefna margskonar frumkvöðla- og þróunarstarf tengd stafrænu námi og nýjum aðferðum sem stuðla að virkri þátttöku nemenda. Sama gildir um atvinnulíf þar sem fjórða iðnbylting og sífelld þróun starfshátta kallar á þjálfun og nýja hæfni starfsfólks. Því hafa Háskóli Íslands og Reykjavíkurborg tekið saman höndum um Nýsköpunarstofu menntunar sem tekur formlega til starfa næsta haust í Mýrinni, nýsköpunarsetri háskólans í Grósku. Nýsköpunarstofunni er ætlað að leiða saman fræðasamfélagið, frumkvöðla, fagfólk og atvinnulíf til að efla og þróa nýjar leiðir í námi, kennslu, þjálfun, fræðslu og símenntun. Fjölmargir hagaðilar, stofnanir, faghópar og fyrirtæki hafa lýst yfir vilja til að taka þátt, og verður bakhjarlahópur verkefnisins því stór og sterkur. Kjarni málsins er sá að við verðum að styðja vel við rannsakendur sem sökkva sér í þekkingarleitina, brenna fyrir því að skilja m.a. hvernig bæði félagsleg og lífeðlisfræðileg öfl móta þroskaferil fólks; hvernig kennsluhættir geta hvatt eða latt nemendur; hvernig félagsleg- og efnahagsleg staða getur skilgreint tækifæri til menntunar. Sú þekking sem slíkar rannsóknir skapa er forsenda framfara, nýsköpunar og enn betra samfélags. Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Greinin byggir á ávarpi sem höfundur flutti á ársfundi Háskóla Íslands 15. júní 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Nýsköpun Háskólar Kolbrún Þ. Pálsdóttir Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hvaða máli skipta grunnrannsóknir og nýsköpun í menntavísundum? Stutta svarið er að grunnrannsóknir og nýsköpun eru og hafa lengi verið eins mikilvægar fyrir menntavísindi og þau eru fyrir öll önnur vísindi og fræði. Gróskan í menntavísindum teygir sig aftur í aldir en segja má að nú á 21. öldin kalli aldrei sem fyrr á að við styrkjum stoðir samfélaga okkar með öflugum menntarannsóknir, í ljósi þeirri byltingu sem orðið hefur á samskiptaformi og lífsháttum, sem og stórum áskorunum á heimsvísu. Nýsköpun á sviði menntunar snýr meðal annars að stafrænni þróun, s.s. nýtingu hugbúnaðar og nýrra kennslutækja í skólastofunni, tækni sem hefur verið á hvers manns vörum síðastliðin misseri. En nýsköpun á sviði menntunar lýtur er ekki síður samfélagslegs eðlis og lýtur að því að skilja, þróa og í sumum tilvikum umbylta þeim félagslegu ferlum sem einkenna og umvefja öll menntakerfi. Grunnrannsóknir í menntavísindum hafa gert okkur kleift að skilja stöðu jaðarsettra hóp, innflytjenda og þeirra sem búa við skerta námsgetu, og hanna aðferðir og kerfi sem koma til móts við alla nemendahópa. Miklu skiptir að horfa til, læra af og nýta erlendar rannsóknarniðurstöður, jafnvel byggja á þeim, en menntarannsóknir þarf að framkvæma í íslensku samhengi, í þeim félagslega og sögulega veruleika sem við mannfólkið sköpum hér á þessari stórkostlegu og kraftmiklu eldfjallaeyju í miðju Atlantshafi. Í því samhengi skiptir höfuð máli að við beitum fjölbreyttum rannsóknaraðferðum sem útvega stjórnvöldum og öðrum hagaðilum heilsteypt gögn til að taka ákvarðanir og skipuleggja samfélag okkar. En þekkingarleit og skipulegar rannsóknir skipta líka máli í sjálfu sér og það er vert að hafa í huga að sumar af mögnuðustu áhrifum vísinda hafa jafnvel orðið til vegna blöndu tilviljana og vandvirkni. Til dæmis varð pensilín til þegar vísindamaðurinn Alexander Fleming tók sér tveggja vikna frí frá rannsóknarvinnu á vírusum og á meðan hann var í burtu óx mygla í rannsóknarglösunum sem hindraði framgang vírussins og átti sinn þátt í að þetta árangursríka lyf varð til. Kjarni málsins er sá að við vitum ekki endilega fyrir fram hverju rannsóknir muni skila og það væri fráleitt að krefjast hagnýtingar af öllum rannsóknum. Innan Menntavísindasviðs Háskóla Íslands er lögð stund á mikilvægar grunnrannsóknir á ólíkum fræðasviðum menntavísinda, s.s. kennslufræða, uppeldis- og menntunarfræða, íþrótta- og heilsufræða, þroskaþjálfafræða og tómstunda- og félagsmálafræða. Þau eru fjölmörg rannsóknarefni sem nú eru í gangi, en ég vil nefna tvö dæmi um umfangsmiklar og áhrifaríkar rannsóknir: annars vegar alþjóðlegu QUINT (Quality in Nordic Teaching) rannsóknina á gæðakennslu og árangursríkum kennsluháttum á unglingastigi sem 10 grunnskólar taka þátt í hér á landi; og hinsvegar íslensku æskulýðsrannsóknina um heilsu og velferð barna og ungmenna, en í þeirri fjölþjóðlegu rannsókn taka þátt nánast allir grunnskólar og framhaldsskólar landsins. Þessi tvö rannsóknarverkefni eru dæmi um frábær rannsóknarverkefni sem stuðla að mikilvægri samfélagslegri nýsköpun því niðurstöður þeirra nýtast til að bregðast við, bæta og þróa nýjar leiðir með hagsmuni nemenda að leiðarljósi. Mikil gróska hefur verið á sviði menntavísinda á undanförnum árum, en það er mikil áskorun að fjármagna slíkar rannsóknir. Þó tókst rannsakendum að tvöfalda styrkjafjármögnun milli áranna 2020 til 2021, en sértekjur MVS fóru úr 327 m.kr. í 707 m.kr. Erum við í Háskóla Íslands gríðarlega stolt af þeim árangri. Stofnun hagnýts menntarannsóknasjóðs árið 2020 var mikið framfaraskref og bind ég vonir við að sá sjóður verði lögbundinn og að skerpt verði á þeirri áherslu sjóðsins að fjármagna hagnýtar menntarannsóknir unnar í samvinnu við fagfólk á vettvangi skóla- og frístundastarfs. Á þeim vettvangi fer fram gróskumiklu nýsköpun og má nefna margskonar frumkvöðla- og þróunarstarf tengd stafrænu námi og nýjum aðferðum sem stuðla að virkri þátttöku nemenda. Sama gildir um atvinnulíf þar sem fjórða iðnbylting og sífelld þróun starfshátta kallar á þjálfun og nýja hæfni starfsfólks. Því hafa Háskóli Íslands og Reykjavíkurborg tekið saman höndum um Nýsköpunarstofu menntunar sem tekur formlega til starfa næsta haust í Mýrinni, nýsköpunarsetri háskólans í Grósku. Nýsköpunarstofunni er ætlað að leiða saman fræðasamfélagið, frumkvöðla, fagfólk og atvinnulíf til að efla og þróa nýjar leiðir í námi, kennslu, þjálfun, fræðslu og símenntun. Fjölmargir hagaðilar, stofnanir, faghópar og fyrirtæki hafa lýst yfir vilja til að taka þátt, og verður bakhjarlahópur verkefnisins því stór og sterkur. Kjarni málsins er sá að við verðum að styðja vel við rannsakendur sem sökkva sér í þekkingarleitina, brenna fyrir því að skilja m.a. hvernig bæði félagsleg og lífeðlisfræðileg öfl móta þroskaferil fólks; hvernig kennsluhættir geta hvatt eða latt nemendur; hvernig félagsleg- og efnahagsleg staða getur skilgreint tækifæri til menntunar. Sú þekking sem slíkar rannsóknir skapa er forsenda framfara, nýsköpunar og enn betra samfélags. Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Greinin byggir á ávarpi sem höfundur flutti á ársfundi Háskóla Íslands 15. júní 2022.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun