Segir skyldu félagsins að reyna að sporna við hækkun á vöruverði til neytenda Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. júní 2022 21:00 Ásta S. Fjeldsted er framkvæmdastjóri Krónunnar. sigurjón ólason Framkvæmdastjóri Krónunnar segir það skyldu félagsins að reyna að sporna við hækkun á vöruverði til neytenda. Ný verðlagskönnun ASÍ sýnir að matar- og drykkjarvörur hafa hækkað um allt að 16,6 prósent á síðustu sjö mánuðum. Hækkunin er samkvæmt ASÍ í takt við breytingar á vísitölu neysluverðs á sama tímabili. Matarkarfa ASÍ.ASÍ Allar átta verslanirnar sem könnunin nær til hækkuðu vöruverð. Mesta verðhækkunin er hjá Heimkaup en minnst hjá Krónunni. Framkvæmdastjóri Krónunnar segir að félagið leiti ýmissa leiða til þess að þurfa ekki að hækka verð um of. Til dæmis með því að finna leiðir til að lækka innkaupakostnað. „Til dæmis með því að fara í eigin innflutning. Beinan innflutning erlendis frá og reyna þá að fækka þessu milliliðum sem eykur kostnað, fá þá hagkvæmari innkaup og koma því strax út í verðlagið,“ sagði Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar. Berjast á hæl og hnakka Þær vörur sem hækka mest í verði samkvæmt könnuninni eru mjólkurvörur, egg og ostur, en hækkunin er á bilinu 8-25 prósent. Hækkun á mjólkurvörum er afleiðing þess að verlagsnefnd búvara, fyrir tilstilli ríkisins, tilkynnti tvær hækkanir nýverið. „Annars vegar var það 1. desember, þá hækkuðu mjólkurvörur um sirka 3-4 prósent að meðaltali og svo núna 3. apríl þá hækkuðu þær um sirka 4-5 prósent að meðaltali og þetta eru hækkanir sem skila sér beint út til neytenda.“ Já hækkanir sem nefnd á vegum ríkisins boðar og að sögn Ástu eitthvað sem markaðurinn getur ekkert gert í. Þá er það kjötið sem er sá vöruflokkur hjá Krónunni sem hækkar mest. „Kjötið hækkar töluvert, hvers vegna er það? Við sjáum það helst í fuglakjötinu, kjúkling, kalkúni, eggjum og svínakjötinu og það er vegna hækkunar á fóðri. Alheimshækkun.“ Verðhækkanir á pakkningum, orku og flutningum vara til landsins hafa áhrif á hækkanir. „En við erum að berjast á hæl og hnakka alla daga við því að sporna gegn þessum verðhækkunum af því að við erum í raun síðasti hlekkurinn í aðfangakeðjunni og það er okkar hlutverk og við lítum á það sem okkar skyldu að reyna að sporna við þessum verðhækkunum sem á okkur dynja.“ Neytendur Matur Verslun Tengdar fréttir Matarkarfan hækkar um allt að 16,6 prósent Matar- og drykkjarvörur hafa hækkað um allt að 16,6% á síðustu sjö mánuðum. Þetta sýnir ný verðlagskönnun Alþýðusambands Íslands sem birt var í dag en í átta af átta verslunum sem könnunin nær til hækkað vörukarfa ASÍ. 8. júní 2022 12:09 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Ný verðlagskönnun ASÍ sýnir að matar- og drykkjarvörur hafa hækkað um allt að 16,6 prósent á síðustu sjö mánuðum. Hækkunin er samkvæmt ASÍ í takt við breytingar á vísitölu neysluverðs á sama tímabili. Matarkarfa ASÍ.ASÍ Allar átta verslanirnar sem könnunin nær til hækkuðu vöruverð. Mesta verðhækkunin er hjá Heimkaup en minnst hjá Krónunni. Framkvæmdastjóri Krónunnar segir að félagið leiti ýmissa leiða til þess að þurfa ekki að hækka verð um of. Til dæmis með því að finna leiðir til að lækka innkaupakostnað. „Til dæmis með því að fara í eigin innflutning. Beinan innflutning erlendis frá og reyna þá að fækka þessu milliliðum sem eykur kostnað, fá þá hagkvæmari innkaup og koma því strax út í verðlagið,“ sagði Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar. Berjast á hæl og hnakka Þær vörur sem hækka mest í verði samkvæmt könnuninni eru mjólkurvörur, egg og ostur, en hækkunin er á bilinu 8-25 prósent. Hækkun á mjólkurvörum er afleiðing þess að verlagsnefnd búvara, fyrir tilstilli ríkisins, tilkynnti tvær hækkanir nýverið. „Annars vegar var það 1. desember, þá hækkuðu mjólkurvörur um sirka 3-4 prósent að meðaltali og svo núna 3. apríl þá hækkuðu þær um sirka 4-5 prósent að meðaltali og þetta eru hækkanir sem skila sér beint út til neytenda.“ Já hækkanir sem nefnd á vegum ríkisins boðar og að sögn Ástu eitthvað sem markaðurinn getur ekkert gert í. Þá er það kjötið sem er sá vöruflokkur hjá Krónunni sem hækkar mest. „Kjötið hækkar töluvert, hvers vegna er það? Við sjáum það helst í fuglakjötinu, kjúkling, kalkúni, eggjum og svínakjötinu og það er vegna hækkunar á fóðri. Alheimshækkun.“ Verðhækkanir á pakkningum, orku og flutningum vara til landsins hafa áhrif á hækkanir. „En við erum að berjast á hæl og hnakka alla daga við því að sporna gegn þessum verðhækkunum af því að við erum í raun síðasti hlekkurinn í aðfangakeðjunni og það er okkar hlutverk og við lítum á það sem okkar skyldu að reyna að sporna við þessum verðhækkunum sem á okkur dynja.“
Neytendur Matur Verslun Tengdar fréttir Matarkarfan hækkar um allt að 16,6 prósent Matar- og drykkjarvörur hafa hækkað um allt að 16,6% á síðustu sjö mánuðum. Þetta sýnir ný verðlagskönnun Alþýðusambands Íslands sem birt var í dag en í átta af átta verslunum sem könnunin nær til hækkað vörukarfa ASÍ. 8. júní 2022 12:09 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Matarkarfan hækkar um allt að 16,6 prósent Matar- og drykkjarvörur hafa hækkað um allt að 16,6% á síðustu sjö mánuðum. Þetta sýnir ný verðlagskönnun Alþýðusambands Íslands sem birt var í dag en í átta af átta verslunum sem könnunin nær til hækkað vörukarfa ASÍ. 8. júní 2022 12:09