Klökknaði í ræðustól þegar hann lýsti andstöðu við rammaáætlun Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2022 18:36 Bjarni Jónsson rifjaði upp þrotlausa baráttu náttúruverndarfólks og heimamanna í Skagafirði fyrir verndun Héraðsvatnanna. Nú stendur til að færa þau í biðflokk í rammaáætlun. Vísir/Vilhelm Stjórnarþingmaðurinn Bjarni Jónsson klöknaði í ræðustól þegar hann lýsti andstöðu sinni við breytingar á rammaáætlun í umræðum um málið á Alþingi nú síðdegis. Hann sagði dapurlegt að sterkari náttúruverndartaug væri ekki að finna í samstarfsflokkum Vinstri grænna í ríkisstjórn. Bjarni er þingmaður Vinstri grænna úr Skagafirði og annar varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Hann skrifaði ekki undir álit meirihlutans í nefndinni um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, sérstaklega vegna óánægju með að Héraðsvötn í Skagafirði yrðu færð úr verndarflokki í biðflokk. Við umræður um málið á Alþingi í dag vísaði Bjarni í ályktun sem svæðisfélag VG í Skagafirði sendi frá sér í dag þar sem þess var krafist að Héraðsvötn og Jökulárnar í Skagafirði yrðu settar í verndarflokk. Sagði Bjarni að með breytingunum sem ríkisstjórnin legði til væru stigin skref aftur á bak í íslenskri náttúruvernd. Þær endurspegluðu ekki faglega niðurstöðu að baki rammaáætlunar um verndargildi ána. Dapurlegt væri einnig að ekki væri að finna sterkari náttúruverndartaugar í gömlu flokkunum tveimur, Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki, samstarfsflokkum Vinstri grænna í ríkisstjórn. „Við eigum ekki að samþykkja framtíðarsýn fortíðarafla sem felur í sér gjörnýtingu íslenskra vatnsfalla og jarðhitasvæða,“ sagði Bjarni. Getur ekki annað en staðið með fólkinu sínu Náttúruverndarsamtök stóðu fyrir mótmælum fyrir utan Alþingishúsið á meðan á umræðunni stóð. „Hér stend ég og get ekki annað en staðið áfram með fólkinu mínu sem hefur háð með mér baráttuna fyrir verndun jökulsánna í Skagafirði,“ sagði Bjarni og beygði af. „Öllu því fólki sem hefur lagt náttúruverndarbaráttunni lið um land allt og treystir á mig hér og aðra sem hér starfa. Fólkinu sem háir baráttu á öðrum stöðum á landinu af sama eldmóði en ekki síst að standa með náttúrunni sjálfri,“ sagði Bjarni. Alþingi Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vatnsaflsvirkjanir Skagafjörður Vinstri græn Tengdar fréttir Gera lokatilraun til að halda Héraðsvötnum og Kjalöldum í vernd Þingmenn þriggja minnihlutaflokka munu í dag leggja fram breytingartillögu við Rammaáætlun til að reyna að halda stórum virkjanakostum í verndarflokki. Náttúruverndarsinnar munu mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar í dag og segja þau gera áratugalanga náttúruverndarbaráttu að engu. 14. júní 2022 11:32 Héraðsvötn færð í biðflokk: „Ég er mjög dapur yfir þessari niðurstöðu sem ég styð ekki“ Þingmaður Vinstri grænna ritar ekki undir álit meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Hann segir niðurstöðu meirihlutans vera sér mikil vonbrigði og þar standi hæst að Héraðsvötn í Skagafirði hafi verið færð í biðflokk úr verndunarflokki. 11. júní 2022 19:39 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Bjarni er þingmaður Vinstri grænna úr Skagafirði og annar varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Hann skrifaði ekki undir álit meirihlutans í nefndinni um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, sérstaklega vegna óánægju með að Héraðsvötn í Skagafirði yrðu færð úr verndarflokki í biðflokk. Við umræður um málið á Alþingi í dag vísaði Bjarni í ályktun sem svæðisfélag VG í Skagafirði sendi frá sér í dag þar sem þess var krafist að Héraðsvötn og Jökulárnar í Skagafirði yrðu settar í verndarflokk. Sagði Bjarni að með breytingunum sem ríkisstjórnin legði til væru stigin skref aftur á bak í íslenskri náttúruvernd. Þær endurspegluðu ekki faglega niðurstöðu að baki rammaáætlunar um verndargildi ána. Dapurlegt væri einnig að ekki væri að finna sterkari náttúruverndartaugar í gömlu flokkunum tveimur, Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki, samstarfsflokkum Vinstri grænna í ríkisstjórn. „Við eigum ekki að samþykkja framtíðarsýn fortíðarafla sem felur í sér gjörnýtingu íslenskra vatnsfalla og jarðhitasvæða,“ sagði Bjarni. Getur ekki annað en staðið með fólkinu sínu Náttúruverndarsamtök stóðu fyrir mótmælum fyrir utan Alþingishúsið á meðan á umræðunni stóð. „Hér stend ég og get ekki annað en staðið áfram með fólkinu mínu sem hefur háð með mér baráttuna fyrir verndun jökulsánna í Skagafirði,“ sagði Bjarni og beygði af. „Öllu því fólki sem hefur lagt náttúruverndarbaráttunni lið um land allt og treystir á mig hér og aðra sem hér starfa. Fólkinu sem háir baráttu á öðrum stöðum á landinu af sama eldmóði en ekki síst að standa með náttúrunni sjálfri,“ sagði Bjarni.
Alþingi Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vatnsaflsvirkjanir Skagafjörður Vinstri græn Tengdar fréttir Gera lokatilraun til að halda Héraðsvötnum og Kjalöldum í vernd Þingmenn þriggja minnihlutaflokka munu í dag leggja fram breytingartillögu við Rammaáætlun til að reyna að halda stórum virkjanakostum í verndarflokki. Náttúruverndarsinnar munu mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar í dag og segja þau gera áratugalanga náttúruverndarbaráttu að engu. 14. júní 2022 11:32 Héraðsvötn færð í biðflokk: „Ég er mjög dapur yfir þessari niðurstöðu sem ég styð ekki“ Þingmaður Vinstri grænna ritar ekki undir álit meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Hann segir niðurstöðu meirihlutans vera sér mikil vonbrigði og þar standi hæst að Héraðsvötn í Skagafirði hafi verið færð í biðflokk úr verndunarflokki. 11. júní 2022 19:39 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Gera lokatilraun til að halda Héraðsvötnum og Kjalöldum í vernd Þingmenn þriggja minnihlutaflokka munu í dag leggja fram breytingartillögu við Rammaáætlun til að reyna að halda stórum virkjanakostum í verndarflokki. Náttúruverndarsinnar munu mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar í dag og segja þau gera áratugalanga náttúruverndarbaráttu að engu. 14. júní 2022 11:32
Héraðsvötn færð í biðflokk: „Ég er mjög dapur yfir þessari niðurstöðu sem ég styð ekki“ Þingmaður Vinstri grænna ritar ekki undir álit meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Hann segir niðurstöðu meirihlutans vera sér mikil vonbrigði og þar standi hæst að Héraðsvötn í Skagafirði hafi verið færð í biðflokk úr verndunarflokki. 11. júní 2022 19:39