Hálft ár síðan verkinu átti að ljúka og vegfarendur bíða spenntir eftir verklokum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. júní 2022 21:31 Arnaldur hjólar um Litluhlíð nær alla daga sem getur verið erfitt verk. Vísir/Sigurjón Mikil óánægja er meðal íbúa og vegfarenda í Hlíðahverfi vegna frágangs á hjóla- og göngustíg við Litluhlíð, semátti að klára átti í byrjun árs en er enn ekki hægt að nota. Hjólreiðamaður segir aðförina að einkabílnum ekkert miðað við þá að reiðhjólum. Hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur bíða fullir eftirvæntingar eftir að geta ferðast um ný undirgöng undir Litluhlíð. Framkvæmdir hófust við Litluhlíð fyrir neðan Bústaðarveg í maí í fyrra við gerð nýs göngu- og hjólastígar og undirganga undir götuna. Akstursgatan opnaði fyrir umferð í vetur en göngu- og hjólastígurinn er enn ekki kominn í gagnið. „Þetta er búið að vera ansi leiðinlegt ástand. Maður sá þetta byrja að gerast hérna í nóvember og maður farinn að hlakka til að geta nýtt þessi undirgöng og svo er þetta alltaf farið að frestast, lengra og lengra. Síðast heyrði maður að þetta ætti að klárast í júní og núna í júlí,“ segir Arnaldur Sigurðarson, hjólreiðamaður. Arnaldur hjólar um svæðið alla daga, til og frá vinnu, sem getur gengið erfiðlega. „Það eru í rauninni tvær leiðir í boði hérna, það er í gegnum hverfið, fram hjá skólanum með tilheyrandi umferð eða þá hérna fram hjá strætóskýlinu. En það er búið að taka umferðarljósið fyrir gangandi út af þessum nýju framkvæmdum þannig að það er engin auðveld leið hérna fram hjá,“ segir Arnaldur. @Arnaldtor Ég kvartaði opinberlega í borginni í apríl: https://t.co/2TVzJaLfIS. Það komu svör frá @reykjavik að þetta myndi klárast í júní en menn virtust slakir yfir þessu.— Erlendur (@erlendur) June 13, 2022 Arnaldur vakti athygli á stöðunni á samfélagsmiðlum og hefur fengið miklar undirtekir frá íbúum í hverfinu og vegfarendum. „Maður heyrir alltaf af þessari blessuðu aðför að einkabílnum en við hjólandi þurfum alltaf að bíða töluvert lengur eftir svona framkvæmdum.“ Fram kemur í svari Háfells ehf., verktakans sem annast framkvæmdina, að verklok hafi tafist um marga mánuði vegna aðkomu Veitna að framkvæmdinni. Áætluð verklok séu nú 10. júlí þó það geti frestast. Ég sendi ábendingu á vef Reykjavíkurborgar í apríl um seinkunina. Það var brugðist fljótt við og teipað yfir verkloksdagsetninguna. pic.twitter.com/wbpju0yjJc— Bergsteinn Sigurðsson (@bergsteinn3) June 13, 2022 „Það kemur kannski hvergi skýrara fram en hérna. Það stóð á skiltinu að þetta yrði klárað í nóvember í fyrra og það er búið að teipa fyrir það. Þannig að maður veit aldrei hvenær þetta er búið,“ segir Arnaldur og bendir. Reykjavík Samgöngur Hjólreiðar Tengdar fréttir Verja tæpum milljarði í framkvæmdir við gerð hjólastíga Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur ákvarðað að umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar bjóði út framkvæmdir við gerð hjólastíga á nokkrum stöðum í borginni. 15. júní 2020 23:56 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Sjá meira
Hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur bíða fullir eftirvæntingar eftir að geta ferðast um ný undirgöng undir Litluhlíð. Framkvæmdir hófust við Litluhlíð fyrir neðan Bústaðarveg í maí í fyrra við gerð nýs göngu- og hjólastígar og undirganga undir götuna. Akstursgatan opnaði fyrir umferð í vetur en göngu- og hjólastígurinn er enn ekki kominn í gagnið. „Þetta er búið að vera ansi leiðinlegt ástand. Maður sá þetta byrja að gerast hérna í nóvember og maður farinn að hlakka til að geta nýtt þessi undirgöng og svo er þetta alltaf farið að frestast, lengra og lengra. Síðast heyrði maður að þetta ætti að klárast í júní og núna í júlí,“ segir Arnaldur Sigurðarson, hjólreiðamaður. Arnaldur hjólar um svæðið alla daga, til og frá vinnu, sem getur gengið erfiðlega. „Það eru í rauninni tvær leiðir í boði hérna, það er í gegnum hverfið, fram hjá skólanum með tilheyrandi umferð eða þá hérna fram hjá strætóskýlinu. En það er búið að taka umferðarljósið fyrir gangandi út af þessum nýju framkvæmdum þannig að það er engin auðveld leið hérna fram hjá,“ segir Arnaldur. @Arnaldtor Ég kvartaði opinberlega í borginni í apríl: https://t.co/2TVzJaLfIS. Það komu svör frá @reykjavik að þetta myndi klárast í júní en menn virtust slakir yfir þessu.— Erlendur (@erlendur) June 13, 2022 Arnaldur vakti athygli á stöðunni á samfélagsmiðlum og hefur fengið miklar undirtekir frá íbúum í hverfinu og vegfarendum. „Maður heyrir alltaf af þessari blessuðu aðför að einkabílnum en við hjólandi þurfum alltaf að bíða töluvert lengur eftir svona framkvæmdum.“ Fram kemur í svari Háfells ehf., verktakans sem annast framkvæmdina, að verklok hafi tafist um marga mánuði vegna aðkomu Veitna að framkvæmdinni. Áætluð verklok séu nú 10. júlí þó það geti frestast. Ég sendi ábendingu á vef Reykjavíkurborgar í apríl um seinkunina. Það var brugðist fljótt við og teipað yfir verkloksdagsetninguna. pic.twitter.com/wbpju0yjJc— Bergsteinn Sigurðsson (@bergsteinn3) June 13, 2022 „Það kemur kannski hvergi skýrara fram en hérna. Það stóð á skiltinu að þetta yrði klárað í nóvember í fyrra og það er búið að teipa fyrir það. Þannig að maður veit aldrei hvenær þetta er búið,“ segir Arnaldur og bendir.
Reykjavík Samgöngur Hjólreiðar Tengdar fréttir Verja tæpum milljarði í framkvæmdir við gerð hjólastíga Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur ákvarðað að umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar bjóði út framkvæmdir við gerð hjólastíga á nokkrum stöðum í borginni. 15. júní 2020 23:56 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Sjá meira
Verja tæpum milljarði í framkvæmdir við gerð hjólastíga Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur ákvarðað að umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar bjóði út framkvæmdir við gerð hjólastíga á nokkrum stöðum í borginni. 15. júní 2020 23:56