Ungir sjálfstæðismenn keyrðu djammara: „Þetta er bara það besta sem ég veit um“ Árni Sæberg skrifar 12. júní 2022 07:00 Eftirspurnin var meiri en SUS-ar töldu fyrirfram. Birta Karen Samband ungra sjálfstæðismanna stóð fyrir gjörningi í gærkvöldi þar sem fulltrúar þess keyrðu fólk í og úr miðborginni. Tilgangurinn var að sýna fram á það að þörf sé á breytingum á leigubílalöggjöf. Djammarar tóku vel í framtakið og var eftirspurn eftir ókeypis fari meiri en ungir sjálfstæðismenn höfðu ímyndað sér. Síminn hringdi stanslaust hjá Birtu Karen Tryggvadóttur, einni þeirra sem stóðu fyrir gjörningnum, í gærkvöldi. Þegar Vísir náði tali af henni um ellefuleytið var hún nýkomin að sækja hóp af hressu ungu fólki sem stefndi í miðbæinn. Á meðan hún spjallaði við blaðamann í um það bil fimm mínútur hringdi síminn þrisvar, svo mikil var eftirspurnin eftir fríu skutli í eða úr bænum. „Þetta hefur lengi verið baráttumál hjá SUS, að rýmka leigubílalöggjöfina þannig að erlendir aðilar eins og Uber eða Lyft geti komið og starfað hér á markaði eða innlendir aðilar geti stofnað hér farveituþjónustur. Upprunninn kom þegar Sigurður Ingi lagði fyrir frumvarp um daginn þar sem lítur ekki út fyrir að það verði meira frjálsræði á markaðnum,“ segir hún spurð að því hvað hafi valdið því að ungir Sjálfstæðismenn stæðu fyrir fríu skutli í gærkvöldi. Þá sagði hún að fjölgun leigubílaleyfa á dögunum hafi einnig hvatt þau áfram. „Að okkar mati á ekki að vera neitt hámark, finnst þetta vera mjög takmarkandi háttur. Bíður venjulega „ógeðslega lengi“ „Veistu, þetta er bara það besta sem ég veit um maður. Ég þurfti að hringja eitt símtal og þær voru komnar,“ segir Unnur Lóa, ein þeirra sem Birta Karen sótti í gærkvöldi. Hún var á leið í miðbæinn að skemmta sér í góðra vina hópi. Viðskiptavinir virtust ánægðir með framtakið.Birta Karen „Vanalega bíð ég ógeðslega lengi og það endar á því að ég fæ ekki taxa og þarf að hringja í einhvern skutlara sem ég treysti ekki neitt. Eða þá að ég finn taxa og þarf að borga sjö þúsund kall heim. Svo þetta er bara mjög geggjað núna, ég fíla þetta,“ segir hún. Óttast ekki rannsókn lögreglu Elín Agnes Eyde Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Rúv í dag að skutl SUS-aranna væri á gráu svæði lagalega séð og að málið væri í skoðun hjá embættinu. „Við höfum í raun ekki áhyggjur af því. Við erum náttúrulega ekki að rukka fargjöld, við erum að bjóða upp á frítt far. Þannig að við teljum ekki að þetta stangist á við nein lög og óttumst ekki rannsókn lögreglu. Það eru puttalingar úti á þjóðvegi að þiggja far og ekki ætlar lögreglan að fara blanda sér inn í það,“ segir Birta Karen. Eftirspurn umfram væntingar Þá segir hún að eftirspurnin hafi verið svo mikil í kvöld að þau geti vel hugsað sér að endurtaka leikinn síðar. Þau hafi lítið auglýst gjörninginn og aðeins sett viðburð á Facebook og sent fréttatilkynningu á helstu miðla. „Við bara hentum þessu út í kosmósið og vissum í raun ekkert að hverju við áttum að eiga von á. Við vorum alveg að búast við því að það myndi enginn hringja og yfir í þetta, að það sé brjálað að gera hjá okkur. Þannig þetta hefur farið umfram okkar væntingarm,“ segir Birta Karen. Að lokum segir hún að ungir sjálfstæðismenn vilji með gjörningnum vekja athygli á því að tími sé til kominn að uppfæra núverandi löggjöf svo við hleypum nútíma lausnum að borðinu og virkjum einstaklingsframtakið á leigubílamarkaði. Leigubílar Sjálfstæðisflokkurinn Næturlíf Tengdar fréttir SUS-arar skutla djömmurum frítt og kalla eftir breytingum Meðlimir Sambands ungra Sjálfstæðismanna ætla að keyra fólki í miðbænum ókeypis um í kvöld. Markmiðið er að varpa ljósi á það sem þau kalla fordæmalaust ástand á leigubílamarkaði hér á landi. 11. júní 2022 15:04 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Síminn hringdi stanslaust hjá Birtu Karen Tryggvadóttur, einni þeirra sem stóðu fyrir gjörningnum, í gærkvöldi. Þegar Vísir náði tali af henni um ellefuleytið var hún nýkomin að sækja hóp af hressu ungu fólki sem stefndi í miðbæinn. Á meðan hún spjallaði við blaðamann í um það bil fimm mínútur hringdi síminn þrisvar, svo mikil var eftirspurnin eftir fríu skutli í eða úr bænum. „Þetta hefur lengi verið baráttumál hjá SUS, að rýmka leigubílalöggjöfina þannig að erlendir aðilar eins og Uber eða Lyft geti komið og starfað hér á markaði eða innlendir aðilar geti stofnað hér farveituþjónustur. Upprunninn kom þegar Sigurður Ingi lagði fyrir frumvarp um daginn þar sem lítur ekki út fyrir að það verði meira frjálsræði á markaðnum,“ segir hún spurð að því hvað hafi valdið því að ungir Sjálfstæðismenn stæðu fyrir fríu skutli í gærkvöldi. Þá sagði hún að fjölgun leigubílaleyfa á dögunum hafi einnig hvatt þau áfram. „Að okkar mati á ekki að vera neitt hámark, finnst þetta vera mjög takmarkandi háttur. Bíður venjulega „ógeðslega lengi“ „Veistu, þetta er bara það besta sem ég veit um maður. Ég þurfti að hringja eitt símtal og þær voru komnar,“ segir Unnur Lóa, ein þeirra sem Birta Karen sótti í gærkvöldi. Hún var á leið í miðbæinn að skemmta sér í góðra vina hópi. Viðskiptavinir virtust ánægðir með framtakið.Birta Karen „Vanalega bíð ég ógeðslega lengi og það endar á því að ég fæ ekki taxa og þarf að hringja í einhvern skutlara sem ég treysti ekki neitt. Eða þá að ég finn taxa og þarf að borga sjö þúsund kall heim. Svo þetta er bara mjög geggjað núna, ég fíla þetta,“ segir hún. Óttast ekki rannsókn lögreglu Elín Agnes Eyde Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Rúv í dag að skutl SUS-aranna væri á gráu svæði lagalega séð og að málið væri í skoðun hjá embættinu. „Við höfum í raun ekki áhyggjur af því. Við erum náttúrulega ekki að rukka fargjöld, við erum að bjóða upp á frítt far. Þannig að við teljum ekki að þetta stangist á við nein lög og óttumst ekki rannsókn lögreglu. Það eru puttalingar úti á þjóðvegi að þiggja far og ekki ætlar lögreglan að fara blanda sér inn í það,“ segir Birta Karen. Eftirspurn umfram væntingar Þá segir hún að eftirspurnin hafi verið svo mikil í kvöld að þau geti vel hugsað sér að endurtaka leikinn síðar. Þau hafi lítið auglýst gjörninginn og aðeins sett viðburð á Facebook og sent fréttatilkynningu á helstu miðla. „Við bara hentum þessu út í kosmósið og vissum í raun ekkert að hverju við áttum að eiga von á. Við vorum alveg að búast við því að það myndi enginn hringja og yfir í þetta, að það sé brjálað að gera hjá okkur. Þannig þetta hefur farið umfram okkar væntingarm,“ segir Birta Karen. Að lokum segir hún að ungir sjálfstæðismenn vilji með gjörningnum vekja athygli á því að tími sé til kominn að uppfæra núverandi löggjöf svo við hleypum nútíma lausnum að borðinu og virkjum einstaklingsframtakið á leigubílamarkaði.
Leigubílar Sjálfstæðisflokkurinn Næturlíf Tengdar fréttir SUS-arar skutla djömmurum frítt og kalla eftir breytingum Meðlimir Sambands ungra Sjálfstæðismanna ætla að keyra fólki í miðbænum ókeypis um í kvöld. Markmiðið er að varpa ljósi á það sem þau kalla fordæmalaust ástand á leigubílamarkaði hér á landi. 11. júní 2022 15:04 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
SUS-arar skutla djömmurum frítt og kalla eftir breytingum Meðlimir Sambands ungra Sjálfstæðismanna ætla að keyra fólki í miðbænum ókeypis um í kvöld. Markmiðið er að varpa ljósi á það sem þau kalla fordæmalaust ástand á leigubílamarkaði hér á landi. 11. júní 2022 15:04