Ungir sjálfstæðismenn keyrðu djammara: „Þetta er bara það besta sem ég veit um“ Árni Sæberg skrifar 12. júní 2022 07:00 Eftirspurnin var meiri en SUS-ar töldu fyrirfram. Birta Karen Samband ungra sjálfstæðismanna stóð fyrir gjörningi í gærkvöldi þar sem fulltrúar þess keyrðu fólk í og úr miðborginni. Tilgangurinn var að sýna fram á það að þörf sé á breytingum á leigubílalöggjöf. Djammarar tóku vel í framtakið og var eftirspurn eftir ókeypis fari meiri en ungir sjálfstæðismenn höfðu ímyndað sér. Síminn hringdi stanslaust hjá Birtu Karen Tryggvadóttur, einni þeirra sem stóðu fyrir gjörningnum, í gærkvöldi. Þegar Vísir náði tali af henni um ellefuleytið var hún nýkomin að sækja hóp af hressu ungu fólki sem stefndi í miðbæinn. Á meðan hún spjallaði við blaðamann í um það bil fimm mínútur hringdi síminn þrisvar, svo mikil var eftirspurnin eftir fríu skutli í eða úr bænum. „Þetta hefur lengi verið baráttumál hjá SUS, að rýmka leigubílalöggjöfina þannig að erlendir aðilar eins og Uber eða Lyft geti komið og starfað hér á markaði eða innlendir aðilar geti stofnað hér farveituþjónustur. Upprunninn kom þegar Sigurður Ingi lagði fyrir frumvarp um daginn þar sem lítur ekki út fyrir að það verði meira frjálsræði á markaðnum,“ segir hún spurð að því hvað hafi valdið því að ungir Sjálfstæðismenn stæðu fyrir fríu skutli í gærkvöldi. Þá sagði hún að fjölgun leigubílaleyfa á dögunum hafi einnig hvatt þau áfram. „Að okkar mati á ekki að vera neitt hámark, finnst þetta vera mjög takmarkandi háttur. Bíður venjulega „ógeðslega lengi“ „Veistu, þetta er bara það besta sem ég veit um maður. Ég þurfti að hringja eitt símtal og þær voru komnar,“ segir Unnur Lóa, ein þeirra sem Birta Karen sótti í gærkvöldi. Hún var á leið í miðbæinn að skemmta sér í góðra vina hópi. Viðskiptavinir virtust ánægðir með framtakið.Birta Karen „Vanalega bíð ég ógeðslega lengi og það endar á því að ég fæ ekki taxa og þarf að hringja í einhvern skutlara sem ég treysti ekki neitt. Eða þá að ég finn taxa og þarf að borga sjö þúsund kall heim. Svo þetta er bara mjög geggjað núna, ég fíla þetta,“ segir hún. Óttast ekki rannsókn lögreglu Elín Agnes Eyde Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Rúv í dag að skutl SUS-aranna væri á gráu svæði lagalega séð og að málið væri í skoðun hjá embættinu. „Við höfum í raun ekki áhyggjur af því. Við erum náttúrulega ekki að rukka fargjöld, við erum að bjóða upp á frítt far. Þannig að við teljum ekki að þetta stangist á við nein lög og óttumst ekki rannsókn lögreglu. Það eru puttalingar úti á þjóðvegi að þiggja far og ekki ætlar lögreglan að fara blanda sér inn í það,“ segir Birta Karen. Eftirspurn umfram væntingar Þá segir hún að eftirspurnin hafi verið svo mikil í kvöld að þau geti vel hugsað sér að endurtaka leikinn síðar. Þau hafi lítið auglýst gjörninginn og aðeins sett viðburð á Facebook og sent fréttatilkynningu á helstu miðla. „Við bara hentum þessu út í kosmósið og vissum í raun ekkert að hverju við áttum að eiga von á. Við vorum alveg að búast við því að það myndi enginn hringja og yfir í þetta, að það sé brjálað að gera hjá okkur. Þannig þetta hefur farið umfram okkar væntingarm,“ segir Birta Karen. Að lokum segir hún að ungir sjálfstæðismenn vilji með gjörningnum vekja athygli á því að tími sé til kominn að uppfæra núverandi löggjöf svo við hleypum nútíma lausnum að borðinu og virkjum einstaklingsframtakið á leigubílamarkaði. Leigubílar Sjálfstæðisflokkurinn Næturlíf Tengdar fréttir SUS-arar skutla djömmurum frítt og kalla eftir breytingum Meðlimir Sambands ungra Sjálfstæðismanna ætla að keyra fólki í miðbænum ókeypis um í kvöld. Markmiðið er að varpa ljósi á það sem þau kalla fordæmalaust ástand á leigubílamarkaði hér á landi. 11. júní 2022 15:04 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Síminn hringdi stanslaust hjá Birtu Karen Tryggvadóttur, einni þeirra sem stóðu fyrir gjörningnum, í gærkvöldi. Þegar Vísir náði tali af henni um ellefuleytið var hún nýkomin að sækja hóp af hressu ungu fólki sem stefndi í miðbæinn. Á meðan hún spjallaði við blaðamann í um það bil fimm mínútur hringdi síminn þrisvar, svo mikil var eftirspurnin eftir fríu skutli í eða úr bænum. „Þetta hefur lengi verið baráttumál hjá SUS, að rýmka leigubílalöggjöfina þannig að erlendir aðilar eins og Uber eða Lyft geti komið og starfað hér á markaði eða innlendir aðilar geti stofnað hér farveituþjónustur. Upprunninn kom þegar Sigurður Ingi lagði fyrir frumvarp um daginn þar sem lítur ekki út fyrir að það verði meira frjálsræði á markaðnum,“ segir hún spurð að því hvað hafi valdið því að ungir Sjálfstæðismenn stæðu fyrir fríu skutli í gærkvöldi. Þá sagði hún að fjölgun leigubílaleyfa á dögunum hafi einnig hvatt þau áfram. „Að okkar mati á ekki að vera neitt hámark, finnst þetta vera mjög takmarkandi háttur. Bíður venjulega „ógeðslega lengi“ „Veistu, þetta er bara það besta sem ég veit um maður. Ég þurfti að hringja eitt símtal og þær voru komnar,“ segir Unnur Lóa, ein þeirra sem Birta Karen sótti í gærkvöldi. Hún var á leið í miðbæinn að skemmta sér í góðra vina hópi. Viðskiptavinir virtust ánægðir með framtakið.Birta Karen „Vanalega bíð ég ógeðslega lengi og það endar á því að ég fæ ekki taxa og þarf að hringja í einhvern skutlara sem ég treysti ekki neitt. Eða þá að ég finn taxa og þarf að borga sjö þúsund kall heim. Svo þetta er bara mjög geggjað núna, ég fíla þetta,“ segir hún. Óttast ekki rannsókn lögreglu Elín Agnes Eyde Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Rúv í dag að skutl SUS-aranna væri á gráu svæði lagalega séð og að málið væri í skoðun hjá embættinu. „Við höfum í raun ekki áhyggjur af því. Við erum náttúrulega ekki að rukka fargjöld, við erum að bjóða upp á frítt far. Þannig að við teljum ekki að þetta stangist á við nein lög og óttumst ekki rannsókn lögreglu. Það eru puttalingar úti á þjóðvegi að þiggja far og ekki ætlar lögreglan að fara blanda sér inn í það,“ segir Birta Karen. Eftirspurn umfram væntingar Þá segir hún að eftirspurnin hafi verið svo mikil í kvöld að þau geti vel hugsað sér að endurtaka leikinn síðar. Þau hafi lítið auglýst gjörninginn og aðeins sett viðburð á Facebook og sent fréttatilkynningu á helstu miðla. „Við bara hentum þessu út í kosmósið og vissum í raun ekkert að hverju við áttum að eiga von á. Við vorum alveg að búast við því að það myndi enginn hringja og yfir í þetta, að það sé brjálað að gera hjá okkur. Þannig þetta hefur farið umfram okkar væntingarm,“ segir Birta Karen. Að lokum segir hún að ungir sjálfstæðismenn vilji með gjörningnum vekja athygli á því að tími sé til kominn að uppfæra núverandi löggjöf svo við hleypum nútíma lausnum að borðinu og virkjum einstaklingsframtakið á leigubílamarkaði.
Leigubílar Sjálfstæðisflokkurinn Næturlíf Tengdar fréttir SUS-arar skutla djömmurum frítt og kalla eftir breytingum Meðlimir Sambands ungra Sjálfstæðismanna ætla að keyra fólki í miðbænum ókeypis um í kvöld. Markmiðið er að varpa ljósi á það sem þau kalla fordæmalaust ástand á leigubílamarkaði hér á landi. 11. júní 2022 15:04 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
SUS-arar skutla djömmurum frítt og kalla eftir breytingum Meðlimir Sambands ungra Sjálfstæðismanna ætla að keyra fólki í miðbænum ókeypis um í kvöld. Markmiðið er að varpa ljósi á það sem þau kalla fordæmalaust ástand á leigubílamarkaði hér á landi. 11. júní 2022 15:04