Héraðsvötn færð í biðflokk: „Ég er mjög dapur yfir þessari niðurstöðu sem ég styð ekki“ Árni Sæberg skrifar 11. júní 2022 19:39 Bjarna Jónsyni, þingmanni Vinstri grænna, líst ekkert á að Héraðsvötn verði færð úr verndunarflokki. Vísir/Vilhelm Þingmaður Vinstri grænna ritar ekki undir álit meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Hann segir niðurstöðu meirihlutans vera sér mikil vonbrigði og þar standi hæst að Héraðsvötn í Skagafirði hafi verið færð í biðflokk úr verndunarflokki. „Ég myndi aldrei styðja tillögu um annað en að hafa jökulsárnar í Skagafirði í verndunarflokki. Aldrei nokkurn tímann,“ segir Bjarni Jónsson, alþingismaður Norðvesturkjördæmis Vinstri grænna og annar varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar, í samtali við Vísi. Hann segir verndun jökulánna í Skagafirði hafa verið eitt helsta baráttumál í sveitarstjórnarmálum í Skagafirði, sem hann sinnti um árabil áður en hann var kosinn á Alþingi. Hann segir niðurstöðu nefndarinnar um að samþykkja að færa Héraðsvötn í biðflokk stinga í stúf í ljósi ótvíræðs verndargildis jökulsánna og þeirrar aðferðafræði sem beitt er við mat á verndargildi. Niðurstaða nefndarinnar endurspegli ekki þá faglegu niðurstöðu sem komist hefur verið að um verndargildi ánna. Þá segir Bjarni að ekki megi gleyma mikilvægi náttúruverndar og verndun vistkerfa í umræðunni um orkuskipti. Hrein orka og verndun vistkerfa verði að fara saman. Hann segir ýmislegt í áliti nefndarinnar benda til að náttúrvernd eigi í vök að verjast. Okkur beri skylda til að vernda náttúruna, bæði fyrir komandi kynslóðir og náttúruna sjálfa. Álitið má lesa hér. Fyrrverandi flokksbróðir slær á sama streng Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, slær á sama streng og Bjarni í innsendri grein hér á Vísi sem hann birti í dag. Hann segir þær breytingar sem ríkisstjórnin hefur lagt til á rammaáætlun, og umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti í dag, hafi ekki verið byggðar á faglegum rökum, heldur pólitískum hrossakaupum innan ríkisstjórnarinnar. Í greinni nefnir Andrés þrjár ákvarðanir meirihluta nefndarinnar, sem hann telur verstar. Þar á meðal er ákvörðunin um að færa Héraðsvötn í biðflokk. „Héraðsvötnin eru færð úr vernd í biðflokk, vegna þess að meirihlutanum þykir áhrif virkjana hafa verið ofmetin. Þar er málum snúið á haus, því Héraðsvötnin fóru í verndarflokk fyrir að vera einfaldlega með dýrmætustu náttúruna,“ segir Andrés. Hann segir meirihlutann standa rækilega með hagsmunum virkjunaraðila frekar en náttúrunni. Umhverfismál Skagafjörður Alþingi Vatnsaflsvirkjanir Vinstri græn Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
„Ég myndi aldrei styðja tillögu um annað en að hafa jökulsárnar í Skagafirði í verndunarflokki. Aldrei nokkurn tímann,“ segir Bjarni Jónsson, alþingismaður Norðvesturkjördæmis Vinstri grænna og annar varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar, í samtali við Vísi. Hann segir verndun jökulánna í Skagafirði hafa verið eitt helsta baráttumál í sveitarstjórnarmálum í Skagafirði, sem hann sinnti um árabil áður en hann var kosinn á Alþingi. Hann segir niðurstöðu nefndarinnar um að samþykkja að færa Héraðsvötn í biðflokk stinga í stúf í ljósi ótvíræðs verndargildis jökulsánna og þeirrar aðferðafræði sem beitt er við mat á verndargildi. Niðurstaða nefndarinnar endurspegli ekki þá faglegu niðurstöðu sem komist hefur verið að um verndargildi ánna. Þá segir Bjarni að ekki megi gleyma mikilvægi náttúruverndar og verndun vistkerfa í umræðunni um orkuskipti. Hrein orka og verndun vistkerfa verði að fara saman. Hann segir ýmislegt í áliti nefndarinnar benda til að náttúrvernd eigi í vök að verjast. Okkur beri skylda til að vernda náttúruna, bæði fyrir komandi kynslóðir og náttúruna sjálfa. Álitið má lesa hér. Fyrrverandi flokksbróðir slær á sama streng Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, slær á sama streng og Bjarni í innsendri grein hér á Vísi sem hann birti í dag. Hann segir þær breytingar sem ríkisstjórnin hefur lagt til á rammaáætlun, og umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti í dag, hafi ekki verið byggðar á faglegum rökum, heldur pólitískum hrossakaupum innan ríkisstjórnarinnar. Í greinni nefnir Andrés þrjár ákvarðanir meirihluta nefndarinnar, sem hann telur verstar. Þar á meðal er ákvörðunin um að færa Héraðsvötn í biðflokk. „Héraðsvötnin eru færð úr vernd í biðflokk, vegna þess að meirihlutanum þykir áhrif virkjana hafa verið ofmetin. Þar er málum snúið á haus, því Héraðsvötnin fóru í verndarflokk fyrir að vera einfaldlega með dýrmætustu náttúruna,“ segir Andrés. Hann segir meirihlutann standa rækilega með hagsmunum virkjunaraðila frekar en náttúrunni.
Umhverfismál Skagafjörður Alþingi Vatnsaflsvirkjanir Vinstri græn Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira