Húmbúkk að lögreglan þurfi heimildir til að halda fólki lengur í gæsluvarðhaldi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. júní 2022 13:01 Hæstaréttarlögmaður segir það stórt skref afturábak ef menn ætla að taka undir orð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um þörf á auknum heimildum lögreglu til að halda fólki lengur en í tólf vikur í gæsluvarðhaldi. Lögmaðurinn segir Evrópuráðið og stofnanir þess hafa þrýst á íslensk stjórnvöld að herða skilyrði um gæsluvarðhald. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu kallaði í gær eftir vægari kröfum um gæsluvarðhald en hún vill að lögregla fái auknar heimildir til að halda fólki lengur en í tólf vikur í gæsluvarðhaldi. Evrópuráðið hafi þrýst á íslenska löggjafann að herða skilyrðin Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður segir hugmyndina boða mikla afturför. „Þetta er skref aftur á bak í þeim lagalegu og réttarfarslegu framförum sem átt hafa sér stað. Evrópuráðið og stofnanir þess hafa þrýst á íslensk stjórnvöld og löggjafann á Íslandi að einmitt herða skilyrðin og minnka notkun á einangrun í gæsluvarðhaldi og gæsluvarðhaldi og herða skilyrði fyrir einangrun. Þetta yrði bara mikið skref aftur á bak og myndi þar að auki stórfjölga skaðabótamálum á hendur ríkinu, mál sem einstaklingar sem hefur verið haldið að ósekju eða of lengi myndu höfða.“ Lögreglustjórinn segir rannsókn á málum er varða skipulagða brotastarfsemi flókna og að heimild til að halda fólki lengur en í tólf vikur í gæsluvarðhaldi myndu greiða fyrir rannsókn. Sveinn Andri segir lengri gæsluvarðhaldstíma ekki réttu leiðina til að takast á við málin heldur sé þetta spurning um skipulagsatriði hjá lögreglunni og rannsóknaraðilum. „Því miður hefur lögreglan í árana tíð misnotað þær gæsluvarðhaldsheimildir sem þeir hafa og það er því fráleitt að það sé ástæða til þess að slaka á kröfunum núna.“ Ekki rétta leiðin „Þetta er ekki leiðin. Það eru svo mörg skiptin sem maður hefur einmitt upplifað það að lögregla rýkur upp til handa og fóta rétt áður en gæsluvarðhaldi lýkur og tekur skýrslu. Tilgangurinn með gæsluvarðhaldi er auðvitað margskonar. Þetta sem þarna er vísað til eru rannsóknarhagsmunir. Rannsóknarhagsmunirnir felast fyrst og fremst í því að geta tekið skýrslur af sakborningum og vitnum án þess að þeir geti borið saman bækur sínar. Lögreglan hefur hins vegar haft þá tilhneigingu að reyna að halda mönnum í gæsluvarðhaldi þar til búið er að samræma framburð, sem er ekki tilgangurinn.“ Einnig snúist gæsluvarðhald um að geta farið í húsleitir. „Í þessu öllu eru einu rannsóknarhagsmunirnir. Þeir eru ekki svo gríðarlega flóknir. Það á ekki að taka það langan tíma að fara í þær rannsóknaraðgerðir, þó að málin séu flókin, til þess að rannsaka það sem sakborningarnir geta ekki haft áhrif á, sem eru framburðir annarra vitna eða sakborninga eða húsleitir og svo framvegis. Rannsóknargögnin í þessum stóru málum sem varða peningaþvætti, þau gögn liggja öll fyrir í bönkunum o.s.frv. og það eru að lang mestu leyti atriði sem sakborningar geta ekki haft áhrif á. Þannig þetta er bara húmbúkk, að það þurfi einhverjar auknar heimildir og það er stórkostlegt skref aftur á bak ef menn ætla að fara að taka undir þessi sjónarmið. Lögreglan Tengdar fréttir Vill vægari kröfur um gæsluvarðhald Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu kallar eftir auknum heimildum lögreglu til að takast á við skipulagða brotastarfsemi, líkt og þá sem greint var frá í dag en lögregla lagði nýlega hald á mesta magn fíkniefna sem hún hefur gert á Íslandi í einu og sama máli. 9. júní 2022 19:06 Eitt mesta magn fíkniefna sem lögregla hafi lagt hald á Lögreglan hefur lagt hald á gríðarlegt magn fíkniefna og handtekið tíu manns í tengslum við tvær umfangsmiklar rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi. 9. júní 2022 14:25 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu kallaði í gær eftir vægari kröfum um gæsluvarðhald en hún vill að lögregla fái auknar heimildir til að halda fólki lengur en í tólf vikur í gæsluvarðhaldi. Evrópuráðið hafi þrýst á íslenska löggjafann að herða skilyrðin Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður segir hugmyndina boða mikla afturför. „Þetta er skref aftur á bak í þeim lagalegu og réttarfarslegu framförum sem átt hafa sér stað. Evrópuráðið og stofnanir þess hafa þrýst á íslensk stjórnvöld og löggjafann á Íslandi að einmitt herða skilyrðin og minnka notkun á einangrun í gæsluvarðhaldi og gæsluvarðhaldi og herða skilyrði fyrir einangrun. Þetta yrði bara mikið skref aftur á bak og myndi þar að auki stórfjölga skaðabótamálum á hendur ríkinu, mál sem einstaklingar sem hefur verið haldið að ósekju eða of lengi myndu höfða.“ Lögreglustjórinn segir rannsókn á málum er varða skipulagða brotastarfsemi flókna og að heimild til að halda fólki lengur en í tólf vikur í gæsluvarðhaldi myndu greiða fyrir rannsókn. Sveinn Andri segir lengri gæsluvarðhaldstíma ekki réttu leiðina til að takast á við málin heldur sé þetta spurning um skipulagsatriði hjá lögreglunni og rannsóknaraðilum. „Því miður hefur lögreglan í árana tíð misnotað þær gæsluvarðhaldsheimildir sem þeir hafa og það er því fráleitt að það sé ástæða til þess að slaka á kröfunum núna.“ Ekki rétta leiðin „Þetta er ekki leiðin. Það eru svo mörg skiptin sem maður hefur einmitt upplifað það að lögregla rýkur upp til handa og fóta rétt áður en gæsluvarðhaldi lýkur og tekur skýrslu. Tilgangurinn með gæsluvarðhaldi er auðvitað margskonar. Þetta sem þarna er vísað til eru rannsóknarhagsmunir. Rannsóknarhagsmunirnir felast fyrst og fremst í því að geta tekið skýrslur af sakborningum og vitnum án þess að þeir geti borið saman bækur sínar. Lögreglan hefur hins vegar haft þá tilhneigingu að reyna að halda mönnum í gæsluvarðhaldi þar til búið er að samræma framburð, sem er ekki tilgangurinn.“ Einnig snúist gæsluvarðhald um að geta farið í húsleitir. „Í þessu öllu eru einu rannsóknarhagsmunirnir. Þeir eru ekki svo gríðarlega flóknir. Það á ekki að taka það langan tíma að fara í þær rannsóknaraðgerðir, þó að málin séu flókin, til þess að rannsaka það sem sakborningarnir geta ekki haft áhrif á, sem eru framburðir annarra vitna eða sakborninga eða húsleitir og svo framvegis. Rannsóknargögnin í þessum stóru málum sem varða peningaþvætti, þau gögn liggja öll fyrir í bönkunum o.s.frv. og það eru að lang mestu leyti atriði sem sakborningar geta ekki haft áhrif á. Þannig þetta er bara húmbúkk, að það þurfi einhverjar auknar heimildir og það er stórkostlegt skref aftur á bak ef menn ætla að fara að taka undir þessi sjónarmið.
Lögreglan Tengdar fréttir Vill vægari kröfur um gæsluvarðhald Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu kallar eftir auknum heimildum lögreglu til að takast á við skipulagða brotastarfsemi, líkt og þá sem greint var frá í dag en lögregla lagði nýlega hald á mesta magn fíkniefna sem hún hefur gert á Íslandi í einu og sama máli. 9. júní 2022 19:06 Eitt mesta magn fíkniefna sem lögregla hafi lagt hald á Lögreglan hefur lagt hald á gríðarlegt magn fíkniefna og handtekið tíu manns í tengslum við tvær umfangsmiklar rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi. 9. júní 2022 14:25 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira
Vill vægari kröfur um gæsluvarðhald Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu kallar eftir auknum heimildum lögreglu til að takast á við skipulagða brotastarfsemi, líkt og þá sem greint var frá í dag en lögregla lagði nýlega hald á mesta magn fíkniefna sem hún hefur gert á Íslandi í einu og sama máli. 9. júní 2022 19:06
Eitt mesta magn fíkniefna sem lögregla hafi lagt hald á Lögreglan hefur lagt hald á gríðarlegt magn fíkniefna og handtekið tíu manns í tengslum við tvær umfangsmiklar rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi. 9. júní 2022 14:25