Sagði Pence ef til vill verðskulda að verða hengdur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. júní 2022 06:50 Trump sér ekki eftir neinu. epa/David Maxwell Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fór með lykilhlutverk í valdaránstilraun 6. janúar 2021, þegar stuðningsmenn hans réðust inn í þinghúsið í Washington og freistuðu þess að koma í veg fyrir staðfestingu kjörs Joe Biden sem forseta. Þetta var meðal þess sem kom fram á fyrsta opna fundi nefndar neðri deildar bandaríska þingsins sem hefur rannsakað atburðarrásina 6. janúar. Fundurinn var sýndur í beinni útsendingu og myndskeið spiluð af vitnisburði nokkurra þeirra sem hafa komið fyrir nefndina. Tveir repúblikanar, þekktir gagnrýnendur Trump, eiga sæti í nefndinni. Annar þeirra er Liz Cheney, dóttir Dick Cheney, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. „Allir Bandaríkjamenn ættu að hafa þá staðreynd í huga að morguninn 6. janúar var það ætlun Donald Trump að halda áfram að vera forseti Bandaríkjanna, þrátt fyrir löglega niðurstöðu kosninganna 2020 og í andstöðu við stjórnarskrárbundna skyldu hans til að láta af völdum,“ sagði Cheney í gær. Hún sagði Trump raunar enn freista þess að sannfæra fólk um að kosningunum hefði verið „stolið“, jafnvel þótt hann vissi sjálfur að það væri lygi. Samsærinu ekki lokið Áhorfendur sem voru viðstaddir fund þingnefndarinnar í gær gripu andann á lofti þegar Cheney greindi frá því að þegar Trump var tilkynnt að múgurinn við þinghúsið væri að kalla eftir því að varaforsetinn Mike Pence yrði hengdur, hefði Trump svarað því til að ef til vill ætti hann það skilið. Trump var á þessum tíma æfareiður út í Pence fyrir að hafna því að staðfesta ekki niðurstöður forsetakosninganna. Meðal þeirra sem komu fram á myndskeiðum sem nefndin sýndi af vitnisburðum þeirra sem hún ræddi við var Bill Barr, sem var dómsmálaráðherra í janúar 2021. Hann sagðist ítrekað hafa sagt Trump að hann hefði tapað kosningunum og að fullyrðingar um kosningasvik væru kjaftæði. Ivanka Trump, dóttir forsetans þáverandi, sagðist hafa trúað Barr. Áhorfendur fengu einnig að heyra vitnisburð lögreglumannsins Caroline Edwards, sem varð fyrir árás múgsins við þinghúsið. Hún sagði stríðsástand hafa myndast og hún hefði meðal ananrs runnið í blóði félaga síns þegar hún reyndi að stöðva fólkið frá því að brjóta sér leið inn. Bennie Thompson, formaður nefndarinnar, sagði lýðræðið enn í hættu þar sem margir repúblikanar væru enn að halda því fram að kosningunum hefði verið stolið. „Samsærinu til að koma í veg fyrir framgöngu vilja fólksins er ekki lokið,“ sagði hann. Donald Trump sýndi enga iðrun í gær og birti færslu á samfélagsmiðlinum sínum Truth Social. „6. janúar snérist ekki bara um mótmæli heldur var um að ræða stærstu hreyfingu í sögu landsins okkar til að gera Bandaríkin mikil á ný,“ sagði hann. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Þetta var meðal þess sem kom fram á fyrsta opna fundi nefndar neðri deildar bandaríska þingsins sem hefur rannsakað atburðarrásina 6. janúar. Fundurinn var sýndur í beinni útsendingu og myndskeið spiluð af vitnisburði nokkurra þeirra sem hafa komið fyrir nefndina. Tveir repúblikanar, þekktir gagnrýnendur Trump, eiga sæti í nefndinni. Annar þeirra er Liz Cheney, dóttir Dick Cheney, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. „Allir Bandaríkjamenn ættu að hafa þá staðreynd í huga að morguninn 6. janúar var það ætlun Donald Trump að halda áfram að vera forseti Bandaríkjanna, þrátt fyrir löglega niðurstöðu kosninganna 2020 og í andstöðu við stjórnarskrárbundna skyldu hans til að láta af völdum,“ sagði Cheney í gær. Hún sagði Trump raunar enn freista þess að sannfæra fólk um að kosningunum hefði verið „stolið“, jafnvel þótt hann vissi sjálfur að það væri lygi. Samsærinu ekki lokið Áhorfendur sem voru viðstaddir fund þingnefndarinnar í gær gripu andann á lofti þegar Cheney greindi frá því að þegar Trump var tilkynnt að múgurinn við þinghúsið væri að kalla eftir því að varaforsetinn Mike Pence yrði hengdur, hefði Trump svarað því til að ef til vill ætti hann það skilið. Trump var á þessum tíma æfareiður út í Pence fyrir að hafna því að staðfesta ekki niðurstöður forsetakosninganna. Meðal þeirra sem komu fram á myndskeiðum sem nefndin sýndi af vitnisburðum þeirra sem hún ræddi við var Bill Barr, sem var dómsmálaráðherra í janúar 2021. Hann sagðist ítrekað hafa sagt Trump að hann hefði tapað kosningunum og að fullyrðingar um kosningasvik væru kjaftæði. Ivanka Trump, dóttir forsetans þáverandi, sagðist hafa trúað Barr. Áhorfendur fengu einnig að heyra vitnisburð lögreglumannsins Caroline Edwards, sem varð fyrir árás múgsins við þinghúsið. Hún sagði stríðsástand hafa myndast og hún hefði meðal ananrs runnið í blóði félaga síns þegar hún reyndi að stöðva fólkið frá því að brjóta sér leið inn. Bennie Thompson, formaður nefndarinnar, sagði lýðræðið enn í hættu þar sem margir repúblikanar væru enn að halda því fram að kosningunum hefði verið stolið. „Samsærinu til að koma í veg fyrir framgöngu vilja fólksins er ekki lokið,“ sagði hann. Donald Trump sýndi enga iðrun í gær og birti færslu á samfélagsmiðlinum sínum Truth Social. „6. janúar snérist ekki bara um mótmæli heldur var um að ræða stærstu hreyfingu í sögu landsins okkar til að gera Bandaríkin mikil á ný,“ sagði hann.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira