Félag dæmt í lífstíðarbann fyrir að skora 41 sjálfsmark í einum og sama leiknum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júní 2022 15:00 Mögulega var það bolti líkt og þessi sem var sendur 41 sinni í eigið net. Getty Images Alls hafa fjögur knattspyrnufélög í 4. deildinni í Suður-Afríku verið dæmd í lífstíðarbann frá íþróttinni eftir að upp komst um svindl er tvö þeirra reyndu að sigra deildina og komast þar með upp í 3. deild. Í einum leiknum var 41 sjálfsmark skorað. Á vef breska ríkisútvarpsins er farið yfir ótrúleg úrslit leikja er Matiyasi FC og Shivulani Dangerous Tigers börðust um sigur í 4. deild karla í Suður-Afríku. Dangerous Tigers vann ótrúlegan 33-1 sigur á Kotoko Happy Boys undir lok maímánaðar. Sama dag vann Matiyasi FC ótrúlegan 59-1 sigur á Nsami Mighty Birds en síðarnefnda liðið var þá í 3. sæti deildarinnar. Í frétt BBC um málið kemur fram að 41 sjálfsmark hafi verið skorað í leiknum. Life ban for football club who scored 41 own goals https://t.co/bR7MUDfa7c— BBC News (World) (@BBCWorld) June 8, 2022 Það sem gerir úrslitin enn undarlegri og sannar að maðkur hafi verið í mysunni er sá að liðin mættust aðeins tveimur mánuðum áður og þá voru úrslitin öllu eðlilegra. Matiyasi FC vann nauman 2-1 sigur á Nsami Mighty Birds á meðan Dangerous Tigers og Kotoko Happy Birds gerðu 2-2 jafntefli. Eftir að komast að því að Matiyasi voru 22-0 yfir í hálfleik gerðu Dangerous Tigers samkomulag um að leikmenn Kotoko Happy Boys færu af velli. Á endanum yfirgáfu fjórir leikmenn völlinn vegna þreytu svo aðeins voru sjö glaðir drengir eftir til að klára leikinn. Á sama tíma í leik Matiyasi gaf dómarinn fjórm leikmönnum Mighty Birds rauð spjöld svo þar voru einnig sjö leikmenn eftir gegn 11 en ef lið hefur færri en sjö leikmenn þarf að blása leikinn af. Rannsóknarnefnd hefur þegar fundið sönnungargögn um samstarf liðanna og dómara í málinu. Einnig hefur komið í ljós að af 59 marki sem Dangerous Tigers skoraði þá var um 41 sjálfsmark að ræða. Félögin fjögur hafa verið dæmd í lífstíðarbann og þá mega forráðamenn liðanna ekki koma nálægt fótbolta í fimm til átta ár. Dómarar leikjanna mega ekki dæma í 10 ár en ekki kemur fram í frétt BBC hvort leikmenn liðanna hafi verið dæmdir í leikbann eður ei. „Þetta fólk virðir ekki fótboltann og við getum ekki leyft þessu að gerast aftur. Það er sorglegt að ungum leikmönnum sé blandað inn í þetta en reglurnar segja að fimm leikmenn undir 21 árs verði að spila hverju sinni,“ sagði Vincent Ramphago, yfirmaður deildarinnar, í viðtali við BBC. Á endanum fór Gawula Classic upp í 3. deildina þrátt fyrir að enda í fjórða sæti 4. deildar. Liðið var hins vegar það eina sem reyndi ekki að svindla og fer upp um deild þar sem efstu þrjú liðin eru meðal þeirra fjögurra liða sem fengu lífstíðarbann. Þá mun knattspyrnusamband Suður-Afríku halda ýmis námskeið til að fræða þjálfara, forráðamenn og dómara um heilindi leiksins. Fótbolti Suður-Afríka Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Fleiri fréttir Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Sjá meira
Á vef breska ríkisútvarpsins er farið yfir ótrúleg úrslit leikja er Matiyasi FC og Shivulani Dangerous Tigers börðust um sigur í 4. deild karla í Suður-Afríku. Dangerous Tigers vann ótrúlegan 33-1 sigur á Kotoko Happy Boys undir lok maímánaðar. Sama dag vann Matiyasi FC ótrúlegan 59-1 sigur á Nsami Mighty Birds en síðarnefnda liðið var þá í 3. sæti deildarinnar. Í frétt BBC um málið kemur fram að 41 sjálfsmark hafi verið skorað í leiknum. Life ban for football club who scored 41 own goals https://t.co/bR7MUDfa7c— BBC News (World) (@BBCWorld) June 8, 2022 Það sem gerir úrslitin enn undarlegri og sannar að maðkur hafi verið í mysunni er sá að liðin mættust aðeins tveimur mánuðum áður og þá voru úrslitin öllu eðlilegra. Matiyasi FC vann nauman 2-1 sigur á Nsami Mighty Birds á meðan Dangerous Tigers og Kotoko Happy Birds gerðu 2-2 jafntefli. Eftir að komast að því að Matiyasi voru 22-0 yfir í hálfleik gerðu Dangerous Tigers samkomulag um að leikmenn Kotoko Happy Boys færu af velli. Á endanum yfirgáfu fjórir leikmenn völlinn vegna þreytu svo aðeins voru sjö glaðir drengir eftir til að klára leikinn. Á sama tíma í leik Matiyasi gaf dómarinn fjórm leikmönnum Mighty Birds rauð spjöld svo þar voru einnig sjö leikmenn eftir gegn 11 en ef lið hefur færri en sjö leikmenn þarf að blása leikinn af. Rannsóknarnefnd hefur þegar fundið sönnungargögn um samstarf liðanna og dómara í málinu. Einnig hefur komið í ljós að af 59 marki sem Dangerous Tigers skoraði þá var um 41 sjálfsmark að ræða. Félögin fjögur hafa verið dæmd í lífstíðarbann og þá mega forráðamenn liðanna ekki koma nálægt fótbolta í fimm til átta ár. Dómarar leikjanna mega ekki dæma í 10 ár en ekki kemur fram í frétt BBC hvort leikmenn liðanna hafi verið dæmdir í leikbann eður ei. „Þetta fólk virðir ekki fótboltann og við getum ekki leyft þessu að gerast aftur. Það er sorglegt að ungum leikmönnum sé blandað inn í þetta en reglurnar segja að fimm leikmenn undir 21 árs verði að spila hverju sinni,“ sagði Vincent Ramphago, yfirmaður deildarinnar, í viðtali við BBC. Á endanum fór Gawula Classic upp í 3. deildina þrátt fyrir að enda í fjórða sæti 4. deildar. Liðið var hins vegar það eina sem reyndi ekki að svindla og fer upp um deild þar sem efstu þrjú liðin eru meðal þeirra fjögurra liða sem fengu lífstíðarbann. Þá mun knattspyrnusamband Suður-Afríku halda ýmis námskeið til að fræða þjálfara, forráðamenn og dómara um heilindi leiksins.
Fótbolti Suður-Afríka Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Fleiri fréttir Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Sjá meira