„Rosalega bjart framundan hjá okkur ÍR-ingum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. júní 2022 19:45 Bjarni Fritzson er tekinn við þjálfun ÍR-inga á ný. Stöð 2 Bjarni Fritzson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við handknattleiksdeild ÍR og mun því þjálfa liðið næstu árin í Olís-deild karla í handbolta. Hann segir verkefnið sem framundan er spennandi. Bjarni þjálfaði ÍR-inga með góðum árangri frá 2014 til 2020, en liðið lék í Grill66-deildinni á seinasta tímabili. „Við erum að koma hérna upp og við erum að flytja í nýja aðstöðu þannig að þetta er svakalega spennandi og skemmtilegt verkefni,“ sagði Bjarni í samtali við Gaupa á Stöð 2 í dag. „Það er rosalega bjart framundan hjá okkur ÍR-ingum. Við erum að ala svakalega mikið af góðum strákum upp þannig að lít á þett sem skemmtilega og spennandi áskorun.“ Seinast þegar ÍR-ingar voru í Olís-deildinni var gengið ekki gott. Liðið féll tímabilið 2020-2021 án þess að fá eitt einasta stig, en Bjarni telur þó ekki að hann þurfi að styrkja hópinn mikið fyrir komandi tímabil. „Þegar ég fór að skoða þetta aðeins betur þá er fullt af tækifærum í þessum leikmannahóp og mikið af flottum strákum sem ég þekki vel. Augljóslega þarf maður að finna góðar og réttar styrkingar þegar lið kemur svona upp og vonandi tekst það.“ Lyftistöng fyrir félagið ÍR-ingar eru að flytja sig í nýja aðstöðu og í félaginu er unnið mikið og gott starf. Bjarni segir að þetta sé eitthvað sem lengi hafi verið beðið eftir í Breiðholtinu og að þetta muni sameina félagið. „Þetta mun bara gjörbreyta öllu. Ég segi það að þetta muni færa okkur upp um mörg „level“ og líka bara sameina félagið sem við erum búin að bíða eftir síðan ég var svona sex ára. Þess vegna vill ég líka taka þátt, af því að maður er búinn að bíða eftir þessari aðstöðu og þessari umgjörð síðan maður var lítill polli. Loksins þegar þetta tekst að þá langar manni að taka þátt.“ Klippa: Bjarni Fritzson Bjarni kemur aftur inn í þjálfun eftir að hafa verið sérfræðingur í Seinni bylgjunni þar sem hann gat horft á handboltann á Íslandi með öðrum augum en á hliðarlínunni. Hann segir hluta af ástæðunni fyrir því að hann hafi snúið aftur í þjálfun vera gæði deildarinnar. „Ein af ástæðunum fyrir því að mig langaði að fara aftur inn í þetta var að mér fannst handboltinn sem var spilaður hérna - sérstaklega undir lokin hjá Val og ÍBV - gjörsamlega stórkostlegur.“ „Ég algjörlega heillaðist af honum og mér fannst svo frábært að sjá hversu virkilega góðu handbolti er spilaður hérna. Þannig að mig langaði pínu að taka þátt í því. Við erum að þróa okkur í átt að því að vera þessi sjúklega hraði og skemmtilegi handbolti og svo eru menn líka að leggja alveg svakalega mikið í þetta. Ungu strákarnir eru langt á undan öllum öðrum. Byrjaðir í ólympískum lyftingum og gera sig klára. Þannig að við erum að fá þá mjög snemma bara ótrúlega flotta inn í deildina.“ „Grunnurinn er miklu betri en þegar ég var að koma upp og þessir strákar eru miklu, miklu betri en við,“ sagði Bjarni léttur að lokum. Viðtalið við Bjarna má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Handbolti Olís-deild karla ÍR Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Sjá meira
Bjarni þjálfaði ÍR-inga með góðum árangri frá 2014 til 2020, en liðið lék í Grill66-deildinni á seinasta tímabili. „Við erum að koma hérna upp og við erum að flytja í nýja aðstöðu þannig að þetta er svakalega spennandi og skemmtilegt verkefni,“ sagði Bjarni í samtali við Gaupa á Stöð 2 í dag. „Það er rosalega bjart framundan hjá okkur ÍR-ingum. Við erum að ala svakalega mikið af góðum strákum upp þannig að lít á þett sem skemmtilega og spennandi áskorun.“ Seinast þegar ÍR-ingar voru í Olís-deildinni var gengið ekki gott. Liðið féll tímabilið 2020-2021 án þess að fá eitt einasta stig, en Bjarni telur þó ekki að hann þurfi að styrkja hópinn mikið fyrir komandi tímabil. „Þegar ég fór að skoða þetta aðeins betur þá er fullt af tækifærum í þessum leikmannahóp og mikið af flottum strákum sem ég þekki vel. Augljóslega þarf maður að finna góðar og réttar styrkingar þegar lið kemur svona upp og vonandi tekst það.“ Lyftistöng fyrir félagið ÍR-ingar eru að flytja sig í nýja aðstöðu og í félaginu er unnið mikið og gott starf. Bjarni segir að þetta sé eitthvað sem lengi hafi verið beðið eftir í Breiðholtinu og að þetta muni sameina félagið. „Þetta mun bara gjörbreyta öllu. Ég segi það að þetta muni færa okkur upp um mörg „level“ og líka bara sameina félagið sem við erum búin að bíða eftir síðan ég var svona sex ára. Þess vegna vill ég líka taka þátt, af því að maður er búinn að bíða eftir þessari aðstöðu og þessari umgjörð síðan maður var lítill polli. Loksins þegar þetta tekst að þá langar manni að taka þátt.“ Klippa: Bjarni Fritzson Bjarni kemur aftur inn í þjálfun eftir að hafa verið sérfræðingur í Seinni bylgjunni þar sem hann gat horft á handboltann á Íslandi með öðrum augum en á hliðarlínunni. Hann segir hluta af ástæðunni fyrir því að hann hafi snúið aftur í þjálfun vera gæði deildarinnar. „Ein af ástæðunum fyrir því að mig langaði að fara aftur inn í þetta var að mér fannst handboltinn sem var spilaður hérna - sérstaklega undir lokin hjá Val og ÍBV - gjörsamlega stórkostlegur.“ „Ég algjörlega heillaðist af honum og mér fannst svo frábært að sjá hversu virkilega góðu handbolti er spilaður hérna. Þannig að mig langaði pínu að taka þátt í því. Við erum að þróa okkur í átt að því að vera þessi sjúklega hraði og skemmtilegi handbolti og svo eru menn líka að leggja alveg svakalega mikið í þetta. Ungu strákarnir eru langt á undan öllum öðrum. Byrjaðir í ólympískum lyftingum og gera sig klára. Þannig að við erum að fá þá mjög snemma bara ótrúlega flotta inn í deildina.“ „Grunnurinn er miklu betri en þegar ég var að koma upp og þessir strákar eru miklu, miklu betri en við,“ sagði Bjarni léttur að lokum. Viðtalið við Bjarna má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Handbolti Olís-deild karla ÍR Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Sjá meira