Upplifði öskur, baktal, niðurlægingu og ósannindi í samfélaginu og í bæjarstjórn Bjarki Sigurðsson skrifar 7. júní 2022 14:36 Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, er spennt fyrir komandi kjörtímabili. Seinni hluti síðasta kjörtímabils reyndist frekar erfiður. Samfylkingin Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, segist hafa upplifað ansi súra stemningu bæði í bæjarstjórn og frá bæjarbúum á síðasta kjörtímabili, sérstaklega eftir að minni- og meirihlutinn voru lagðir niður í september árið 2020. Hún er svekkt en spennt að vera í minnihluta á næsta kjörtímabili. Á Akureyri mynda Bæjarlisti Akureyrar, Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn nýskipaðan meirihluta bæjarstjórnar. Flokkarnir hlutu samtals sex fulltrúa af ellefu í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Ætlar að vera öflug í minnihlutanum Í kosningunum tapaði Samfylkingin einum manni og er Hilda Jana eini fulltrúi þeirra í bæjarstjórn. Í samtali við Vísi segist Hilda vera búin að þurrka af sér svekkelsið eftir kosningarnar. „Ég er bara peppuð í þetta, þegar maður þurrkar af sér svekkelsið. Ég ætla ekkert að þykjast eins og allt sé frábært, maður er svekktur með úrslitin og að vera ekki í meirihluta en að sama skapi er ég alveg sannfærð um að við getum orðið alveg rosalega öflug í minnihluta og haft mikil áhrif,“ segir Hilda. Upplifði leiðindi en fékk einnig stuðning Fyrri helming seinasta kjörtímabils var Samfylkingin í meirihlutasamstarfi með Framsóknarflokknum og Bæjarlistanum. Seinni helminginn var mynduð samstjórn allra flokka til að takast á við slæma fjárhagsstöðu bæjarfélagsins. Í færslu sem Hilda birti á Facebook-síðu sinni í dag segist hún hafa átt góð og slæm samskipti við bæjarstjórn og samfélagið í heild sinni eftir það. „Það hefur verið mun erfiðara en ég átti von á upplifa öskur, baktal, niðurlægingu og ósannindi. Ég skal alveg viðurkenna að stundum hef ég bognað, en ég hef þó aldrei nokkru sinni brotnað. Ég hef líka upplifað mikið þakklæti, hrós og ómetanlegan stuðning sem hvetur mig svo sannarlega áfram. Spegilmyndin mín er mjög stolt af mér, ég er sterkari og staðfastari en nokkru sinni áður, ég veit hvað ég hef gert og fyrir hvað ég stend.“ Töluverður málefnaágreiningur Samfylkingin tók þátt í meirihlutaviðræðum eftir kosningarnar í ár ásamt Miðflokknum, Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum. Hilda sá ekki fram á gott samstarf og sleit viðræðunum. „Þetta var töluverður málefnaágreiningur, sérstaklega í velferðarmálum, í umhverfis- og loftslagsmálum og skipulagsmálum. Ég myndi segja að þeir þrír flokkar hafi verið svona helst, en allra mest málefni sem vörðuðu þá hópa samfélagsins sem eru í viðkvæmustu stöðunni,“ segir Hilda. Akureyri Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Ætla að stórauka lóðaframboð Málefnasamningur nýs meirihluta á Akureyri, L-listans, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks var kynntur í Lystigarðinum á Akureyri í dag. 1. júní 2022 15:40 BDSM úr sögunni á Akureyri Samfylkingin hefur slitið meirihlutaviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn, Framsókn og Miðflokkinn á Akureyri. Ástæðan er sögð vera mikill málefnalegur ágreiningur, meðal annars í velferðar- umhverfis- og skipulagsmálum. 25. maí 2022 09:45 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Á Akureyri mynda Bæjarlisti Akureyrar, Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn nýskipaðan meirihluta bæjarstjórnar. Flokkarnir hlutu samtals sex fulltrúa af ellefu í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Ætlar að vera öflug í minnihlutanum Í kosningunum tapaði Samfylkingin einum manni og er Hilda Jana eini fulltrúi þeirra í bæjarstjórn. Í samtali við Vísi segist Hilda vera búin að þurrka af sér svekkelsið eftir kosningarnar. „Ég er bara peppuð í þetta, þegar maður þurrkar af sér svekkelsið. Ég ætla ekkert að þykjast eins og allt sé frábært, maður er svekktur með úrslitin og að vera ekki í meirihluta en að sama skapi er ég alveg sannfærð um að við getum orðið alveg rosalega öflug í minnihluta og haft mikil áhrif,“ segir Hilda. Upplifði leiðindi en fékk einnig stuðning Fyrri helming seinasta kjörtímabils var Samfylkingin í meirihlutasamstarfi með Framsóknarflokknum og Bæjarlistanum. Seinni helminginn var mynduð samstjórn allra flokka til að takast á við slæma fjárhagsstöðu bæjarfélagsins. Í færslu sem Hilda birti á Facebook-síðu sinni í dag segist hún hafa átt góð og slæm samskipti við bæjarstjórn og samfélagið í heild sinni eftir það. „Það hefur verið mun erfiðara en ég átti von á upplifa öskur, baktal, niðurlægingu og ósannindi. Ég skal alveg viðurkenna að stundum hef ég bognað, en ég hef þó aldrei nokkru sinni brotnað. Ég hef líka upplifað mikið þakklæti, hrós og ómetanlegan stuðning sem hvetur mig svo sannarlega áfram. Spegilmyndin mín er mjög stolt af mér, ég er sterkari og staðfastari en nokkru sinni áður, ég veit hvað ég hef gert og fyrir hvað ég stend.“ Töluverður málefnaágreiningur Samfylkingin tók þátt í meirihlutaviðræðum eftir kosningarnar í ár ásamt Miðflokknum, Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum. Hilda sá ekki fram á gott samstarf og sleit viðræðunum. „Þetta var töluverður málefnaágreiningur, sérstaklega í velferðarmálum, í umhverfis- og loftslagsmálum og skipulagsmálum. Ég myndi segja að þeir þrír flokkar hafi verið svona helst, en allra mest málefni sem vörðuðu þá hópa samfélagsins sem eru í viðkvæmustu stöðunni,“ segir Hilda.
Akureyri Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Ætla að stórauka lóðaframboð Málefnasamningur nýs meirihluta á Akureyri, L-listans, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks var kynntur í Lystigarðinum á Akureyri í dag. 1. júní 2022 15:40 BDSM úr sögunni á Akureyri Samfylkingin hefur slitið meirihlutaviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn, Framsókn og Miðflokkinn á Akureyri. Ástæðan er sögð vera mikill málefnalegur ágreiningur, meðal annars í velferðar- umhverfis- og skipulagsmálum. 25. maí 2022 09:45 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Ætla að stórauka lóðaframboð Málefnasamningur nýs meirihluta á Akureyri, L-listans, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks var kynntur í Lystigarðinum á Akureyri í dag. 1. júní 2022 15:40
BDSM úr sögunni á Akureyri Samfylkingin hefur slitið meirihlutaviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn, Framsókn og Miðflokkinn á Akureyri. Ástæðan er sögð vera mikill málefnalegur ágreiningur, meðal annars í velferðar- umhverfis- og skipulagsmálum. 25. maí 2022 09:45