Fjórir flokkar sem hafi þurft að mætast einhvers staðar Eiður Þór Árnason skrifar 6. júní 2022 23:46 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, segir það hafa tekið sinn tíma að fara í gegnum vissa málaflokka. Vísir/Ragnar Oddviti Viðreisnar segir það fyrsta verk á dagskrá nýs borgarstjórnarmeirihluta í Reykjavík að setja aukinn kraft í húsnæðisuppbyggingu sem verði stórt áherslumál á næsta kjörtímabili. Fram kemur í nýjum samstarfssáttmála Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar að til standi að úthluta lóðum í Úlfarsárdal, Gufunesi, á Hlíðarenda, Kjalarnesi og Ártúnshöfða sem hluti af þessu húsnæðisátaki. Í sáttmálanum eru útlistuð átján mál sem til stendur að ráðast í sem fyrst en þeirra á meðal er að hækka frístundarstyrk, hefja framkvæmdir á Hlemmtorgi, flýta uppbyggingu Keldnalands og Keldnaholts og bjóða grunnskólabörnum frítt í Strætó. „Við erum að gera miklar breytingar í þessum samstarfssáttmála. Við erum að draga fram atvinnumálin, nýsköpun og ferðaþjónustu sérstaklega og ég mun leiða það verkefni. Við erum að taka stafræna hlutann og draga hann fram sérstaklega í nýju stafrænu ráði,“ sagði Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, að loknum blaðamannafundi nýs meirihlutans í dag. „Við erum að setja umhverfismálin aftur inn í skipulagsmálin til að sameina það og við erum líka að sameina mannréttindamál og ofbeldisvarnarráð. Þetta eru svona áherslubreytingar sem er breyting í þessum núverandi sáttmála.“ Þá verði mikil áhersla lögð á uppbyggingu húsnæðis og Sundabrautar. Hún fagnar áherslu Framsóknar á breytingar og segir alla sammála um að þeirra sé víða þörf. Ólíkir flokkar með ólík stjónarhorn Aðspurð um hvort einhver tiltekinn málaflokkur hafi tafið viðræður flokkanna segir Þórdís Lóa að enginn einn standi þar upp úr. „Við þurftum að ræða okkur í gegnum öll þessi mál. Sum þeirra eru stór mál sem eru umfangsmikil, þar á meðal húsnæðisuppbyggingin og samgöngusáttmálinn. Allt sem snýr að því eru risa mál.“ Á sama tíma hafi oddvitar flokkanna verið fljótari í gegnum önnur mál sem algjör samstaða hafi verið um. Þeirra á meðal séu skólamál og velferðarmál þar sem nýr meirihluti sé metnaðarfullar pælingar varðandi nýsköpun og tæknimál. „Sumt gátum við farið aðeins hraðar í gegnum en urðum náttúrlega að staldra við aðeins flóknari mál. Þannig að það er ekki eins og það hafi verið eitthvað erfitt, heldur voru þau bara oft flókin, þetta eru fjórir flokkar, fjögur sjónarhorn og allir þurfa að mætast einhvers staðar,“ segir Þórdís Lóa. Því hafi verið um að ræða útfærsluatriði frekar en þrætumál. „Við fórum af stað með lausnamiðað hugarfar og það var svona gildið okkar í gegnum þetta allt og það sem kemur okkur að lokum niður á samstarfssáttmála sem við erum bara mjög stolt af.“ Tengd skjöl Meirihlutasáttmáli_6PDF8.3MBSækja skjal Reykjavík Borgarstjórn Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Borgarlína mikilvægari en borgarstjórastóllinn Dagur B. Eggertsson segir það skipta sig meira máli að tryggja framgang lykilverkefna á borð við Borgarlínu en að vera borgarstjóri. Tilkynnt var í dag að Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, myndi taka við borgarstjórastólnum eftir átján mánuði og gegna embættinu meirihluta kjörtímabilsins. 6. júní 2022 19:21 Tímaeyðsla að fara í einhverja störukeppni Oddviti Framsóknar segir samstarfssáttmála nýs meirihluta í Reykjavík svara að öllu leyti þeim kröfum um breytingar sem flokkurinn hafi lagt áherslu á. Hann sé gríðarlega ánægður og sáttur með niðurstöðuna. 6. júní 2022 18:15 Borgarstjóri ráði ekki öllu Oddviti Pírata segir að hún hafi lagt meiri áherslu á að tryggja góðan framgang helstu baráttumála flokksins en að hreppa borgarstjórastólinn. Það markmið hafi náðst og hún sé ánægð með að Píratar fái nú tækifæri til að færa græn málefni á næsta stig. 6. júní 2022 22:01 Einar tekur við af Degi sem borgarstjóri árið 2024 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, mun áfram gegna embætti borgarstjóra Reykjavíkur fyrri hluta kjörtímabilsins, eða til ársloka 2023. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun síðan taka við embættinu af Degi í ársbyrjun 2024. Á kjörtímabilinu mun Dagur því gegna embættinu í rúmlega eitt og hálft ár, en Einar í tæplega tvö og hálft ár. 6. júní 2022 15:10 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Fimmti hver á bráðadeild vegna ölvunarástands Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
Fram kemur í nýjum samstarfssáttmála Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar að til standi að úthluta lóðum í Úlfarsárdal, Gufunesi, á Hlíðarenda, Kjalarnesi og Ártúnshöfða sem hluti af þessu húsnæðisátaki. Í sáttmálanum eru útlistuð átján mál sem til stendur að ráðast í sem fyrst en þeirra á meðal er að hækka frístundarstyrk, hefja framkvæmdir á Hlemmtorgi, flýta uppbyggingu Keldnalands og Keldnaholts og bjóða grunnskólabörnum frítt í Strætó. „Við erum að gera miklar breytingar í þessum samstarfssáttmála. Við erum að draga fram atvinnumálin, nýsköpun og ferðaþjónustu sérstaklega og ég mun leiða það verkefni. Við erum að taka stafræna hlutann og draga hann fram sérstaklega í nýju stafrænu ráði,“ sagði Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, að loknum blaðamannafundi nýs meirihlutans í dag. „Við erum að setja umhverfismálin aftur inn í skipulagsmálin til að sameina það og við erum líka að sameina mannréttindamál og ofbeldisvarnarráð. Þetta eru svona áherslubreytingar sem er breyting í þessum núverandi sáttmála.“ Þá verði mikil áhersla lögð á uppbyggingu húsnæðis og Sundabrautar. Hún fagnar áherslu Framsóknar á breytingar og segir alla sammála um að þeirra sé víða þörf. Ólíkir flokkar með ólík stjónarhorn Aðspurð um hvort einhver tiltekinn málaflokkur hafi tafið viðræður flokkanna segir Þórdís Lóa að enginn einn standi þar upp úr. „Við þurftum að ræða okkur í gegnum öll þessi mál. Sum þeirra eru stór mál sem eru umfangsmikil, þar á meðal húsnæðisuppbyggingin og samgöngusáttmálinn. Allt sem snýr að því eru risa mál.“ Á sama tíma hafi oddvitar flokkanna verið fljótari í gegnum önnur mál sem algjör samstaða hafi verið um. Þeirra á meðal séu skólamál og velferðarmál þar sem nýr meirihluti sé metnaðarfullar pælingar varðandi nýsköpun og tæknimál. „Sumt gátum við farið aðeins hraðar í gegnum en urðum náttúrlega að staldra við aðeins flóknari mál. Þannig að það er ekki eins og það hafi verið eitthvað erfitt, heldur voru þau bara oft flókin, þetta eru fjórir flokkar, fjögur sjónarhorn og allir þurfa að mætast einhvers staðar,“ segir Þórdís Lóa. Því hafi verið um að ræða útfærsluatriði frekar en þrætumál. „Við fórum af stað með lausnamiðað hugarfar og það var svona gildið okkar í gegnum þetta allt og það sem kemur okkur að lokum niður á samstarfssáttmála sem við erum bara mjög stolt af.“ Tengd skjöl Meirihlutasáttmáli_6PDF8.3MBSækja skjal
Reykjavík Borgarstjórn Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Borgarlína mikilvægari en borgarstjórastóllinn Dagur B. Eggertsson segir það skipta sig meira máli að tryggja framgang lykilverkefna á borð við Borgarlínu en að vera borgarstjóri. Tilkynnt var í dag að Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, myndi taka við borgarstjórastólnum eftir átján mánuði og gegna embættinu meirihluta kjörtímabilsins. 6. júní 2022 19:21 Tímaeyðsla að fara í einhverja störukeppni Oddviti Framsóknar segir samstarfssáttmála nýs meirihluta í Reykjavík svara að öllu leyti þeim kröfum um breytingar sem flokkurinn hafi lagt áherslu á. Hann sé gríðarlega ánægður og sáttur með niðurstöðuna. 6. júní 2022 18:15 Borgarstjóri ráði ekki öllu Oddviti Pírata segir að hún hafi lagt meiri áherslu á að tryggja góðan framgang helstu baráttumála flokksins en að hreppa borgarstjórastólinn. Það markmið hafi náðst og hún sé ánægð með að Píratar fái nú tækifæri til að færa græn málefni á næsta stig. 6. júní 2022 22:01 Einar tekur við af Degi sem borgarstjóri árið 2024 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, mun áfram gegna embætti borgarstjóra Reykjavíkur fyrri hluta kjörtímabilsins, eða til ársloka 2023. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun síðan taka við embættinu af Degi í ársbyrjun 2024. Á kjörtímabilinu mun Dagur því gegna embættinu í rúmlega eitt og hálft ár, en Einar í tæplega tvö og hálft ár. 6. júní 2022 15:10 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Fimmti hver á bráðadeild vegna ölvunarástands Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
Borgarlína mikilvægari en borgarstjórastóllinn Dagur B. Eggertsson segir það skipta sig meira máli að tryggja framgang lykilverkefna á borð við Borgarlínu en að vera borgarstjóri. Tilkynnt var í dag að Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, myndi taka við borgarstjórastólnum eftir átján mánuði og gegna embættinu meirihluta kjörtímabilsins. 6. júní 2022 19:21
Tímaeyðsla að fara í einhverja störukeppni Oddviti Framsóknar segir samstarfssáttmála nýs meirihluta í Reykjavík svara að öllu leyti þeim kröfum um breytingar sem flokkurinn hafi lagt áherslu á. Hann sé gríðarlega ánægður og sáttur með niðurstöðuna. 6. júní 2022 18:15
Borgarstjóri ráði ekki öllu Oddviti Pírata segir að hún hafi lagt meiri áherslu á að tryggja góðan framgang helstu baráttumála flokksins en að hreppa borgarstjórastólinn. Það markmið hafi náðst og hún sé ánægð með að Píratar fái nú tækifæri til að færa græn málefni á næsta stig. 6. júní 2022 22:01
Einar tekur við af Degi sem borgarstjóri árið 2024 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, mun áfram gegna embætti borgarstjóra Reykjavíkur fyrri hluta kjörtímabilsins, eða til ársloka 2023. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun síðan taka við embættinu af Degi í ársbyrjun 2024. Á kjörtímabilinu mun Dagur því gegna embættinu í rúmlega eitt og hálft ár, en Einar í tæplega tvö og hálft ár. 6. júní 2022 15:10