Borgarstjóri ráði ekki öllu Eiður Þór Árnason skrifar 6. júní 2022 22:01 Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, er hæstánægð með nýjan meirihlutasáttmála. Vísir/Ragnar Oddviti Pírata segir að hún hafi lagt meiri áherslu á að tryggja góðan framgang helstu baráttumála flokksins en að hreppa borgarstjórastólinn. Það markmið hafi náðst og hún sé ánægð með að Píratar fái nú tækifæri til að færa græn málefni á næsta stig. „Við erum að segja ekki bara þétting heldur þétting af gríðarlega góðum gæðum, við erum að segja enn meira gagnsæi, enn meira lýðræði og erum með nýtt stafrænt ráðhús sem endurspeglar þær áherslur,“ sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir að loknum blaðamannafundi í dag þar sem nýr borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar var kynntur til leiks. „Við erum að segja að loftslagsmálin eigi að vera leiðarljós í allri ákvarðanatöku og erum að sameina skipulags- og umhverfismálin í eitt ráð til að endurspegla það. Þú getur ekki talað um skipulag og samgöngur án þess að tala um umhverfið og loftslagsmál.“ Dóra Björt segir að nýr meirihluti ætli að taka betur utan um mannréttindamál í nýju sameinuðu mannréttindaráði þar sem ofbeldisvarnarmál og kynjuð jafnréttisfjárlagagerð færist inn. „Ég er mjög spennt fyrir því að vinna að þessum málum. Þetta er mjög Píratalegur sáttmáli og ég er bara stolt af því að standa að þessu og ætla að vinna að þessu næstu fjögur árin.“ Faglegra að taka sér tíma Meirihlutaviðræður flokkanna stóðu yfir í tólf daga sem er lengri tími en víðast hvar annars staðar. Dóra Björt segir það eðlilegt að það taki tíma að fyrir fjóra ólíka flokka að tala sig í gegnum mál. „Það er faglegt, frekar en að koma með einhverjar servíettulausnir þá vildum við bara klára þessi samtöl.“ Mikilvægt sé að vanda til verka og oddvitunum hafi tekist að finna lendingu í málum sem allir geti unað við. Dóra Björt segist vera ánægð með verkaskiptinguna milli flokka og einkum að Píratar fái að vinna að sínum helstu kjarnamálaflokkum með því að leiða umhverfis- og skipulagsráð, öflugra mannréttindaráð og nýtt stafrænt ráð sem nái yfir stafræna þjónustu, gagnsæi og lýðræði. „Ég er mjög spennt fyrir því að við höfum náð mjög mikið af áherslum Pírata inn í þennan sáttmála og við höfum fengið umboð og tækin og tólin til að vinna að þessum málum af miklum krafti á kjörtímabilinu. Svo ég er mjög stolt af því og ánægð með það,“ segir Dóra Björt. Borgarstjóri ráði ekki öllu Aðspurð um hvort hún hafi gert tilkall til borgarstjórastólsins segir hún eðlilegt að hann hafi lent hjá stærri flokkum í samstarfinu. Rík áhersla hafi í staðin verið lögð á að koma áherslum Pírata inn í meirihlutasáttmálann og að þær myndu endurspeglast í verkefnaskipan. „Við erum auðvitað fjórir flokkar sem stöndum saman að þessum sáttmála og ræðum okkur saman um mál. Þannig náum við sem mestum krafti og tökum upplýsta ákvörðun og sníðum af annmarka í lýðræðislegu samtali. Það er ekki þannig að borgarstjóri ráði öllu. Við erum fjórir flokkar, ætlum að vinna vel saman og stöndum fyrir sameinandi umbótamenningu og samvinnustjórnmál,“ segir Dóra Björt. Tengd skjöl Meirihlutasáttmáli_6PDF8.3MBSækja skjal Reykjavík Píratar Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Borgarlína mikilvægari en borgarstjórastóllinn Dagur B. Eggertsson segir það skipta sig meira máli að tryggja framgang lykilverkefna á borð við Borgarlínu en að vera borgarstjóri. Tilkynnt var í dag að Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, myndi taka við borgarstjórastólnum eftir átján mánuði og gegna embættinu meirihluta kjörtímabilsins. 6. júní 2022 19:21 Tímaeyðsla að fara í einhverja störukeppni Oddviti Framsóknar segir samstarfssáttmála nýs meirihluta í Reykjavík svara að öllu leyti þeim kröfum um breytingar sem flokkurinn hafi lagt áherslu á. Hann sé gríðarlega ánægður og sáttur með niðurstöðuna. 6. júní 2022 18:15 Einar tekur við af Degi sem borgarstjóri árið 2024 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, mun áfram gegna embætti borgarstjóra Reykjavíkur fyrri hluta kjörtímabilsins, eða til ársloka 2023. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun síðan taka við embættinu af Degi í ársbyrjun 2024. Á kjörtímabilinu mun Dagur því gegna embættinu í rúmlega eitt og hálft ár, en Einar í tæplega tvö og hálft ár. 6. júní 2022 15:10 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Sjá meira
„Við erum að segja ekki bara þétting heldur þétting af gríðarlega góðum gæðum, við erum að segja enn meira gagnsæi, enn meira lýðræði og erum með nýtt stafrænt ráðhús sem endurspeglar þær áherslur,“ sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir að loknum blaðamannafundi í dag þar sem nýr borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar var kynntur til leiks. „Við erum að segja að loftslagsmálin eigi að vera leiðarljós í allri ákvarðanatöku og erum að sameina skipulags- og umhverfismálin í eitt ráð til að endurspegla það. Þú getur ekki talað um skipulag og samgöngur án þess að tala um umhverfið og loftslagsmál.“ Dóra Björt segir að nýr meirihluti ætli að taka betur utan um mannréttindamál í nýju sameinuðu mannréttindaráði þar sem ofbeldisvarnarmál og kynjuð jafnréttisfjárlagagerð færist inn. „Ég er mjög spennt fyrir því að vinna að þessum málum. Þetta er mjög Píratalegur sáttmáli og ég er bara stolt af því að standa að þessu og ætla að vinna að þessu næstu fjögur árin.“ Faglegra að taka sér tíma Meirihlutaviðræður flokkanna stóðu yfir í tólf daga sem er lengri tími en víðast hvar annars staðar. Dóra Björt segir það eðlilegt að það taki tíma að fyrir fjóra ólíka flokka að tala sig í gegnum mál. „Það er faglegt, frekar en að koma með einhverjar servíettulausnir þá vildum við bara klára þessi samtöl.“ Mikilvægt sé að vanda til verka og oddvitunum hafi tekist að finna lendingu í málum sem allir geti unað við. Dóra Björt segist vera ánægð með verkaskiptinguna milli flokka og einkum að Píratar fái að vinna að sínum helstu kjarnamálaflokkum með því að leiða umhverfis- og skipulagsráð, öflugra mannréttindaráð og nýtt stafrænt ráð sem nái yfir stafræna þjónustu, gagnsæi og lýðræði. „Ég er mjög spennt fyrir því að við höfum náð mjög mikið af áherslum Pírata inn í þennan sáttmála og við höfum fengið umboð og tækin og tólin til að vinna að þessum málum af miklum krafti á kjörtímabilinu. Svo ég er mjög stolt af því og ánægð með það,“ segir Dóra Björt. Borgarstjóri ráði ekki öllu Aðspurð um hvort hún hafi gert tilkall til borgarstjórastólsins segir hún eðlilegt að hann hafi lent hjá stærri flokkum í samstarfinu. Rík áhersla hafi í staðin verið lögð á að koma áherslum Pírata inn í meirihlutasáttmálann og að þær myndu endurspeglast í verkefnaskipan. „Við erum auðvitað fjórir flokkar sem stöndum saman að þessum sáttmála og ræðum okkur saman um mál. Þannig náum við sem mestum krafti og tökum upplýsta ákvörðun og sníðum af annmarka í lýðræðislegu samtali. Það er ekki þannig að borgarstjóri ráði öllu. Við erum fjórir flokkar, ætlum að vinna vel saman og stöndum fyrir sameinandi umbótamenningu og samvinnustjórnmál,“ segir Dóra Björt. Tengd skjöl Meirihlutasáttmáli_6PDF8.3MBSækja skjal
Reykjavík Píratar Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Borgarlína mikilvægari en borgarstjórastóllinn Dagur B. Eggertsson segir það skipta sig meira máli að tryggja framgang lykilverkefna á borð við Borgarlínu en að vera borgarstjóri. Tilkynnt var í dag að Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, myndi taka við borgarstjórastólnum eftir átján mánuði og gegna embættinu meirihluta kjörtímabilsins. 6. júní 2022 19:21 Tímaeyðsla að fara í einhverja störukeppni Oddviti Framsóknar segir samstarfssáttmála nýs meirihluta í Reykjavík svara að öllu leyti þeim kröfum um breytingar sem flokkurinn hafi lagt áherslu á. Hann sé gríðarlega ánægður og sáttur með niðurstöðuna. 6. júní 2022 18:15 Einar tekur við af Degi sem borgarstjóri árið 2024 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, mun áfram gegna embætti borgarstjóra Reykjavíkur fyrri hluta kjörtímabilsins, eða til ársloka 2023. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun síðan taka við embættinu af Degi í ársbyrjun 2024. Á kjörtímabilinu mun Dagur því gegna embættinu í rúmlega eitt og hálft ár, en Einar í tæplega tvö og hálft ár. 6. júní 2022 15:10 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Sjá meira
Borgarlína mikilvægari en borgarstjórastóllinn Dagur B. Eggertsson segir það skipta sig meira máli að tryggja framgang lykilverkefna á borð við Borgarlínu en að vera borgarstjóri. Tilkynnt var í dag að Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, myndi taka við borgarstjórastólnum eftir átján mánuði og gegna embættinu meirihluta kjörtímabilsins. 6. júní 2022 19:21
Tímaeyðsla að fara í einhverja störukeppni Oddviti Framsóknar segir samstarfssáttmála nýs meirihluta í Reykjavík svara að öllu leyti þeim kröfum um breytingar sem flokkurinn hafi lagt áherslu á. Hann sé gríðarlega ánægður og sáttur með niðurstöðuna. 6. júní 2022 18:15
Einar tekur við af Degi sem borgarstjóri árið 2024 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, mun áfram gegna embætti borgarstjóra Reykjavíkur fyrri hluta kjörtímabilsins, eða til ársloka 2023. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun síðan taka við embættinu af Degi í ársbyrjun 2024. Á kjörtímabilinu mun Dagur því gegna embættinu í rúmlega eitt og hálft ár, en Einar í tæplega tvö og hálft ár. 6. júní 2022 15:10
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?